Samfélagsmiðlar

WOW tapaði 800 milljónum fyrsta sumarið

Rúmum tveimur mánuðum eftir fyrstu áætlunarferð WOW air skar félagið verulega niður vetraráætlun sína. Ástæðan sem gefin var fyrir breytingunni vóg þó ólíklega þyngst.

wow skuli airbus

Í maílok árið 2012 fór WOW air sína fyrstu ferð og um sumarið hélt félagið úti áætlunarflugi til nokkurra evrópskra borga og vetraráætlun félagsins gerði ráð fyrir álíka umsvifum og jafnvel nýjum áfangastöðum. Í byrjun ágúst hvarf hins vegar stór hluti af vetrarferðunum úr bókunarvélinni á heimasíðu félagsins. Þannig var allt flug til Kaupmannahafnar fellt niður og ferðum félagsins til London var fækkað niður tvær á viku. En auk ferðanna til London bauð WOW air upp á tvö flug í viku til Berlínar allan veturinn, stakar ferðir til Alicante út haustið og vikulegt flug til Salzburg í Austurríki yfir háveturinn.

Þessar miklu breytingar höfðu ekki verið kynntar opinberlega og þegar Túristi leitaði skýringa á stöðunni hjá Baldri Oddi Baldurssyni, þáverandi framkvæmdastjóra WOW air, og sagði hann ástæðu breytinganna vera þann mikla samdrátt sem ætti sér stað í ferðaþjónustunni á veturna. Í kjölfarið skilaði WOW air annarri af þeim tveimur farþegaþotum sem félagið var með á leigu.

Skoðaði alvarlega að hætta rekstri WOW

Umtalsverður hallarekstur hefur þó líklega verið megin ástæðan fyrir þessum niðurskurði en ekki skortur á eftirspurn eins og þáverandi framkvæmdastjóri hélt fram. Í nýju áramótablaði Viðskiptablaðsins er nefnilega haft eftir Skúla Mogensen, eiganda og forstjóri WOW air,  að hann hafi íhugað alvarlega að stöðva reksturinn á þessum tíma. „Fyrsta sumarið var mun erfiðara en við gerðum ráð fyrir og við töpuðum um 800 miljónum fyrsta sumarið í stað 200-300 miljónum eins og við áætluðum. Þá kemur fyrsta skiptið þar sem við þurftum annaðhvort að loka eða fara „all-in“.  Þá skoðuðum við mjög alvarlega að hætta. Það þurfti að taka þessa grundvallarákvörðun um annaðhvort að demba sér í þetta og setja enn meiri pening í félagið eða hætta.“ Á þessum tímapunkti setti Skúli hálfan milljarð í viðbót inn í félagið samkvæmt Viðskiptablaðinu.

Lykilatriði að taka helsta samkeppnisaðilann yfir

Daginn eftir að Túristi sagði frá hinum mikla niðurskurði í flugáætlun WOW air þann 7. ágúst þá hækkuðu fargjöld Iceland Express verulega samkvæmt niðurstöðum reglulegra verðkannana Túrista. Fyrirtækin tvö áttu þá í mikilli samkeppni á nokkum flugleiðum á meðan umsvif Icelandair voru langtum meiri og það félag því ekki viðkvæmt fyrir verðstríði á stökum flugleiðum til Evrópu. Á þeim tíma buðu hvorki Iceland Express né WOW air upp á tengiflug til N-Ameríku og reksturinn byggði aðeins flugi milli Íslands og Evrópu.

Rúmum tveimur mánuðum síðar eða í lok október 2012 tók WOW air hins vegar yfir rekstur Iceland Express og í fyrrnefndu áramótaviðtali segir Skúli að þau viðskipti hafa verið lykilatriði fyrir rekstur WOW enda hafi félögin tvö verið í „miklum slag”.

Nú þegar fimm ár eru liðin frá þessu umróti þá hefur farþegafjöldinn hjá WOW air margfaldast og í nóvember síðastliðnum munaði til að mynda aðeins  25 þúsundum á farþegafjölda Icelandair og WOW air. Munurinn á umsvifum félaganna tveggja hefur aldrei verið eins lítill.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …