Samfélagsmiðlar

Áfangastaðurinn Ísland stendur undir framboðinu

Bandaríska flugfélagið United Airlines hóf Íslandsflug í fyrra frá Newark við New York borg. Túristi ræddi við framkvæmdastjóra félagsins sem hefur umsjón með útgerðinni hér á landi.

Þota United Airlines við Leifsstöð.

„Fyrsta tímabilið okkar á Íslandi gekk vel og þess vegna komum við aftur nú í sumar. Að þessu sinni erum við ekki nýi aðilinn á markaðnum,” segir Bob Schumacher, framkvæmdastjóri United Airlines fyrir Bretland og Ísland. Hann bætir því við að síðasta sumar hafi sætanýtingin í fluginu til Íslands verið mjög góð eða um níutíu prósent.

„Við erum á góðum stað um þessar mundir. Félagið er rekið með hagnaði og hefur fjárfest í stækkun starfsstöðva, þar á meðal við Newark flugvöll. Við bjóðum því ekki eingöngu upp á beint flug milli tveggja áfangastaða því hið stóra leiðakerfi okkar gerir það að verkum að farþegar okkar í Íslandsfluginu koma alls staðar frá í Bandaríkjunum,” segir Schumacher.

Hann bætir því við að um helmingur farþega United Airlines, í ferðunum til Íslands, komi frá New York svæðinu en auk þess hafi flugið selst vel frá borgum eins og Denver, Miami, Ft. Lauderdale, Houston, San Jose og Charlotte. Og þar sem leiðakerfi félagsins teygir anga sína víða þá er líka töluverð eftirspurn eftir Íslandsflugi frá höfuðborgum Kólumbíu og Mexíkó að sögn Schumacher.

Auk United Airlines þá hafa þrjú önnur flugfélög boðið upp á flug milli New York og Íslands en eftir þrot WOW eru Delta og Icelandair eftir. Aðspurður um þessa miklu samkeppni þá er það mat Schumacher að styrkur Íslands sem áfangastaðar standi undir framboðinu. Hann vill líka meina að United nái til mismunandi hópa. „Úrvalið hjá okkur er fjölbreytt og hentar mismunandi hópum. Hvort sem þú vilt ferðast á ódýrara farrými eða vilt meiri þjónustu eða jafnvel sitja á fyrsta farrými. Það er ekki bara fólk í vinnuferðum sem flýgur með okkur.”

Sumaráætlun United Airlines gerir ráð fyrir flugi hingað frá júní og fram í september og ekki stendur til að lengja tímabilið. „Við teljum Ísland vera árstíðabundin áfangastað og þá aðallega vegna veðursins. Fyrirtækjamarkaðurinn verður líka að vera til staðar til að standa undir heilisársflugi. Fjögurra mánaðaa útgerð hentar okkur best.”

Þegar Túristi ræddi við framkvæmdastjóra United þá var staða WOW ennþá óljós og hann vildi lítið tjá sig um ástandið á íslenskum flugmarkaði. „Við eyðum ekki tíma okkar í að fylgjast með keppinautum. Við vorum vel undirbúin þegar við komum inn á íslenska markaðinn og erum því með réttu vélarnar, áfangastaðina og starfsfólkið. Auk þess teljum við okkur bjóða upp á góða þjónustu.”

Umræðan um losun gróðurhúsalofttegunda vegna flugreksturs verður sífellt háværari. Hvað gerir United til að draga úr mengun vegna starfseminnar? „Stærsti kosntaðarliðurinn við að fljúga flugvélum tengist olíunni og hún hefur hækkað í verði. Við kaupum lífeldsneyti og höfum skuldbundið okkur til að draga úr losun um helming fyrir árið 2050. Viðskiptamódelið okkar getur ekki aðeins verið sjálfbært þegar litið er til rekstrar heldur verður það líka að vera það þegar horft er til umhverfisþátta. Við teljum okkur vera leiðandi í Bandaríkjunum á sviði umhverfismála, fjárfestum í nýjum flugvélum og nýrri tækni,” segir Schumacher. Hann bætir því við að við flugstöðvar notist United Airlines  við rafmagnsbíla í auknum mæli og eins séu umbúðir og annað sem fellur til úr flugvélunum flokkað og endurunnið.

Íslandsflug United Airlines á ný 7. júní og stendur yfir fram í september.

Nýtt efni

Um 90% af öllum úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði frá heimilum og rekstri, ratar í einhvers konar endurvinnslu eða endurnýtingu. Þetta sýna nýjar úrgangstölur frá Umhverfisstofnun, fyrir árið 2022.  Það er fróðlegt að rýna í þessar tölur og fá þar með yfirsýn yfir neyslu Íslendinga, en Íslendingar eru á meðal mestu neysluþjóða í heimi. Magn …

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …