Samfélagsmiðlar

Fleiri íslenskir hótelgestir í Berlín

Íslendingar keyptu nærri 50 þúsund gistinætur í þýsku höfuðborginni í fyrra.

Frá Berlín.

Flugsamgöngurnar milli Íslands og Berlínar voru tíðari í fyrra því þá flugu bæði Icelandair og WOW air til borgarinnar allt árið um kring. Þotur WOW lentu við Schönefeld á meðan Tegel er heimahöfn Icelandair í borginni en þangað hóf félagið áætlunarflug á ný í lok þarsíðasta árs. Eins og sjá má á nýlegri samantekt Túrista þá var WOW mun umsvifameira í Berlínarfluginu því um 85 þúsund farþegar nýttu sér ferðir félagsins frá Schönefeld en rétt um 35 þúsund flugu með Icelandair.

Þessar góðu samgöngur til Berlínar hafa greinilega ýtt undir ferðalög Íslendinga þangað því fjöldi íslenskra hótelgesta í þýsku höfuðborginni fór upp í 15 þúsund í fyrra. Það er aukning um tíund frá árinu 2017 og voru gistinæturnar rétt tæplega 50 þúsund talsins. Íslendingarnir gista því að jafnaði í 3,3 nætur í borginni sem er hálfri nótt lengri tími en meðal evrópski túristinn gefur sér í Berlín.

Í ljósi þess að WOW air er nú horfið af markaðnum dregst framboð á flugi  til Berlínar þónokkuð saman í ár. Icelandair hafði þó áður en keppinauturinn hvarf af sjónarsviðinu boðað fleiri ferðir til Berlínar. Ekkert annað flugfélag hefur gert sig líklegt til að fylla upp í það skarð sem WOW skilur eftir sig í þýsku höfuðborginni. Þar er easyJet þó mjög umsvifamikið en þetta breska lággjaldaflugfélag hefur haldið úti flugi til Íslands frá Bretlandi og Sviss um árabil.

 

Nýtt efni

Það er mat Standard & Poor's að Grikkland hafi loks bundið enda á skulda- og bankakreppuna sem reið yfir landið fyrir 15 árum síðan. Hin gríska skuldakreppa gekk nærri evrusamstarfinu á sínum tíma en úr var að Grikkland fékk 50 milljarða króna lán úr stöðugleikasjóði Evrópusambandsins. Sú upphæð fór í einskonar gríska bankasýslu sem lagði …

Umtalsverður samdráttur hefur orðið í vínútflutningi Nýsjálendinga að undanförnu. Verð hefur lækkað og minna selst á mikilvægustu markaðssvæðum. Áhugi á nýsjálenskum vínum náði hámarki um mitt árið 2023 en leiðin hefur legið niður á við síðustu mánuði, eins og tölur frá uppgjörsárinu sem lauk í júní sýna glögglega. Verðmæti nýsjálenskra vína minnkaði um 12,2% frá …

Stjórnendur Play gera ekki ráð fyrir að fjölga þotunum í flotanum á næsta ári en það er engu að síður þörf á nýjum flugmönnum. Play hefur því auglýst til umsóknar lausar stöður flugmanna og rennur fresturinn til að sækja um út í byrjun desember. Ekki liggur fyrir hversu margir verða ráðnir samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. …

Nýr forsætisráðherra Frakklands, Michel Barnier, er ekki sáttur við stöðu innflytjendamála í landinu og vill herða tökin. Endurspeglar hann þar stöðugt háværari umræðu í landinu um fjölda innflytjenda. Meginþunginn í stefnuræðu Barnier á þinginu fyrr í vikunni var á stöðu efnahagsmála, hvernig stöðva þyrfti skuldasöfnun, skera niður útgjöld og hækka skatta. En hann ræddi líka …

Í lok október þyngist flugumferðin milli Íslands og Bretlands enda fjölmenna Bretar hingað til lands yfir vetrarmánuðina. Breska flugfélagið Easyjet hefur verið stórtækast í flugi milli landanna tveggja á þessum árstíma en félagið hefur nú skorið niður áætlunina þónokkuð frá síðasta vetri. Til viðbótar við þennan niðurskurð á Keflavíkurflugvelli þá hefur Wizz Air fellt niður …

Toyota Motor hefur ákveðið að fresta framleiðslu rafbíla í Bandaríkjunum vegna þess að dregið hefur úr eftirspurn. Viðskiptavefur Nikkei greinir frá því að framleiðslan hefjist ekki fyrr en á fyrri hluta árs 2026. Framleiðandinn á að hafa greint birgjum nýverið frá því að það drægist að hefja smíði fyrsta rafbílsins, þriggja sætaraða sportjeppa, í verksmiðju …

Hið konunglega hollenska flugfélag, KLM, boðar aðgerðir til að ná niður kostnaði til að vega upp á móti almennum verðlagshækkunum. Í tilkynningu segir að þetta hafi í för með sér samdrátt í fjárfestingum, einfaldara skipulag, aukna kröfu um framleiðni og almennar sparnaðaraðgerðir. „Flugvélarnar okkar eru fullar en framboðið er enn þá minna en það var …

Á miklum óvissutímum fyrir botni Miðjarðarhafs vegna stríðsátaka, sem hafa mikil áhrif á flugsamgöngur, tilkynnir bandaríska flugfélagið Delta Air Lines um samstarf við Saudia Airlines, þjóðarflugfélag Sádi-Arabíu. Markmiðið er að fjölga ferðamöguleikum á milli Bandaríkjanna og Miðausturlanda. Um er að ræða samkomulag (codeshare agreement) um að deila áætlunum og útgefnum flugmiðum. Viðskiptavinir geta þá framvegis …