Samfélagsmiðlar

Vilja hærri þóknanir frá ferðaþjónustunni

Umsvifamiklar erlendar bókunarsíður krefjast nú hærri hlutdeildar af tekjum íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur fulla ástæðu til samkeppnisyfirvöld skoði starfsemi þessara milliliða hér á landi.

Það eru margir sem nýta sér vef Tripadvisor til að skipuleggja ferðalög út í heim enda er þar að finna gríðarlegan fjölda umsagna annarra ferðamanna um margt sem viðkemur ferðalögum. Bróðurpartinn af þessum efni hafa notendur síðunnar sett þar inn Tripadvisor að kostnaðarlausu og um leið skapað síðunni sterka stöðu í ferðageiranum.

Tripadvisor líkist því margan hátt Wikipedia sem byggir einnig á efni sem almenningur skrifar. En á meðan rekstur Wikipedia byggir á frjálsum framlögum lesenda þá fær Tripadvisor þóknanir frá ferðaþjónustufyrirtækjum fyrir beina kaupendum til þeirra. Umsvifin eru það mikil að Tripadvisor er skráð á hlutabréfamarkað vestanhafs.

Í hittifyrra borgaði Tripadvisor svo um þrjá milljarða króna fyrir íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Bókun sem rekur sölu- og birgðakerfi fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, sagði þau viðskipti vera óheppilega þróun þar sem Bókun byggi yfir viðkvæmum söluupplýsingum um fjöldamörg íslenska ferðaþjónustufyrirtæki.

Og nú má segja að Tripadvisor hafi augastað á Íslandi á ný en þó með öðrum formerkjum. Sölustjórar fyrirtækisins hafa nefnilega sent íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum bréf þar sem farið er fram á hærri þóknanir. Í bréfinu, sem Túristi hefur afrit af, kemur fram að kostnaður Tripadvisor við að miðla þjónustu íslensku fyrirtækjanna sé of hár miðað við núverandi þóknun. Þar með verði að hækka hana og samkvæmt viðmælendum Túrista þá gæti breytingin haft það í för með sér að um fjórðungur af framlegð íslensku fyrirtækjanna gæti endað í vasa Tripadvisor. Í einhverjum tilfellum væri hlutfallið allt að helmingur.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist aðspurður þekkja til þessara hækkana hjá Tripadvisor og bendir á að fleiri samskonar síður séu að fara fram á hærri þóknanir að undanförnu.  „Við höfum fylgst með þessari þróun undanfarin ár, bæði á gistimarkaði og í afþreyingu. Það má segja að erlendar bókunarsíður hafi bæði verið bölvun og blessun fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki, því að mörg fyrirtæki hafa nýtt þær sem sitt aðalmarkaðstæki, það á sérstaklega við lítil fyrirtæki sem hafa ekki úr miklu markaðsfé að spila eða möguleika á slíkri sérhæfingu innan fyrirtækisins, “ segir Jóhannes Þór.

Hann bætir því við að skilmálar og þóknanir þessara bókunarsíðna leggi byrðar á fyrirtækin og það sé áhyggjuefni hversu stór hluti markaðarins er orðinn háður þeim. „SAF hefur verið að skoða þetta mál í ljósi þessara nýlegu hækkana og við munum ræða við ferðamálastofu og samkeppniseftirlitið um málið. Við teljum að það sé full ástæða fyir samkeppnisyfirvöld að skoða þennan markað sérstaklega.“

Og þessi staða er ekki aðeins áhyggjuefni hér á landi. Til marks um það þá tekur SAF þátt í sameiginlegri vinnu með systursamtökum sínum á Norðurlöndum og í Evrópu um þessa ráðandi stöðu bókunarfyrirtækjanna.

Nýtt efni

Árið 1970 barst Pattie Boyd nafnlaust og dularfullt ástarbréf frá einhverjum sem þráði hana afar heitt. Vandinn var bara sá að Pattie var þegar gift öðrum manni og ekki ófrægum; hún og George Harrison gítarleikari The Beatles höfðu búið saman í sex ár þegar bréfið barst Pattie.  „Ég skrifa þér þessa orðsendingu í þeim megintilgangi …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …