Samfélagsmiðlar

Bogi staðfestir skuld WOW við Isavia

Þögn forstjóra Icelandair Group síðustu mánuði gaf til kynna að ógreidd lendingagjöld WOW air á Keflavíkurflugvelli væru ekki vandamál í hans huga. Nú er gagnrýnir hann stöðu mála harðlega.

Bogi Nils Bogason og Skúli Mogensen.

„Sam­keppn­isaðilar hafa fengið að safna upp skuld­um á Kefla­vík­ur­flug­velli sem skekk­ir veru­lega sam­keppn­is­stöðu á markaði,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, á aðalfundi flugfélagsins á föstudag samkvæmt frétt Mbl.is. Dylst engum að þar er forstjórinn að vísa til meintrar skuldar WOW air á lendinga- og farþegagjöldum. Það er ekki opinbert hversu há hún er en Bogi ætti að vera með töluna á hreinu. Hann keypti nefnilega WOW air í byrjun nóvember og fékk þá aðgang að bókhaldi keppinautarins.

Kaupsamningnum var hins vegar rift í lok nóvember og miðað við nýlegar fréttir af vanskilum WOW, m.a. hjá lífeyrissjóðum starfsmanna, má telja ólíklegt að flugfélagið hafi grynnkað á skuldinni hjá Isavia síðustu mánuði. Á þeim tíma hafa notendagjöld WOW air á Keflavíkurflugvelli numið að lágmarki 800 til 900 milljónum króna og sú upphæð gæti hafa bæst við skuldina.

Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Bogi gagnrýnir skuldasöfnun WOW á Keflavíkurflugvelli. Það gerði hann líka í kjölfar fréttar Morgunblaðsins haust þar sem fram blaðið fullyrti að WOW skuldaði Isavia hátt í tvo milljarða. „Ef rétt er að Isa­via, fyr­ir­tæki í op­in­berri eigu, sé að taka þátt í því að fjár­magna fram­an­greind­an ta­prekst­ur og þar með skekkja sam­keppn­is­stöðu á þess­um markaði þá er það illskilj­an­legt,“ sagði Bogi í viðtali við Mbl um miðjan september. Nokkrum klukkutímum eftir þessa yfirlýsingu Boga þá svaraði Skúli honum og Morgunblaðinu fullum hálsi og sagði WOW aldrei hafa skuldað Isavia yfir tvo milljarða í lendingagjöld. Það hefur hins vegar ekkert heyrst frá eiganda WOW nú um helgina eftir að forstjóri Icelandair benti á skuldasöfnun keppinautar út á Keflavíkurflugvelli.

Það hefur reyndar vakið athygli að Bogi tjáði sig aldrei opinberlega um þessa skuld eftir að kaupum Icelandair á keppinautnum var rift. Þá þögn mátti skilja sem svo að WOW stæði í skilum við Isavia eða að skuldahalinn væri ekki langur líkt og Túristi fjallaði um í nóvember. Hörð gagnrýni forstjóra Icelandair á Isavia á föstudag staðfestir hins vegar veruleg vanskil og mun forsvarsfólk Isavia væntanlega þurfa að svara fyrir þau strax eftir helgi enda er Icelandair stærsti viðskiptavinur fyrirtækisins.

Það er reyndar ekki óþekkt að ríkið hlaupi undir bagga með flugfélögum og Icelandair hefur notið fyrirgreiðslu í gegnum árin. Þá var samkeppni í flugi til og frá landinu þó varla til staðar og eins voru ríkisstyrkirnir opinberir. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem fer með hlut ríkisins í Isavia, gæti því þurft að tjá sig um þessa ríkisaðstoð sem WOW air virðist nú njóta og forstjóri Icelandair setur nú út á.

Nýtt efni

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …