Samfélagsmiðlar

Meirihlutinn í Keahótelunum er ekki til sölu

Kaup fjárfesta frá Alaska á meirihluta í Keahótelunum er ein stærsta erlenda fjárfestingin í íslenskri ferðaþjónustu hingað til. Orðrómur um að Bandaríkjamennirnir ætli sér að selja hlut sinn í hótelunum og símafyrirtækinu Nova á ekki við rök að styðjast.

Exeter hótel í Tryggvagötu í Reykjavík er eitt af ellefu hótelum Keahótelanna.

Það var síðla sumars árið 2017 sem tilkynnt var um sölu á 75 prósent hlut í Keahótelum, þriðja stærsta hótelfyrirtæki landsins. Kaupandi var fjárfestingafélagið K Acquisitions en að baki því stendur fasteignafélagið JL Properties og eignastýringarfyrirtækið Pt Capital Advisors.

Hið fyrrnefnda eignaðist fjórðungs hlut í Keahóelunum en það síðarnefnda helming. Bæði fyrirtækin eru frá borginni Anchorage í Alaska  í Bandaríkjunum og fara þau jafnframt með meirihlutann í símafyrirtækinu Nova.

Fyrir JL Properties fara þeir Jonathan Rubini og Leonard Hyde, tveir ríkustu menn Alaska fylkis samkvæmt úttekt Forbes. Sá fyrrnefndi hefur verið stjórnarformaður Keahótelanna en í byrjun desember sl. var tilkynnt að Liv Bergþórsdóttir, fyrrum forstjóri Nova og stjórnarformaður WOW, hefði tekið við því hlutverki. Þá kom fram í fréttatilkynningu að hún myndi vinna með eigendum og stjórnendum félagsins að frekari uppbyggingu og þróun.

Þrátt fyrir þá yfirlýsingu hefur verið uppi orðrómur um að fjárfestarnir frá Alaska væru farnir að hugsa sér til hreyfings og hlutirnir í Nova og Keahótelunum væru því falir. Hugh Short, framkvæmdastjóri Pt Capital Advisors, segir þó ekkert til í því. „Við erum mjög ánægð með fjárfestingar okkar á Íslandi og engin áform uppi um að fara út úr þeim á næstunni,“ segir Short í svari til Túrista.

Keahótelin reka sjö hótel í Reykjavík og þar á meðal Hótel Borg við Austurvöll. Auk þess á fyrirtækið tvö hótel á Akureyri, eitt við Vík og annað við Mývatn.

Þessi umsvif gera Keahótelin að þriðja stærsta hótelfyrirtæki landsins. Umsvifamest á þeim markaði er hins vegar Íslandshótelin og þar á eftir kemur hótelrekstur Icelandair Group. Nýverið keypti dótturfélag malasísku samsteypunnar Berjaya 75 prósent hlut í hótelum Icelandair. Gert er ráð fyrir að gengið verði frá viðskiptunum í lok næsta mánaðar en upphaflega var stefnt að því að klára kaupin fyrir síðustu áramót.

NÚ GETUR ÞÚ STUTT ÚTGÁFU TÚRISTA

Nýtt efni

„Samstarf fólks um allt land er forsenda þess að þróunin verði Grænlandi í hag. Ferðamenn virða ekki sveitamörk heldur eru með hugann allan við að njóta áfangastaða sinna. Þess vegna er svo brýnt að við sem áfangastaðurinn Grænland vinnum saman að því að bjóða upp á óaðfinnanlega og heildstæða upplifun - og náum saman, bæði …

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …