Samfélagsmiðlar

Meirihlutinn í Keahótelunum er ekki til sölu

Kaup fjárfesta frá Alaska á meirihluta í Keahótelunum er ein stærsta erlenda fjárfestingin í íslenskri ferðaþjónustu hingað til. Orðrómur um að Bandaríkjamennirnir ætli sér að selja hlut sinn í hótelunum og símafyrirtækinu Nova á ekki við rök að styðjast.

Exeter hótel í Tryggvagötu í Reykjavík er eitt af ellefu hótelum Keahótelanna.

Það var síðla sumars árið 2017 sem tilkynnt var um sölu á 75 prósent hlut í Keahótelum, þriðja stærsta hótelfyrirtæki landsins. Kaupandi var fjárfestingafélagið K Acquisitions en að baki því stendur fasteignafélagið JL Properties og eignastýringarfyrirtækið Pt Capital Advisors.

Hið fyrrnefnda eignaðist fjórðungs hlut í Keahóelunum en það síðarnefnda helming. Bæði fyrirtækin eru frá borginni Anchorage í Alaska  í Bandaríkjunum og fara þau jafnframt með meirihlutann í símafyrirtækinu Nova.

Fyrir JL Properties fara þeir Jonathan Rubini og Leonard Hyde, tveir ríkustu menn Alaska fylkis samkvæmt úttekt Forbes. Sá fyrrnefndi hefur verið stjórnarformaður Keahótelanna en í byrjun desember sl. var tilkynnt að Liv Bergþórsdóttir, fyrrum forstjóri Nova og stjórnarformaður WOW, hefði tekið við því hlutverki. Þá kom fram í fréttatilkynningu að hún myndi vinna með eigendum og stjórnendum félagsins að frekari uppbyggingu og þróun.

Þrátt fyrir þá yfirlýsingu hefur verið uppi orðrómur um að fjárfestarnir frá Alaska væru farnir að hugsa sér til hreyfings og hlutirnir í Nova og Keahótelunum væru því falir. Hugh Short, framkvæmdastjóri Pt Capital Advisors, segir þó ekkert til í því. „Við erum mjög ánægð með fjárfestingar okkar á Íslandi og engin áform uppi um að fara út úr þeim á næstunni,“ segir Short í svari til Túrista.

Keahótelin reka sjö hótel í Reykjavík og þar á meðal Hótel Borg við Austurvöll. Auk þess á fyrirtækið tvö hótel á Akureyri, eitt við Vík og annað við Mývatn.

Þessi umsvif gera Keahótelin að þriðja stærsta hótelfyrirtæki landsins. Umsvifamest á þeim markaði er hins vegar Íslandshótelin og þar á eftir kemur hótelrekstur Icelandair Group. Nýverið keypti dótturfélag malasísku samsteypunnar Berjaya 75 prósent hlut í hótelum Icelandair. Gert er ráð fyrir að gengið verði frá viðskiptunum í lok næsta mánaðar en upphaflega var stefnt að því að klára kaupin fyrir síðustu áramót.

NÚ GETUR ÞÚ STUTT ÚTGÁFU TÚRISTA

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …