Samfélagsmiðlar

Kyrrsetja Boeing þoturnar

Enginn komst lífs af þegar flugvél af Ethiopian Airlines hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak í Eþíópíu í gærmorgun. Nú hafa forsvarsmenn flugfélagsins og kínversk stjórnvöld fyrirskipað að þotunum verði ekki flogið í bráð.

Flugvél af tegundinni Boeing 737-MAX8.

Hundrað fimmtíu og sjö farþegar auk áhafnar létu lífið þegar þota á vegum Ethiopian Airlines hrapaði til jarðar í gær. Flugvélin var á leið frá Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, til Nairobi í Kenía og var af gerðinni Boeing 737 MAX 8. Þetta er annað flugslysis á skömmum tíma þar sem vél af þessari gerð kemur við sögu. Í október fórst þota Lion Air í Indónesíu og um borð voru 189 farþegar auk áhafnar. Báðar flugvélarnar voru nýjar enda voru fyrstu MAX þoturnar teknar í notkun fyrir tæpum tveimur árum síðan.

Í flugflota Ethiopian Airlines eru fjórar aðrar Boeing MAX 8 og hafa stjórnendur flugfélagsins tekið þá ákvörðun að kyrrsetja þær. Kínversk yfirvöld hafa sömuleiðis fyrirskipað þarlendum flugfélögum að hætta allri notkun farþegaþotna af þessari gerð. Í dag eru í notkun 352 Boeing 737 MAX þotur víðs vegar um heim og hátt í þrjú þúsund fleiri hafa verið pantaðar. Í frétt Washington Post er haft eftir bandarískum sérfræðingi að gera megi ráð fyrir að Boeing þurfi að kalla inn allar MAX þotur til skoðunar ef í ljós koma líkindi milli flugslysanna í Eþíópíu í gær og Indóseníu sl. haust.

Icelandair er með þrjár vélar af gerðinni Boeing 737 MAX 8 í notkun. Sex slíkar vélar bætast við flugflotann nú á vormánuðunum. Í gær hafði RÚV það eftir Jens Þórðarsyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Icelandair, að félagið fylgist grannt með gangi mála. „Við erum í samstarfi við framleiðanda vélarinnar alla daga og í þessu tilfelli þá er það alltaf Boeing sem myndi leggja fram upplýsingar þegar eitthvað kemur út úr rannsókn slyssins, ef þau telja tilefni til aðgerða,“ sagði Jens.

Nýtt efni

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …