Samfélagsmiðlar

Neikvæð áhrif á hverja MAX vél miklu hærri hjá Icelandair

Að mati stjórnenda Icelandair þá er tjón félagsins vegna kyrrsetningar Boeing MAX þotanna umtalsvert meira en hjá Norwegian. Það félag var þó með þrefalt fleiri MAX þotur þegar flugbannið var sett á í mars.

Fjórar af Boeing MAX þotum Icelandair.

Icelanda­ir tapaði um um 11 millj­örðum króna á fyrri helmingi ársins sam­kvæmt uppgjöri sem félagið birti í gærkvöld. Tapið var tæplega helmingi meira en á sama tíma í fyrra og hátt í sexfalt hærra en á fyrri hluta árs 2017. Nei­kvæð áhrif af kyrr­setn­ingu Boeing MAX þota félagsins er metin á um það bil sex millj­arða króna á öðrum árs­fjórðungi. Það eru um 670 milljónir kr. á hverja af þeim níu MAX þotum sem félagið hugðist nota í sumaráætlun sinni.

Þetta eru miklu meiri áhrif en stjórnendur Norwegian gerðu ráð fyrir vegna þotanna í uppgjöri sínu fyrir fyrri helmingi ársins. Þar eru áhrifin af kyrrsetningunni metin á um 5,5 milljarðar króna. Norwegian hafði fengið 18 MAX þotur afhentar þegar flugbannið var sett á um miðjan mars. Tapið á hverja kyrrsetta MAX þotu er því um 305 milljónir króna hjá Norwegian eða ríflega helmingi minna en hjá Icelandair.

Um áramót gerðu áform Norwegian ráð fyrir að félagið hefði 34 MAX þotur í rekstri og að neikvæð áhrif á reksturinn myndu nema um 10 milljörðum í ár. Heildartjón Icelandair vegna kyrrsetningar er hins vegar metið á um 17 milljarða króna í ár og fréttum Rúv sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að ætlun væri að fá allt tjónið bætt frá Boeing.

 

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …