Samfélagsmiðlar

Forstjóri Ryanair: Yfirtaka Icelandair á WOW air var heppilegust

Michael O´Leary, hinn yfirlýsingaglaði forstjóri stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu telur dæmin sanna spádómsgáfu sína. Hann viðurkennir þó að hann fylgist ekki náið með íslenskum fluggeira þó hann hafi nýverið sett WOW á lista flugfélaga í vanda.

Micheal O´Leary, forstjóri Ryanair.

„Við teljum að þau lágu fargjöld sem nú eru í boði muni hrista af okkur keppinauta sem eru í taprekstri. WOW, Flybe og Germania eru til dæmis öll til sölu.” Þetta sagði Michael O´Leary, forstjóri Ryanair, í viðtali við BBC um miðjan janúar en hann hefur í gegnum tíðina verið óhræddur við spá opinberlega falli annarra flugfélaga.

Á fundi með blaðamönnum í Brussel í gær spurði Túristi írski forstjórann nánar út í þessi orð sín um WOW og stöðu viðræðna félagsins við Indigo Partners. O´Leary byrjaði á að svara því til að aðeins viku eftir að hann lét þessi fyrrnefndu orð falla þá hafi Germania farið á hausinn.

„Þar með er ekki sagt að hin fari sömu leið. Einhver verða tekin eins og útlit er fyrir með WOW air og Indigo Partners og ég óska þeim alls hins besta. Ég hefði þó talið það betri niðurstöðu ef Icelandair hefði keypt WOW air en ég veit ekki afhverju það gerðist ekki,” segir O´Leary. Írski flugforstjórinn viðurkennir þó að hann þekki lítið til íslensks fluggeira og að hann fylgist ekki náið með stöðu mála hér á landi.

Skýringin á því er líklegast sú að Ísland er ekki hluti að leiðakerfi Ryanair en útsendarar þess könnuðu þó aðstæður hér á landi fyrir nokkrum árum síðan. Kostnaðurinn á Keflavíkurflugvelli og erfitt aðflug á Akureyrarflugvelli stóðu hins vegar í Ryanair líkt og Túristi greindi frá á sínum tíma. Um svipað leyti hóf easyJet, helsti keppinautur Ryanair, Íslandsflug hingað frá London og síðustu ár hefur breska lággjaldaflugfélagið verið umsvifamesta erlenda flugfélagið á Keflavíkurflugvelli.

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …