Samfélagsmiðlar

Lægra herbergjaverð en hærri gistitekjur

Nýting á hótelum Icelandair jókst umtalsvert í maí þrátt fyrir samdrátt í fjölda ferðamanna. Skrifast þetta helst á fleiri ráðstefnu- og hvataferðahópa. „Við þurfum einfaldlega að sjá sóknarfæri í fækkun ferðamanna," segir Hildur Ómarsdóttir hjá Icelandair hótelunum.

Gistinóttum á Icelandair hótelunum fjölgaði um 31 prósent í maí. Ferðafólki fækkaði hins vegar um 24 prósent.

Þó erlendu ferðafólki hér á landi hafi fækkað um nærri fjórðung í maí þá jókst herbergjanýtingin á hótelum Icelandair umtalsvert í mánuðinum eða úr 73 prósentum í 83 prósent. Þetta mátti sjá í mánaðarlegum flutningatölum Icelandair Group sem birtar voru fyrir helgi og vakti þessi aukna nýting athygli meðal fagfólks í ferðaþjónustu. Þróunin var nefnilega önnur á mörgum öðrum hótelum samkvæmt viðmælendum Túrista.

„Það er rétt að við náðum góðri nýtingu í maímánuði hjá Icelandair hótelum. Sérstaklega fyrir tilstillan aukningar í ráðstefnu- og hvataferðahópum. Verðlagning hótelanna er í höndum tekjustýringar sem lagar verð að framboði og eftirspurn hverju sinni. Þannig lækkaði meðalverð í maí mánuði hjá okkur um 6 prósent miðað við maí í fyrra en gistitekjur hækkuðu engu að síður um 8 prósent, sem er einstaklega ánægjulegur árangur í harðnandi umhverfi,“ segir Hildur Ómarsdóttir, forstöðumanns þróunar- og markaðssviðs Icelandair hótelanna, í svari til Túrista.

Hún segir fjölgun gesta í ráðstefnu- og hvataferðum vera í takt við stefnu fyrirtækisins um fleiri betur borgandi ferðamenn. Þetta séu hópar sem dvelja lengur, greiða hærra gistiverð og nýta sér aðra þjónustu t.d. fundaraðstöðu, veitingastaði og afþreyingu.

Herbergjanýtingin jókst ekki aðeins á Icelandair hótelunjum í Reykjavík heldur líka á landsbyggðinni og samtals var söluaukningin í gistinóttum talið nærri þriðjungur í maí. „Viðskiptin koma ýmist beint til okkar erlendis frá og mikið til í gegnum öfluga sölukanala Hilton Worldwide, en þrjú af sex hótelum í Reykjavík eru með sérleyfi á notkun vörumerkjanna þeirra,“ segir Hildur.

Stóran hluta af fækkun ferðamanna í maí má rekja til falls WOW air en félagið stóð til að mynda fyrir nærri átta hundruð áætlunarferðum til landsins í maí í fyrra. Hildur segir hins vegar að fram til þessa hafi brotthvarf flugfélagsins ekki haft teljandi áhrif á eftirspurn eða nýtingu hjá Icelandair hótelunum. „Við tökum engu að síður undir eftirsjá af flugfélaginu á markaði.“

Hildur segir góðan gang í bókunum um þessar mundir og horfur góðar fyrir komandi sumarvertíð. „Fyrirséður aukinn samdráttur í flugi til landsins í haust er hinsvegar áhyggjuefni fyrir komandi vetur,“ segir Hildur og segir mikilvægt að hagsmunaðilar snúi bökum saman nú þegar harðnar á dalnum. Það verði til dæmis gert, að hennar mati, með mótun markvissar stefnu um uppbyggingu áfangastaðarins og í framhaldinu markaðssetningu með samhljómi við setta stefnu. „Við þurfum einfaldlega að sjá sóknarfæri í fækkun ferðamanna til landsins og leita leiða til að hámarka viðskiptin með því að sækja markvisst á nýja markhópa og standa undir væntingum þeirra.“

Söluferli Icelandair hótelanna sem hófst síðastliðið sumar hefur dregist á langinn en áformað er að ljúka því í síðasta lagi í lok þessa mánaðar. Icelandair mun þó áfram eiga fimmtungshlut í fyrirtækinu samkvæmt því sem fram kom í tilkynningu frá fyrirtækinu í vor.

Nýtt efni

Margir sem eru að basla í ferðaþjónustu fjarri höfuðborgarsvæðinu horfa öfundaraugum til Suðurlands, sem nýtur nálægðar við Keflavíkurflugvöll og Reykjavík - og státar af áfangastöðum sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja og hafa verið mjög vel kynntir síðustu áratugi.   Það er stöðugur straumur ferðamanna um Suðurland, meðfram „gullströndinni,“ sem hótelhaldarinn fyrir austan nefndi svo - …

Löngu áður en hið svokallaða „Bulletproof“ kaffi leit dagsins ljós settu Tíbetar smjörklípu út í morgunteið sitt til að byrja daginn á rjúkandi og næringarríkan hátt. Í köldu háfjallalofti Himalaja-fjallanna hefur þessi salti, rjómakenndi og hitaeiningaríki drykkur orðið að daglegri hefð sem er ómissandi í matarmenningu þjóðarinnar.Á máli heimamanna nefnist drykkurinn „po cha,“ sem einfaldlega …

Í nærri fimmtán hafa Icelandair og bandaríska flugfélagið Jetblue átt í samstarfi sem gerir viðskiptavinum þeirra kleift að kaupa tengiflug með hinu félaginu á einum miða og innrita farangur alla leið. Þannig getur farþegi sem ætlar héðan til Orlando í sumar keypt farið alla leið hjá Icelandair þó flogið sé með Jetblue seinni legginn, frá …

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …