Samfélagsmiðlar

Segir óþarfa að ýkja framlag ferðaþjónustunnar

Alþjóðasamtök flugfélaga birtu í gær skýrslu um íslenskan flugrekstur og ferðaþjónstu. Hagfræðisprófessorinn Þórólfur Matthíasson segir ýmislegt við aðferðafræði skýrsluhöfunda að athuga.

Icelandair og IATA, alþjóða samtök flugfélaga, efndu til opins fundar í gær það sem meðal annars var kynnt ný skýrsla samtakanna um mikilvægi flugrekstrar og ferðaþjónustu fyrir þjóðarbúið. Í skýrslunni segir að samtals standi þessar greinar undir 72 þúsund störfum og vægi greinanna í vergri landsframleiðslu sé 38,3 prósent. Þessar tölur standast þó enga skoðun að mati Þórólfs Matthíassonar, hagfræðiprófessors við Háskóla Íslands.

„Samkvæmt Hagstofunni sveiflast starfsmannafjöldinn milli 25 og 30 þúsund yfir árið 2019. Fór lítilega hærra á árinu 2018 í einstökum mánuðum, t.d. júní, júlí, ágúst og september. Tölur IATA eru því tvöfalt til þrefalt hærri en raunveruleikinn segir til um hvað fjölda launþega áhrærir,“ segir Þórólfur í samtali við Túrista. Hann bendir jafnframt á að framlag ferðaþjónustunnar til vergrar landsframleiðslu sé rétt um 8 prósent en ekki 34,6 prósent eins og haldið er fram í skýrslu IATA.

Þórólfur segir að svo virðist sem útreikningarnir í skýrslu IATA byggi ekki á viðurkenndum aðferðum. „Aðferðafræði þeirra, að telja framlag grunnskóla- og leikskólakennara sem kenna börnum flugumferðarstjóra, flugstjóra og herbergisþerna til ferðaþjónustu er varhugaverð. Benda má á að ef aðferðafræði IATA væri beitt á sjávarútveg, álframleiðslu, sjóflutninga, opinbera þjónustu o.s.frv. fengist út heildartala fyrir afleidd störf sem störfuðu í öllum þessum atvinnugreinum sem er langt umfram raunverulegan fjölda starfa á Íslenskum vinnumarkaði,“ segir Þórólfur og bætir því við að framlag ferðaþjónustu til landsframleiðslu á Íslandi er verulegt. „Það er engin þörf á að ýkja neitt í þeim efnum.“

Nýjustu gögnin í skýrslu IATA byggja á tölum frá árinu 2018 en eins og ekki hefur farið framhjá nokkrum manni  þá breyttist margt í flugi og ferðaþjónustu við fall WOW air í mars í fyrra. Kyrrsetning MAX þotanna hefur líka haft sín áhrif og í fyrra fækkaði farþegum á Keflavíkurflugvelli um fjórðung og ferðamönnum fækkaði um fjórtán af hundraði.

Ekki er að finna neitt um þetta gjörbreytta landslag í skýrslu IATA og þar með ekki gerð tilraun til að leggja mat á hvert vægi flugreksturs og ferðaþjónustu er í dag. Því má líka halda til haga að ítrekað hefur það komið fram í máli forsvarsfólks Icelandair að framboðið og fargjöldin á árunum þegar vöxtur WOW var mestur hafi verið ósjálfbær.

Áhrifin af falli WOW og breytinga á leiðakerfi Icelandair koma líka skýrt fram í því hversu áfangastöðunum, sem flogið er til frá Keflavíkurflugvelli, hefur fækkað mikið frá þeim tíma sem IATA horfir til. Skýrsluhöfundar samtakanna segja til að mynda að flugleiðirnar frá Íslandi til Bandaríkjanna séu tuttugu og fjórar, fimmtán til Bretlands og tíu til Þýskalands. Þetta er fjarri því að vera lýsandi fyrir stöðuna í fyrra eða í ár því nú er flogið til helmingi færri áfangastaða í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Bretlandi.

Ásdís Kristjánsdóttir, aðalhagfræðingur Samtaka atvinnulífsins, hélt einnig erindi á fundi Icelandair og IATA í gær. Umfjöllun um hennar framlag birtist hér á Túrista í dag og eins viðbrögð frá IATA við gagnrýninni hér að ofan.

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …