Samfélagsmiðlar

Vonar að Arion losi sig við Heimsferðir sem fyrst

Forstjóri Úrval-Útsýn telur óeðlilegt að þurfa að keppa við banka í sölu á sólarlandaferðum. Hún er líka gagnrýnin á endurkomu Andra Más Ingólfssonar og vísar í lágt hlutafé í nýju ferðaskrifstofunni hans.

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn.

Heimsferðir, Vita og Úrval-Útsýn eru þrjár stærstu ferðaskrifstofur landsins en sú fyrstnefnda er, ásamt fimm öðrum norrænum ferðaskrifstofum, í eigu Arion banka. Ástæðan er sú að síðastliðið sumar leysti bankinn til sín allar þær ferðaskrifstofur sem áður tilheyrðu Primera Travel samsteypu Andra Más Ingólfssonar, stofnanda Heimsferða.

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn, segist telja það óeðlilegt út frá samkeppnis sjónarmiðum að þurfa að keppa við banka. „Eins og þetta lítur út í dag er Arion banki að leigja flugvélar til að fljúga fólki í sólarlandaferðir,“ segir Þórunn og vísar til þess að nú hafa Heimsferðir gengið frá leigusamningi um afnot af flugvél ítalsks flugfélags í allt sumar. Samtals verða sæti fyrir um 34 þúsund manns, báðar leiðir. „Ég vona því að bankinn losi sig við Heimsferðir sem sem fyrst,“ segir Þórunn en hún vill ekki tjá sig um hvort Úrval-Útsýn hafi sýnt áhuga á kaupum á Heimsferðum.

Sem fyrr segir þá tók Arion yfir Heimsferðir í júní í fyrra en þá hafði Andri Már Ingólfssonar rekið fyrirtækið frá stofnun þess árið 1992. Andri Már hefur þó boðað endurkomu sína og er að setja á stofn nýja ferðaskrifstofu. „Mér finnst það með ólíkindum að Andri Már komi núna, korteri eftir að hafa misst ferðaskrifstofurnar til bankans, og ætli að hefja leik á ný eins og ekkert sé eðlilegra. Það er ekkert eðlilegt við það. Svo kemur Andri fram í fjölmiðlum og segir að hann sé fullfjármagnaður. Nýstofnaða fyrirtækið hans er með hlutafé upp á 500 þúsund krónur samkvæmt fyrirtækjaskrá,“ bendir Þórunn á máli sínu til stuðnings. „Þetta sýnir bara hvað þröskuldurinn er lágur í þessum rekstri og eitthvað bogið við kerfið.“

Í nýrri umfjöllun Túrista um ferðaskrifstofumarkaðinn var vísað til þess að þrjár stærstu ferðaskrifstofur landsins væru of litlar til að geta staðið sjálfar undir ferðum á eigin áfangastaði. Og það væri megin skýringin á því að farþegum Heimsferða, Vita og Úrval-Útsýn er oft flogið í sömu flugvélunum suður  á bóginn. Undir þetta tók Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóri Nazar, sem bauð upp á sólarlandaferðir héðan til Tyrklands fyrir nokkrum árum síðan.

Aðspurð um þetta atriði þá segist Þórunn geta geta tekið undir að þær stærstu séu of litlar að einhverju leyti. Hún fullyrðir þó að þau hjá Úrval-Útsýn gætu alltaf ákveðið að fara ein á einhvern ákveðinn áfangastað án þess að kaupa sæti af t.d. Icelandair eða Norwegian. „Það hefur einfaldlega verið nægt framboð að flugi til og frá landinu. Við erum alltaf að skoða nýja áfangastaði en við höfum þó ekki fundið nýjan góðan sem við teljum ákjósanlegan eins og árferðið er núna.“

Þórunn er aftur á móti ekki sammála því að Spánn sé erfiður og dýr markaður líkt og Yamanlar hélt fram. „Spánn ekki dýr markaður og við erum með mjög góða samninga á öllum okkar áfangastöðum þar í landi. Það er einnig mikill áhugi fyrir ferðalögum til Spánar sem skýrir meðal annars framboðið á flugi þangað.“

Þó Úrval-Útsýn setji stefnuna á nokkurn veginn sömu sólarstaði í sumar og undanfarin ár, að frátöldum ferðum til Madeira, þá er ferðaskrifstofan að feta sig inn á nýjar lendur. „Við erum að opna fyrstu raunverulegu netferðaskrifstofuna hér á landi þar sem hægt verður að bóka farmiða með öllum flugfélög. Tilgangurinn með þessari þjónustu er einfaldlega sá það bjóða fólki, sem vill ferðast á eigin vegum, að nýta sér kostina og öryggið sem fylgir því að versla við alíslenska ferðaskrifstofu eins og okkar. Í stað þess að þurfa að hringja í þjónustuver í fjarlægu landi ef eitthvað gerist eða jafnvel aldrei ná í neinn hjá þessu erlenda fyrirtæki sem ferðin var keypt af.

NÚ GETUR ÞÚ STUTT VIÐ ÚTGÁFU TÚRISTA

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …