Samfélagsmiðlar

Komu þotunum hratt en ekki örugglega í loftið

Innanhús samskipti milli sérfræðinga Boeing flugvélaframleiðandans gefa til kynna að þeir hafi ekki veitt eftirlitsstofnunum viðunandi upplýsingar um MAX þoturnar.

MAX þotur við verksmiðjur Boeing.

Það var stjórnendum Boeing greinilega mikið kappsmál að þeir flugmenn, sem reynslu höfðu af eldri gerðum af Boeing 737 þotum, þyrftu ekki að fara í gegnum þjálfun í flughermi áður en þeir settust undir stýri á nýju MAX þotunum. Og til að ná þessu fram virðast háttsettir starfsmenn flugvélaframleiðandans, þar á meðal yfirflugstjórar, ekki hafa komið hreint fram í samskiptum sínum við flugmálayfirvöld og flugfélög hér og þar um heiminn.

Hluti sérfræðinga Boeing dregur líka í efa að þoturnar séu öruggar. Þannig spyr starfsmaður Boeing samstarfsmann sinn hvort hann myndi fara með fjölskyldu sína um borð í MAX flugvél. Sá svaraði því neitandi.

Þetta er meðal þess sem lesa má í afritum af tölvupóstsamskiptum sérfræðinga flugvélaframleiðandans þar sem málefni MAX þotanna eru til umræðu. Þessi gögn voru afhend bandaríska þinginu nýverið og hafa fjölmiðlar víða um heim fjallað um þau síðastliðinn sólarhring.

Stjórnendur Boeing hafa beðist velvirðingar á orðbragðinu sem hluti sérfræðinga flugvélaframleiðandans notaði í samskiptum sínum tengslum við störf sín. Og þarna eru ekki aðeins að finna tölvupóstsendingar þar sem starfsmenn státa sig af því að komast hjá beiðnum um sérstaka þjálfun flugmanna. Einnig leynast dæmi um niðrandi orðalag í garð starfsmanna flugfélaga eins og Malindo Air, dótturfélags Lion Air, en MAX þota á vegum þess síðarnefnda fórst 29. október í hittifyrra með 189 manns innanborðs.

Í mars í fyrra hrapaði svo þota Ethiopian Airlines með 157 manns og í kjölfarið voru þoturnar kyrrsettar. Tíu mánuðum síðar varir flugbannið ennþá en Icelandair er eitt þeirra flugfélaga sem hafði fengið afhentar MAX þotur áður en kyrrsetning gekk í gegn. Hefur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagt stöðuna vegna ástandsins vera fordæmalausa.

 

Nýtt efni

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …