Samfélagsmiðlar

Ballarin fundar um endurreisn WOW í Reykjavík

Bandaríska afthafnakonan Michele Ballarin er stödd hér á landi og hefur fengið Gunnar Stein Pálsson almannatengil í lið með sér.

WOW þota á Stansted flugvelli í London.

Þó skiptastjórar WOW air hafi rift kaupsamningi sínum við Michele Ballarin, á helstu eignum þrotabúsins, þá vinnur hún ennþá að stofnun nýs félags á grunni WOW air. Og það er ástæða þess að Ballarin er núna stödd hér á landi og fundar með frammáfólki í íslenskri ferðaþjónustu og viðskiptalífi samkvæmt heimildum Túrista. Í föruneyti hennar er sem fyrr lögmaðurinn Páll Ágúst Ólafsson en einnig Gunnar Steinn Pálsson almannatengill. Í samtali við Túrista staðfesti Gunnar Steinn að hann ynni „með“ Michele Ballarin en vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um málið. Gunnar Steinn hefur síðustu áratugi verið einn þekktasti almannatengill landsins og meðal annars unnið fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrum forseta. Auk þess var hann ráðgjafi fyrir bankastjóra Kaupþings fyrir hrun og Hannes Smárason.

Líkt og Ballarin lýsti í tveggja opnu viðtali við viðskiptakálf Morgunblaðsins þann 24. júlí þá hyggst hún í félagi við fleiri fjárfesta setja um 12 milljarða króna í endurreisn WOW air. Fyrstu skref munu vera að hefja flug milli Bandaríkjanna og Íslands. Þar á meðal frá Dulles flugvelli við Washington borg þar sem ætlunin var að opna höfuðstöðvar flugfélagsins og sérstaka WOW air biðstofu. Við þessi áform könnuðust flugmálayfirvöld í bandarísku höfuðborginni ekki líkt og Túristi hefur áður greint frá.

 

 

Nýtt efni

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …