Samfélagsmiðlar

Ennþá meiri samdráttur á flugleiðum WOW air

Nokkurra daga gömul samantekt Túrista flugframboði næsta sumars reyndist ekki rétt. Útlitið er ennþá verra en þar kom fram.

sanfrancisco losangeles flug

San Franciso og Los Angeles eru tvær af þeim borgum sem dottnar eru út af leiðakerfi Keflavíkurflugvallar frá sumarvertíðinni 2018.

WOW air hélt úti þrjátíu og fjórum flugleiðum sumarið 2018 en þetta var jafnframt síðasta sumarvertíð félagsins, alla vega undir stjórn Skúla Mogensen. Komandi sumaráætlun Keflavíkurflugvallar gerir ekki ráð fyrir neinum ferðum á tólf af þessum þrjátíu og fjórum flugleiðum líkt og Túristi greindi frá fyrir helgi. Sá samdráttur skrifast ekki bara á brotthvarf WOW heldur líka þá staðreynd að Icelandair hefur dregið úr fjölda áfangastaða, m.a. vegna kyrrsetningar MAX þotanna.

Í fyrrnefndri greiningu Túrista var því einnig haldið fram að í sumar yrðu brottfarirnar tíðari til fimm af þeim borgum sem WOW flaug til. Það er hins vegar ekki rétt því ferðunum fjölgar aðeins til Dusseldorf og Stokkhólms. Þetta er niðurstaða endurútreikninga Túrista á nýrri sumaráætlun sem finna má á heimasíðu Isavia. Það kom nefnilega í ljós að inn á áætluninni er ennþá fjöldinn allur af flugferðum sem ljóst er að aldrei verða farnar miðað við útgefnar flugáætlanir flugfélaganna. Næstum öll skekkja liggur í fjölda úthlutaðra lendingartíma til Icelandair og hefur Túristi óskað eftir skýringum á því.

Þar af leiðir mun ferðunum í sumar í raun fækka á nítján af flugleiðunum sem WOW air var með. Það er viðbót um fjórar frá fyrri greiningu Túrista. Undirritaður biður lesendur afsökunar á þessum villum. Á sama tíma er þeim tilmælum beint til þeirra sem eru að rýna í flugframboð næsta sumars að hafa í huga að sumaráætlun Keflavíkurflugvallar verður aðeins smærri í sniðum en halda mætti. Í heildina fækkar þannig ferðunum um rúmlega 40 af hundraði til þessara þrjátíu og fjögurra áfangastaða sem WOW air sinnti þarsíðasta sumar.

Þeir sem styrkja útgáfu Túrista með regulegum hætti fá á morgun nánari samantekt á þessum breytingum líkt og lofað var.

 

Nýtt efni

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …