Samfélagsmiðlar

Vonar að Arion losi sig við Heimsferðir sem fyrst

Forstjóri Úrval-Útsýn telur óeðlilegt að þurfa að keppa við banka í sölu á sólarlandaferðum. Hún er líka gagnrýnin á endurkomu Andra Más Ingólfssonar og vísar í lágt hlutafé í nýju ferðaskrifstofunni hans.

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn.

Heimsferðir, Vita og Úrval-Útsýn eru þrjár stærstu ferðaskrifstofur landsins en sú fyrstnefnda er, ásamt fimm öðrum norrænum ferðaskrifstofum, í eigu Arion banka. Ástæðan er sú að síðastliðið sumar leysti bankinn til sín allar þær ferðaskrifstofur sem áður tilheyrðu Primera Travel samsteypu Andra Más Ingólfssonar, stofnanda Heimsferða.

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn, segist telja það óeðlilegt út frá samkeppnis sjónarmiðum að þurfa að keppa við banka. „Eins og þetta lítur út í dag er Arion banki að leigja flugvélar til að fljúga fólki í sólarlandaferðir,“ segir Þórunn og vísar til þess að nú hafa Heimsferðir gengið frá leigusamningi um afnot af flugvél ítalsks flugfélags í allt sumar. Samtals verða sæti fyrir um 34 þúsund manns, báðar leiðir. „Ég vona því að bankinn losi sig við Heimsferðir sem sem fyrst,“ segir Þórunn en hún vill ekki tjá sig um hvort Úrval-Útsýn hafi sýnt áhuga á kaupum á Heimsferðum.

Sem fyrr segir þá tók Arion yfir Heimsferðir í júní í fyrra en þá hafði Andri Már Ingólfssonar rekið fyrirtækið frá stofnun þess árið 1992. Andri Már hefur þó boðað endurkomu sína og er að setja á stofn nýja ferðaskrifstofu. „Mér finnst það með ólíkindum að Andri Már komi núna, korteri eftir að hafa misst ferðaskrifstofurnar til bankans, og ætli að hefja leik á ný eins og ekkert sé eðlilegra. Það er ekkert eðlilegt við það. Svo kemur Andri fram í fjölmiðlum og segir að hann sé fullfjármagnaður. Nýstofnaða fyrirtækið hans er með hlutafé upp á 500 þúsund krónur samkvæmt fyrirtækjaskrá,“ bendir Þórunn á máli sínu til stuðnings. „Þetta sýnir bara hvað þröskuldurinn er lágur í þessum rekstri og eitthvað bogið við kerfið.“

Í nýrri umfjöllun Túrista um ferðaskrifstofumarkaðinn var vísað til þess að þrjár stærstu ferðaskrifstofur landsins væru of litlar til að geta staðið sjálfar undir ferðum á eigin áfangastaði. Og það væri megin skýringin á því að farþegum Heimsferða, Vita og Úrval-Útsýn er oft flogið í sömu flugvélunum suður  á bóginn. Undir þetta tók Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóri Nazar, sem bauð upp á sólarlandaferðir héðan til Tyrklands fyrir nokkrum árum síðan.

Aðspurð um þetta atriði þá segist Þórunn geta geta tekið undir að þær stærstu séu of litlar að einhverju leyti. Hún fullyrðir þó að þau hjá Úrval-Útsýn gætu alltaf ákveðið að fara ein á einhvern ákveðinn áfangastað án þess að kaupa sæti af t.d. Icelandair eða Norwegian. „Það hefur einfaldlega verið nægt framboð að flugi til og frá landinu. Við erum alltaf að skoða nýja áfangastaði en við höfum þó ekki fundið nýjan góðan sem við teljum ákjósanlegan eins og árferðið er núna.“

Þórunn er aftur á móti ekki sammála því að Spánn sé erfiður og dýr markaður líkt og Yamanlar hélt fram. „Spánn ekki dýr markaður og við erum með mjög góða samninga á öllum okkar áfangastöðum þar í landi. Það er einnig mikill áhugi fyrir ferðalögum til Spánar sem skýrir meðal annars framboðið á flugi þangað.“

Þó Úrval-Útsýn setji stefnuna á nokkurn veginn sömu sólarstaði í sumar og undanfarin ár, að frátöldum ferðum til Madeira, þá er ferðaskrifstofan að feta sig inn á nýjar lendur. „Við erum að opna fyrstu raunverulegu netferðaskrifstofuna hér á landi þar sem hægt verður að bóka farmiða með öllum flugfélög. Tilgangurinn með þessari þjónustu er einfaldlega sá það bjóða fólki, sem vill ferðast á eigin vegum, að nýta sér kostina og öryggið sem fylgir því að versla við alíslenska ferðaskrifstofu eins og okkar. Í stað þess að þurfa að hringja í þjónustuver í fjarlægu landi ef eitthvað gerist eða jafnvel aldrei ná í neinn hjá þessu erlenda fyrirtæki sem ferðin var keypt af.

NÚ GETUR ÞÚ STUTT VIÐ ÚTGÁFU TÚRISTA

Nýtt efni
MYND: ÓJ

Nýbirt Þróunarvísitala ferðageirans (Travel & Tourism Development Index) fyrir árið 2024, sem Alþjóðaefnahagsráðið ( World Economic Forum) tekur saman annað hvert ár, sýnir að Ísland fellur niður listann um 10 sæti frá 2019 - í 32. sæti, Danmörk, Finnland og Svíþjóð eru töluvert ofar en Noregur er hins vegar ekki meðal þeirra 119 landa sem …

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar áformaði að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu úr 11 prósentum í 24 prósent um mitt árið 2018. Stjórnin sprakk hins vegar áður en málið fór í gegnum Alþingi. Samtök ferðaþjónustunnar börðust gegn þessari hækkun á sínum tíma og í morgun efndu samtökin til fundar í ljósi þess að „undanfarin misseri …

Ferðafólk fylgist með hval dregnum á land í Hvalfirði

Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands dagana 30. apríl til 7. maí 2024 eru 49 prósent aðspurðra því andvíg að leyfi Hvals hf. til veiða á langreyðum verði endurnýjað. Hins vegar eru 35 prósent aðspurðra því hlynnt. Beðið er ákvörðunar nýs matvælaráðherra. Meginniðurstöður könnunar Maskínu fyrir Náttútuverndarsamtök Íslands - MYND: Maskína Niðurstöður Matvælastofnunar í …

Eftir því var tekið þegar Jón Gnarr forsetaframbjóðandi lýsti undrun sinni á því, í kappræðum frambjóðenda á Stöð 2 á dögunum, að hann hefði aldrei verið spurður af neinum fjölmiðli út í viðhorf sín til umhverfismála. Þau væru jú einhvers stærstu mál samtímans. Hins vegar væri endalaust verið að tala um málskotsréttinn, sem forsetar beittu …

Ferðaþjónusta verður ein af þeim atvinnugreinum sem halda munu uppi norsku efnahagslífi þegar dregur úr vægi olíuvinnslu að mati Cecilie Myrseth, nýs viðskiptaráðherra Noregs. Hún segir ríkisstjórnina eiga að setja atvinnugreinina í forgang og fylgja þeim ráðum útflutningsráðs landsins að setja fókusinn á ferðamenn með „þykk veski." „Markmiðið á að vera að auka verðmætasköpunina í …

Heldur færri beiðnum um vegabréfsáritun var hafnað á Schengen-svæðinu 2023 miðað við árið á undan, 1,6 milljónum eða 15,8 prósentum af heildarfjölda áritana í stað 17,9 prósenta. Flestum beiðnum var að venju hafnað í Frakklandi eða 436.893, samkvæmt frétt SchengenNews, en Frakkar taka líka við flestum beiðnum. Þau ríki sem koma næst á eftir á …

Þegar nýtt íslenskt flugfélag fer í loftið þá er Kaupmannahöfn ávallt meðal fyrstu áfangastaða. Þannig var það í tilfelli Iceland Express, sem þó var ekki fullgilt flugfélag, Wow Air og Play. Hjá öllum þremur var stefnan ekki sett á Stokkhólm fyrr en fleiri þotur höfðu bæst í flotann. Play fór sína fyrstu ferð til sænsku …

Árið 2023 varð landsvæði sem nam tvöfaldri stærð Lúxemborgar eldum að bráð í Evrópu - meira en hálf milljón hektara gróðurlendis eyðilagðist. Samkvæmt upplýsingum Evrópska upplýsingakerfins um gróðurelda (European Forest Fire Information System - EFFIS) voru 37 prósent umrædds lands þakin runnum og harðblaðaplöntum en á 26 prósentum óx skógur.  Auk gríðarlegs tjóns vistkerfisins fylgdu …