Samfélagsmiðlar

Kyrrsetja Boeing þoturnar

Enginn komst lífs af þegar flugvél af Ethiopian Airlines hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak í Eþíópíu í gærmorgun. Nú hafa forsvarsmenn flugfélagsins og kínversk stjórnvöld fyrirskipað að þotunum verði ekki flogið í bráð.

Flugvél af tegundinni Boeing 737-MAX8.

Hundrað fimmtíu og sjö farþegar auk áhafnar létu lífið þegar þota á vegum Ethiopian Airlines hrapaði til jarðar í gær. Flugvélin var á leið frá Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, til Nairobi í Kenía og var af gerðinni Boeing 737 MAX 8. Þetta er annað flugslysis á skömmum tíma þar sem vél af þessari gerð kemur við sögu. Í október fórst þota Lion Air í Indónesíu og um borð voru 189 farþegar auk áhafnar. Báðar flugvélarnar voru nýjar enda voru fyrstu MAX þoturnar teknar í notkun fyrir tæpum tveimur árum síðan.

Í flugflota Ethiopian Airlines eru fjórar aðrar Boeing MAX 8 og hafa stjórnendur flugfélagsins tekið þá ákvörðun að kyrrsetja þær. Kínversk yfirvöld hafa sömuleiðis fyrirskipað þarlendum flugfélögum að hætta allri notkun farþegaþotna af þessari gerð. Í dag eru í notkun 352 Boeing 737 MAX þotur víðs vegar um heim og hátt í þrjú þúsund fleiri hafa verið pantaðar. Í frétt Washington Post er haft eftir bandarískum sérfræðingi að gera megi ráð fyrir að Boeing þurfi að kalla inn allar MAX þotur til skoðunar ef í ljós koma líkindi milli flugslysanna í Eþíópíu í gær og Indóseníu sl. haust.

Icelandair er með þrjár vélar af gerðinni Boeing 737 MAX 8 í notkun. Sex slíkar vélar bætast við flugflotann nú á vormánuðunum. Í gær hafði RÚV það eftir Jens Þórðarsyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Icelandair, að félagið fylgist grannt með gangi mála. „Við erum í samstarfi við framleiðanda vélarinnar alla daga og í þessu tilfelli þá er það alltaf Boeing sem myndi leggja fram upplýsingar þegar eitthvað kemur út úr rannsókn slyssins, ef þau telja tilefni til aðgerða,“ sagði Jens.

Nýtt efni

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …

Vestanhafs er hefur ekkert flugfélag verið rekið með meiri hagnaði en Delta síðustu ár. Á nýafstöðnum öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, voru tekjur félagsins hærri en nokkru sinni áður á þessum hluta árs en aftur á móti var kostnaðurinn líka hærri. Þar með lækkaði hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára samkvæmt uppgjöri sem flugfélagið …