Samfélagsmiðlar

Hagstæðara að fljúga til Grænlands frá Reykjavík

Flugið innanlands og til Grænlands helst í hendur hjá Air Iceland Connect þar sem sömu flugvélar og áhafnir eru nýttar. Þar með er óhagræði í því fyrir félagið að fljúga til Grænlands frá Keflavíkurflugvelli. Farþegum á leið til Grænlands frá Íslandi fækkað aðeins í fyrra.

Air Iceland Connect hyggst auka umsvif sín í Grænlandsflugi þegar nýir flugvellir verða teknir í notkun á Grænlandi eftir fjögur til fimm ár. Þetta hefur grænlenska blaðið Sermitsiaq eftir Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra flugfélagsins. Rúv greindi fyrst frá.

Reykjavíkurflugvöllur hefur verið helsta samgöngumiðstöðin fyrir áætlunarferðir Air Iceland Connect til Grænlands. Þar með geta farþegar sem koma hingað frá öðrum löndum, til dæmis með Icelandair, ekki flogið beint frá Keflavíkurflugvelli áfram til Grænlands með Air Iceland Connect. Aftur á móti býður Air Greenland upp á beint flug frá Keflavíkurflugvelli til Nuuk, höfuðstaðs Grænlands.

„Við höfum haldið Grænlandsfluginu okkar frá Reykjavík í gegnum tíðina af tvennum ástæðum aðallega. Annars vegar er það hagkvæmara fyrir okkur því þar erum við með okkar aðalstöðvar og notum sömu flugvélar og mannskap í bæði innanlandsflug og til Grænlands. Það er því töluvert óhagræði í því fyrir okkur að fljúga frá Keflavíkurflugvelli til Grænlands í stað Reykjavíkur. Hinsvegar eru flestir okkar farþegar að tengja saman dvöl á Íslandi og á Grænlandi og gista þá í eða nálægt Reykjavík. Það er því hentugra fyrir þá að fara þaðan en frá Keflavíkurflugvelli. Þessi ástæða er þó ekki eins mikilvæg eins og sú fyrri,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, aðspurður um af hverju flogið er til Grænlands er út frá Reykjavík en ekki Keflavíkurflugvelli.

„Hvernig framtíðin í þessu lítur út er óráðið en þetta er ástæðan fyrir því að þetta er svona eins og það er í dag,“ bætir Árni við.

Samkvæmt nýrri samantekt ferðamálayfirvalda á Grænlandi þá flutti Air Iceland Connect aðeins færri farþega til landsins í fyrra en árin á undan eins og sjá má hér fyrir neðan. Í skýrslunni eru leiddar líkur að því að niðursveiflan skrifist á hækkandi fargjöld og jafnvel minnkandi eftirspurn eftir ferðalögum til Íslands.Ferðafólki á Grænlandi fjölgaði þó þrjá af hundraði í fyrra sem er nokkru minni vöxtur er árin á undan þegar aðeins er horft til þeirra sem koma til landsins með flugi. Farþegar skemmtiferðaskipa eru þá ekki meðtaldir.

 

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …

Þegar landamæri opnuðu á ný eftir heimsfaraldurinn fylltust þoturnar og flugfélögin gátu hækkað farmiðaverðið það mikið að mörg þeirra skiluðu í fyrra meiri hagnaði en oft áður. Hækkandi tekjur af hverju flugsæti náðu þannig að vega upp á móti háu olíuverði, hækkandi launakostnaði og aukinni verðbólgu. Núna eru hins vegar vísbendingar um að hinni uppsöfnuðu …