Samfélagsmiðlar

Fljúga daglega frá Minneapolis og New York í sumar

Í vikulok hefjast sumarferðir Delta Air Lines frá Minneapolis til Íslands. Félagið býður jafnframt upp á heilsársflug hingað frá New York. Samtals verða sæti fyrir 5400 farþega í viku hverri frá borgunum tveimur.

Boeing 757-200 þota Delta á Keflavíkurflugvelli.

Fjögur stærstu flugfélög Norður-Ameríku fljúga öll hingað til lands en Delta Air Lines var fyrst þeirra til að hefja Íslandsflug og er jafnframt það eina sem flýgur hingað allt árið. Frá JFK flugvelli í New York koma þotur félagsins nefnilega allan ársins hring og á sumrin bætist við daglegt flug frá Minneapolis. Á föstudaginn er komið að fyrstu áætlunarferð ársins þaðan og þar með verða brottfarir Delta frá Keflavíkurflugvelli tvær á dag næstu mánuði.

„Alls býður Delta 5.400 flugsæti á viku milli Íslands og Bandaríkjanna í sumar, þegar eftirspurnin er hvað mest,“ segir Roberto Ioriatti, framkvæmdastjóri Atlantshafsflugs Delta Air Lines. „Við reynum að skera okkur úr með fjölbreyttum þægindum og þjónustu meðan á fluginu stendur til að gera sérhverja ferð að ánægjulegri upplifun, og þeir sem greiða lægstu fargjöldin eru þar ekki undanskildir.“

Bandaríkjamenn eru fjölmennastir erlendra ferðamanna hér á landi. Frá því í mars 2018 til febrúar á þessu ári komu 685.000 þeirra með flugi. Delta vonast til að með sumaráætlun sinni, þar með talið 193 sætum í daglegu flugi frá Minneapolis, leggi félagið sitt lóð á vogarskálarnar fyrir íslenska ferðaþjónustu samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu.

Icelandair hefur lengi flogið til Minneapolis og kannast ófáir Íslendingar við Mall of America, helstu verslunarmiðstöð borgarinnar. Í nágrenni við Minneapolis og systurborgina St. Paul bjóðast líka fjölbreyttir möguleikar fyrir útivistarfólk allan ársins hring. Kajaksiglingar eru vinsælar, enda státar Minnesota af 10 þúsund vötnum. Til fjalla finnast flúðasiglingar og fallahjólreiðar ásamt þúsundum kílómetra af göngustígum með stórkostlegu útsýni í kaupbæti.

Innifalið í fargjaldinu með Delta til Bandaríkjanna á öllum farrýmum eru veitingar um borð, þar á meðal máltíðir, vín, bjór, freyðivín, gosdrykkir og að sjálfsögðu úrvals þjónusta. Allir farþegar hafa aðgang að afþreyingarkerfi og geta nýtt sér ókeypis samskiptatengingar með Messenger, WhatsApp og iMessage. Hægt er að tengjast háhraða interneti gegn vægu gjaldi. Enn meiri þægindi og úrval bjóðast svo á Delta Comfort+ og DeltaOne farrýmunum segir i tilkynningu.

Nýtt efni

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hagnaðurinn á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30% milli ára og var EBITDA félagsins 3,1 milljarður króna og jókst um fjórðung. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …