Samfélagsmiðlar

Sumarið þegar fjögur íslensk félög héldu úti millilandaflugi

Nú er Icelandair eina félagið sem eftir er af þeim fjóru íslensku sem héðan flugu sumarið 2012. Það er þó ekki útlilokað að fjöldinn fari aftur upp á ný enda virðast alltaf einhverjir tækifæri í að skora Icelandair á hólm.

Í sumarbyrjun 2012 fór WOW air jómfrúarferð sína og bættist þá í hóp tólf annarra félaga sem á þessum tíma héldu uppi reglulegu flugi til og frá landinu. Þeirra á meðal voru Icelandair, Iceland Express og Primera Air sem öll voru í eigu Íslendinga. Reyndar var WOW air á þessum tíma ekki með flugrekstrarleyfi og Iceland Express sótti aldrei um þessa háttar leyfi. Fyrirtækin tvö voru engu að síður umsvifamikil í millilandafluginu þetta sumar.

Þannig flugu þotur Icelandair 5184 ferðir til og frá Keflavíkurflugvelli yfir sumarmánuðina þrjá og Iceland Express stóð fyrir 822 ferðum en WOW 495 samkvæmt talningum Túrista. Flugferðir Primera takmörkuðust nær eingöngu við leiguflug fyrir ferðaskrifstofur, þar á meðal systufélagið Heimsferðir.

Sumarvertíðin 2012 reyndist eigendum Iceland Express og WOW air dýrkeypt. Síðar viðurkenndi Skúli Mogensen, sem þá var einn af þremur eigendum WOW air, að hann hafi íhugað alvarlega að stöðva reksturinn á þessum tíma. „Fyrsta sumarið var mun erfiðara en við gerðum ráð fyrir og við töpuðum um 800 milljónum fyrsta sumarið í stað 200-300 milljónum eins og við áætluðum,“ sagði Skúli við Viðskiptablaðið í árslok 2017.

Hann setti að lokum hálfan milljarð króna í viðbót í WOW air sem svo tók yfir rekstur Iceland Express í október 2012. Sú yfirtaka var vendipunktur í rekstri WOW samkvæmt Skúla enda höfðu félögin tvö verið í „miklum slag” sumarið áður.

Síðan liðu nokkur ár þar sem þrjú íslensk flugfélög héldu úti alþjóðaflugi héðan. Primera Air var þó með sitt flugrekstrarleyfi í Lettlandi en félagið var engu að síður hluti af íslensku eignarhaldsfélagi Andra Más Ingólfssonar. Haustið 2018 fór Primera Air svo í þrot og í mars í fyrra stöðvaðist rekstur WOW air.

Icelandair er því í dag eina íslenska flugfélagið á Keflavíkurflugvelli en ekki er útilokað að fleiri bætist við fyrr en síðar. Þannig virðast forsvarsmenn Play ekki hafa gefið upp von um að koma félaginu í loftið á næstunni jafnvel þó sala á sumarferðum sé komin vel af stað. Einnig liggur ekki fyrir hvernig staðið verður að endurreisn WOW air og hvort félagið verði með íslenskt flugrekstrarleyfi eða bara bandarískt eða jafnvel ítalskt. Einnig hafa síðustu daga verið viðraðar hugmyndir um stofnun alþjóðaflugfélags á Akureyri.

Ef öll þessi áform ganga upp þá gætu íslensku alþjóðaflugfélögin fyrr en síðar orðið fjögur á ný. Það yrði óvenjulega mikill fjöldi og sérstaklega nú á tímum þegar umræðan hefur verið í þá átt að sameiningar verði að eiga sér stað í evrópskum flugrekstri til að skjóta styrkari fótum undir greinina. Það hafa nefnilega óvenju mörg evrópsk flugfélög misst flugið að undanförnu.

Það má reyndar velta því fyrir sér hvað öll þessi nýju áform segja okkur um stöðu og ímynd Icelandair. Því þrátt fyrir örlög WOW air, Iceland Express, Primera Air þar á undan Íslandsflugs og Arnarflugs þá virðast alltaf finnast fjárfestar sem sjá tækifæri í að skora Icelandair á hólm. Færri fréttir berast af stofnun nýrra flugfélaga í mun fjölmennari löndum Evrópu þar sem fyrir er kannski bara eitt flugfélag í eigu heimamanna sjálfra.

STUÐNINGUR LESENDA SKIPTIR MIKLU MÁLI FYRIR TÚRISTA. KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ

Nýtt efni
Arnar Guðmundsson, Íslandsstofu

Íslandsstofa vinnur að því að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland, kemur íslenskum fyrirtækjum á framfæri á erlendri grundu og liðkar til eftir bestu getu fyrir erlendri fjárfestingu á fimm sviðum atvinnulífs: orku og grænum lausnum, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu, hugviti og tækni, listum og skapandi greinum - og loks ferðaþjónustu. Allt byggist þetta á útflutningsstefnu landsins, sem …

Það voru 27.293 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu hér á landi í mars 2024 sem er aukning um 2 prósent frá sama tíma í fyrra en 2 prósent færri í samanburði við mars 2018. Það ár voru ferðamenn hér flestir en gert er ráð fyrir álíka ferðamannastraumi í ár. Vægi starfsfólks með íslenskan bakgrunn er …

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur slitið viðræðum við franska Renault um að þróa og smíða saman nýja gerð af rafknúnum smábíl á viðráðanlegu verði, sem keppt gæti við ódýrustu kínversku bílana. Hugmyndin var sú að bíllinn yrðu byggður á grunni Twingo-smábílsins frá Renault. Renault hyggst nú upp á eigin spýtur þróa Twingo áfram sem rafbíl og …

„Pittsburgh flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni af fyrstu áætlunarferð flugfélagsins til bandarísku borgarinnar á fimmtudaginn. Forstjórinn lagði um …

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …