Samfélagsmiðlar

Mun taka langan tíma að koma MAX þotunum í loftið á ný

Áfram gera stjórnendur Boeing sér vonir um að kyrrsetningu MAX þotanna verði aflétt um mitt þetta ár. Þar með er ekki sagt að allar sjö hundruð þoturnar sem tilbúnar eru verði teknar í notkun.

MAX þotur Icelandair.

Nú eru ellefu mánuðir liðnir frá því að Boeing MAX þota Ethopian Airlines hrapaði til jarðar með þeim afleiðingum að 157 manns létu lífið. Í kjölfarið voru allar flugvélar af gerðunum Boeing MAX 8 og 9 kyrrsettar. Nokkrum mánuðum áður hafði nefnilega þota Lion Air farist með 189 manns innanborðs og aðdragandi slysanna tveggja þótti strax mjög líkur. Síðar hefur komið í ljós að rekja mátti orsakir slysanna til sérstaks hugbúnaðar í MAX þotunum.

Þegar kyrrsetningin var sett á í mars í fyrra þá voru tæplega fjögur hundruð MAX þotur komnar í notkun hjá flugfélögum víð og dreif um heiminn. Icelandair hafði til að mynda fengið til sín sex af þeim sextán þotum sem félagið hefur pantað. Framleiðsla á nýjum MAX þotum hélt svo áfram í verksmiðjum Boeing út allt síðasta ár og nú standa um þrjú hundruð þotur tilbúnar á flugbrautum og bílastæðum í kringum verksmiðjur Boeing og víðar. Þrjár þeirra hafa verið málaðar í litum Icelandair.

Að koma þessum sjö hundrað flugvélum í gagnið á ný mun „taka nokkra ársfjórðunga“ að mati Randy Tinseth, framkvæmdastjóri markaðsmála hjá Boeing. Þetta kom fram í viðtali við hann hjá fréttaveitunni Bloomberg í gær. Þar sagði hann jafnframt að framleiðsla á MAX þotunum yrði ekki sett í gang á ný fyrr en þær vélar sem fullsmíðaðar eru verði komnar í notkun.

Ein ástæða þess að ferlið mun taka svona langan tíma er sú nýja krafa um þeir flugmenn sem fljúga eiga MAX þotunum verði að gangast undir þjálfun í flughermi. Þess háttar hermar eru þó af skornum skammti en einn þeirra er í eigu Icelandair. Sú staðreynd gæti því flýtt fyrir því að félagið getið tekið sínar MAX þotur í gagnið. Aftur á  móti stefnir í að biðin eftir þeim sjö þotum sem einnig hafa verið pantaðar af Icelandair verði ennþá lengri.

Nýtt efni

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …