Samfélagsmiðlar

Skarðið sem WOW skyldi eftir sig fyllt að litlu leyti

Síðustu sumarvertíð WOW air flugu þotur félagsins til þrjátíu og fjögurra erlendra flugvalla. Komandi sumaráætlun Keflavíkurflugvallar gerir aftur á móti ráð fyrir engum eða færri ferðum til tuttugu og sjö þessara staða.

Stjórnendur Icelandair og WOW air ætluðu sér stóra hluti árið 2018 og samkeppnin þeirra á milli jókst verulega þegar leið á árið. Þar vó þungt ákvörðun Icelandair um að elta helsta keppinaut sinn til Dublin, Berlínar, Baltimore og San Francisco. Síðan fóru bæði félög af stað með áætlunarflug til Dallas og Cleveland og héldu sitt í hvoru lagi til nokkurra borga í viðbót.

Þegar þarna var komið við sögu hafði WOW air aftur á móti ekki ennþá gefið út upplýsingar um taprekstur ársins 2017 og síðar kom í ljós að flugfélagið hafði ekki staðið skil á flugvallargjöldum til Isavia svo mánuðum skipti. Hjá Icelandair var reksturinn einnig á niðurleið og sagði forstjóri félagsins, Björgólfur Jóhannsson, starfi sínu lausu í ágúst 2018. Í framhaldinu hófst svo umtalað skuldabréfaútboð WOW air. Bæði félög voru rekin með miklu tapi þetta örlagaríka ár og ennþá er rekstur Icelandair í mínus.

Þessi harða samkeppni íslensku félaganna fyrir tveimur árum síðan kom þó íslenskum og erlendum farþegum til góða. Aldrei hafa jafn margir Íslendingar haldið út í heim og árið 2018 og þá komu hingað miklu fleiri ferðamenn en áður. Þessi met verða ólíklega bætt í bráð og alveg örugglega ekki nú í sumar. Framboð á flugsætum er einfaldlega ekki það mikið eins og sést til að mynda á því hversu stórt skarð WOW air skyldi eftir sig.

Sumarið 2018 flugu þotur WOW þannig reglulega til þrjátíu og fjögurra erlendra flugvalla og þar af var félag eitt um ferðirnar til níu áfangastaða samkvæmt talningum Túrista. Dusseldorf í Þýskalandi sú eina af þessum níu borgum sem verður hluti af dagskrá Keflavíkurflugvallar í sumar. Til borgarinnar flýgur Icelandair í dag en ákvörðunin um flugið til Dusseldorf var engu að síður tekin nokkru áður en WOW fór í þrot. Ekkert flugfélagið hefur tekið upp þráðinn sem WOW skyldi eftir sig í hinum borgunum átta.

Til viðbótar gafst Icelandair upp á San Francisco og Cleveland þrátt fyrir að sitja eitt að fluginu eftir fall keppinautarins. Reyndar skrifaðist brotthvarfið frá þeirri síðarnefndu á kyrrsetningu MAX þotanna og kannski hefði Icelandair bætt við ferðum til áfangastaða WOW air Boeing þoturnar hefðu ekki reynst gallaðar.

Sem fyrr segir þá bauð WOW air upp á ferðir til þrjátíu og fjögurra borga sumarið 2018. Til Dusseldorf, Parísar, Mílanó, Kaupmannahafnar og Amsterdam hefur flugferðunum fjölgað síðan þá. Aftur á móti hefur allt flug lagst af á tólf þessara flugleiða og samdráttur orðið á öðrum fimmtán. Flugferðirnar til Stokkhólms og Toronto verða aftur á móti jafn margar í sumar og þær voru fyrir tveimur árum síðan.

Þess má geta að þeir sem styrkja útgáfu Túrista mánaðarlega fá síðar í dag senda nánari úttekt á því hvernig flug hefur þróast á þeim flugleiðum sem WOW air sinnti. Smelltu hér ef þú vilt bætast í hóp viðtakenda.

 

 

 

Nýtt efni

Fyrstu fimm mánuði ársins hefur verð á flugmiðum frá Íslandi til útlanda verið ódýrara en á sama tímabili í fyrra. Í maí lækkaði verðið um 5,7 prósent samkvæmt nýjum mælingum Hagstofunnar en til samanburðar hækkaði verðlag almennt um 6,2 prósent á milli ára. Verðmælingar Hagstofunnar ná til fleiri flugfélaga en þeirra íslensku en þau standa …

Þess hefur verið beðið að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti um refsitolla á innflutning kínverskra rafbíla. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um óeðlilega mikinn ríkisstuðning við innlenda framleiðendur og var þetta meðal umræðuefna í Evrópuferð forseta Kína nýverið. Ný tollheimta myndi þýða milljarða evra aukalegar álögur á kínverska rafbílaframleiðendur.  Xi-Jingping, forseti Kína - MYND: Britta Pedersen/dpa-Zentralbild/dpa/Alamy Nú …

Það er stundum margt um ferðamanninn á Skólavörðustíg og á Laugavegi. Einhverjir tuða vegna þessa, segjast vilja endurheimta miðborgina, en fleiri gera sér grein fyrir því að ferðamenn hafa glætt miðborgina nýju lífi. Það er svo annað mál að ferðamannafjöldi leiðir gjarnan til einhæfni í þjónustu: Ferðamannamenn í miðborginni - MYND: ÓJ Minjagripaverslunum fjölgar óhæfilega, …

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …