Samfélagsmiðlar

Vilja að áhafnir Icelandair séu á íslenskum samningum

Forstjóra Icelandair Group hugnast ekki að ráða starfsfólk á lakari kjörum út í heimi. Hann segir þó mikilvægt að tryggja samkeppnishæfni félagsins og það sé staðreynd að kjarasamningar keppinauta séu oft hagstæðari en Icelandair býðst. Jafnvel þó um hafi verið að ræða annan íslenskan flugrekanda.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.

„Almennt séð horfum við til þess að við erum íslenskt félag og að áhafnir borgi skatta og skyldur á Íslandi,” segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, aðspurður um hvort kjarasamningar leyfi félaginu að leigja eða ráða flugliða erlendis frá líkt og sumir keppinautar gera. Þannig geta stjórnendur skandinavíska flugfélagsins SAS nýtt erlendar áhafnir og leiguflugfélög upp að vissu marki. Það starfsfólk nýtur til dæmis ekki sambærilegra lífeyrisréttinda og fastráðnir skandinavískir starfsmenn.

Í nýafstaðinni kjaradeilu flugmanna SAS var meðal annars deilt um þessa heimild því yfirmenn flugfélagsins sóttust eftir að auka kvótann. Og þá aðallega til að geta nýtt betur hið nýja dótturfélag á Írlandi sem sinnir hluta af áætlunarflugi SAS frá Spáni og Bretlandi til Skandinavíu. Hjá finnska flugfélaginu Finnair, sem er stórtækt í flugi til Asíu, er þónokkur hluti áhafnarmeðlima með erlenda starfssamninga.

Þessi rótgrónu norrænu flugfélög, sem að hluta til eru í opinberri eigu, leita því ekki aðeins eftir heimafólki til starfa. Þetta er að hluta til í anda þess sem Skúli Mogensen, fyrrum forstjóri WOW air, hélt fram í vikunni. Að hans mati er mikilvægt fyrir íslenskt flugfélag að vera með hluta af starfsfólkinu á erlendum ráðningasamningum.

Þetta fyrirkomulag höfðar þó ekki til forstjóra Icelandair sem ítrekar að markmiðið sé að starfsfólk Icelandair borgi skatta og skyldur á Íslandi. Hann segir það þó staðreynd að tryggja verði og styrkja samkeppnishæfni félagsins. Bogi nefnir sem dæmi að hluti áhafna WOW air hafi verið með umtalsvert lægri laun en þeir starfsmenn Icelandair sem þó voru í sama stéttarfélagi. Eins verði að horfa til þess að eftir brotthvarf WOW air þá er Wizz Air nú næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli en það gerir nær eingöngu út frá Austur-Evrópu þar sem kjör eru mun lakari en hér á landi.

„Flugrekstur frá Íslandi er krefjandi, meðal annars vegna þess hversu hár launakostnaður er. Eitt mikilvægasta verkefnið í starfsmannamálum Icelandair er að auka nýtingu áhafna. Hún er of lág miðað við flesta samkeppnisaðila og mörg tækifæri eru til staðar til að gera betur án þess að auka álag mikið. Það er jafnframt mikil árstíðasveifla í rekstri okkar og við þurfum að lækka launakostnað félagsins á heilsársgrunni. Í góðu samstarfi við stéttarfélögin verðum við að búa til aukinn sveigjanleika í kerfið,” segir forstjóri Icelandair.

Hann segir gott samstarf við stéttarfélög flugstétta vera forsendu þess að Icelandair hafi undanfarið getað leigt flugvélar tímabundið, ásamt áhöfnum, til að fylla það skarð sem kyrrsetning Boeing MAX þotanna hefur valdið í sumaráætluninni.

En líkt og Túristi greindi frá í byrjun vikunnar þá á félagið von á sinni fyrstu Airbus leiguvél innan skamms. Bogi staðfestir að gengið hafi verið frá leigusamningi í gær og um sé að ræða 150 sæta Airbus A319 þotu sem mönnuð verður erlendri áhöfn en með fulltrúa frá Icelandair um borð. „Þessi ráðstöfun er gerð í góðri sátt við stéttarfélög,” segir Bogi í lokin. Airbus þotan verður nýtt í áætlunarflug Icelandair frá 20. júní og út ágúst.

Nýtt efni

Heldur færri beiðnum um vegabréfsáritun var hafnað á Schengen-svæðinu 2023 miðað við árið á undan, 1,6 milljónum eða 15,8 prósentum af heildarfjölda áritana í stað 17,9 prósenta. Flestum beiðnum var að venju hafnað í Frakklandi eða 436.893, samkvæmt frétt SchengenNews, en Frakkar taka líka við flestum beiðnum. Þau ríki sem koma næst á eftir á …

Þegar nýtt íslenskt flugfélag fer í loftið þá er Kaupmannahöfn ávallt meðal fyrstu áfangastaða. Þannig var það í tilfelli Iceland Express, sem þó var ekki fullgilt flugfélag, Wow Air og Play. Hjá öllum þremur var stefnan ekki sett á Stokkhólm fyrr en fleiri þotur höfðu bæst í flotann. Play fór sína fyrstu ferð til sænsku …

Árið 2023 varð landsvæði sem nam tvöfaldri stærð Lúxemborgar eldum að bráð í Evrópu - meira en hálf milljón hektara gróðurlendis eyðilagðist. Samkvæmt upplýsingum Evrópska upplýsingakerfins um gróðurelda (European Forest Fire Information System - EFFIS) voru 37 prósent umrædds lands þakin runnum og harðblaðaplöntum en á 26 prósentum óx skógur.  Auk gríðarlegs tjóns vistkerfisins fylgdu …

Kopar er nú meðal eftirsóttustu hráefna í iðnaði og verð á honum hækkar ört - svipað og gerðist með hráolíuna á áttunda áratugnum eftir að olíuframleiðendur í Arabalöndunum settu viðskiptabann á Bandaríkin og bandalagsríki þeirra vegna stuðnings við Ísrael í Yom Kippur-stríðinu. Mikil hækkun á verði kopars á mörkuðum skýrist raunar að hluta af auknum …

Ísland komst fyrst á kortið hjá United Airlines vorið 2018 þegar félagið hóf áætlunarflug hingað frá New York. Síðar bætti bandaríska flugfélagið við ferðum hingað frá Chicago og í báðum tilvikum voru brottfarir í boði frá frá vori og fram á haust. Í fyrra varð ekkert út Íslandsflugi United frá New York en í lok …

Ferjan Sæfari leggst að bryggju í Sandvík, þorpi Grímseyjar, um hádegisbil eftir um þriggja klukkustunda siglingu frá Dalvík. Ferjan stoppar ekki lengi í eyjunni í þetta sinn heldur leggur aftur af stað frá Grímsey klukkan 14. Dagsferðalangar í Grímsey á veturna stoppa því aðeins í tæpar tvær klukkustundir í eyjunni en leggja á sig meira …

Mótun ferðamálastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira en 100 manns að þeirri vinnu. Drög að tillögu til þingsályktunar voru birti í febrúar og …

Þrátt fyrir takmarkað framboð á flugi innan Evrópu þá eru fargjöld ekki á uppleið og verðþróunin er neytendum í hag nú í sumarbyrjun að sögn forstjóra og fjármálastjóra Ryanair sem kynntu nýtt ársuppgjör félagsins nú í morgun. Reikningsár þessa stærsta lágfargjaldaflugfélags Evrópu lauk í lok mars sl. og þar var niðurstaðan hagnaður upp á 1,9 …