Samfélagsmiðlar

WOW tapaði 800 milljónum fyrsta sumarið

Rúmum tveimur mánuðum eftir fyrstu áætlunarferð WOW air skar félagið verulega niður vetraráætlun sína. Ástæðan sem gefin var fyrir breytingunni vóg þó ólíklega þyngst.

wow skuli airbus

Í maílok árið 2012 fór WOW air sína fyrstu ferð og um sumarið hélt félagið úti áætlunarflugi til nokkurra evrópskra borga og vetraráætlun félagsins gerði ráð fyrir álíka umsvifum og jafnvel nýjum áfangastöðum. Í byrjun ágúst hvarf hins vegar stór hluti af vetrarferðunum úr bókunarvélinni á heimasíðu félagsins. Þannig var allt flug til Kaupmannahafnar fellt niður og ferðum félagsins til London var fækkað niður tvær á viku. En auk ferðanna til London bauð WOW air upp á tvö flug í viku til Berlínar allan veturinn, stakar ferðir til Alicante út haustið og vikulegt flug til Salzburg í Austurríki yfir háveturinn.

Þessar miklu breytingar höfðu ekki verið kynntar opinberlega og þegar Túristi leitaði skýringa á stöðunni hjá Baldri Oddi Baldurssyni, þáverandi framkvæmdastjóra WOW air, og sagði hann ástæðu breytinganna vera þann mikla samdrátt sem ætti sér stað í ferðaþjónustunni á veturna. Í kjölfarið skilaði WOW air annarri af þeim tveimur farþegaþotum sem félagið var með á leigu.

Skoðaði alvarlega að hætta rekstri WOW

Umtalsverður hallarekstur hefur þó líklega verið megin ástæðan fyrir þessum niðurskurði en ekki skortur á eftirspurn eins og þáverandi framkvæmdastjóri hélt fram. Í nýju áramótablaði Viðskiptablaðsins er nefnilega haft eftir Skúla Mogensen, eiganda og forstjóri WOW air,  að hann hafi íhugað alvarlega að stöðva reksturinn á þessum tíma. „Fyrsta sumarið var mun erfiðara en við gerðum ráð fyrir og við töpuðum um 800 miljónum fyrsta sumarið í stað 200-300 miljónum eins og við áætluðum. Þá kemur fyrsta skiptið þar sem við þurftum annaðhvort að loka eða fara „all-in“.  Þá skoðuðum við mjög alvarlega að hætta. Það þurfti að taka þessa grundvallarákvörðun um annaðhvort að demba sér í þetta og setja enn meiri pening í félagið eða hætta.“ Á þessum tímapunkti setti Skúli hálfan milljarð í viðbót inn í félagið samkvæmt Viðskiptablaðinu.

Lykilatriði að taka helsta samkeppnisaðilann yfir

Daginn eftir að Túristi sagði frá hinum mikla niðurskurði í flugáætlun WOW air þann 7. ágúst þá hækkuðu fargjöld Iceland Express verulega samkvæmt niðurstöðum reglulegra verðkannana Túrista. Fyrirtækin tvö áttu þá í mikilli samkeppni á nokkum flugleiðum á meðan umsvif Icelandair voru langtum meiri og það félag því ekki viðkvæmt fyrir verðstríði á stökum flugleiðum til Evrópu. Á þeim tíma buðu hvorki Iceland Express né WOW air upp á tengiflug til N-Ameríku og reksturinn byggði aðeins flugi milli Íslands og Evrópu.

Rúmum tveimur mánuðum síðar eða í lok október 2012 tók WOW air hins vegar yfir rekstur Iceland Express og í fyrrnefndu áramótaviðtali segir Skúli að þau viðskipti hafa verið lykilatriði fyrir rekstur WOW enda hafi félögin tvö verið í „miklum slag”.

Nú þegar fimm ár eru liðin frá þessu umróti þá hefur farþegafjöldinn hjá WOW air margfaldast og í nóvember síðastliðnum munaði til að mynda aðeins  25 þúsundum á farþegafjölda Icelandair og WOW air. Munurinn á umsvifum félaganna tveggja hefur aldrei verið eins lítill.

Nýtt efni

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …

Stjórn Volvo Cars ætlar að láta af því verða að minnka hlutinn í sænska rafbílaframleiðandanum Polestar en áformin voru fyrst kynnt í byrjun þessa mánaðar. Fjárfestar tóku tíðindunum vel því hlutabréfin í Volvo hækkuðu í kjölfarið um fjórðung. Endurteknar hlutafjáraukningar Polestar hafa nefnilega haft neikvæð áhrif á gengi Volvo í kauphöllinni í Stokkhólmi samkvæmt frétt …

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …