Samfélagsmiðlar

Tvöfalt fleiri ferðamenn miðað við ársbyrjun 2015

Þó færri útlendingar hafi lagt leið sína hingað í ár í samanburði við síðustu tvö ár þá er aukningin hins vegar mikil þegar horft er lengra aftur í tímann. Gera má ráð fyrir að í mesta lagi sjöundi hver ferðamaður í ár hafi komið hingað með WOW.

Það sem af er ári hafa 588 þúsund erlendir farþegar flogið frá Keflavíkurflugvelli og nemur samdrátturinn um átta af hundraði miðað við fyrstu fjóra mánuðina í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Í samanburði fyrsta þriðjung ársins 2017 þá er samdrátturinn líka þónokkur en ef litið er lengra aftur í tímann er þróunin önnur. Ferðamannahópurinn hefur til að mynda stækkað um helming frá árinu 2016 og tvöfaldast í samanburði við fyrstu fjóra mánuðina 2015. Munurinn er margfaldur þegar litið er til áranna þar á undan eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan.

Þar sést líka hversu stór stökkin hafa verið síðustu ár og sérstaklega árið 2017 þegar ferðamannafjöldinn, fyrstu fjóra mánuðina, fór upp um nærri sextíu af hundraði. Þá var WOW air á miklu flugi og hafði rekstur þess skilað hagnaði árið á undan. Nú liggur það hins vegar fyrir að vanskil WOW air á Keflavíkurflugvelli hófust í seinni hluta árs 2017 og þá var félagið var rekið með töluverðu tapi. Á sama hátt og rekja má aukninguna á þessum árum að miklu leyti til WOW þá skrifast niðursveiflan í ár á fall félagsins en rekstur þess stöðvaðist í lok mars. Fyrirtækið hafði þó skorið verulega niður flugáætlun sína í ár og þróunin var því fyrirséð að nokkru leyti.

Farþegatölur WOW fyrir mars mánuð voru aldrei birtar en miðað við fjölda flugferða í þeim mánuði og fjölda farþega í janúar og febrúar þá má gera ráð fyrir að á bilinu 70 til 90 þúsund erlendir ferðamenn hafi flogið hingað með WOW í ár ef gert er ráð fyrir að vægi erlendra ferðamanna í farþegahópnum hafi verið álíka og það var í fyrra. Til að brúa það bil, fyrstu fjóra mánuðina á næsta ári, þá þarf að bæta að minnsta kosti 5 til 7 farþegaflugum á dag við áætlun Keflavíkurflugvallar ef allt annað helst óbreytt.

Nýtt efni

Margir sem eru að basla í ferðaþjónustu fjarri höfuðborgarsvæðinu horfa öfundaraugum til Suðurlands, sem nýtur nálægðar við Keflavíkurflugvöll og Reykjavík - og státar af áfangastöðum sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja og hafa verið mjög vel kynntir síðustu áratugi.   Það er stöðugur straumur ferðamanna um Suðurland, meðfram „gullströndinni,“ sem hótelhaldarinn fyrir austan nefndi svo - …

Löngu áður en hið svokallaða „Bulletproof“ kaffi leit dagsins ljós settu Tíbetar smjörklípu út í morgunteið sitt til að byrja daginn á rjúkandi og næringarríkan hátt. Í köldu háfjallalofti Himalaja-fjallanna hefur þessi salti, rjómakenndi og hitaeiningaríki drykkur orðið að daglegri hefð sem er ómissandi í matarmenningu þjóðarinnar.Á máli heimamanna nefnist drykkurinn „po cha,“ sem einfaldlega …

Í nærri fimmtán hafa Icelandair og bandaríska flugfélagið Jetblue átt í samstarfi sem gerir viðskiptavinum þeirra kleift að kaupa tengiflug með hinu félaginu á einum miða og innrita farangur alla leið. Þannig getur farþegi sem ætlar héðan til Orlando í sumar keypt farið alla leið hjá Icelandair þó flogið sé með Jetblue seinni legginn, frá …

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …