Samfélagsmiðlar

Ferðaskrifstofur bíða svara frá stjórnvöldum

Þær lausnir sem Danir og Norðmenn hafa kynnt til að koma til móts við ferðaskrifstofur í yfirstandandi krísu eru ekki í boði hér á landi. Stjórnarformaður Heimsferða segir að eina útspil stjórnvalda hafi verið bón til farþega að taka við inneignarbréfum. Hann telur þá lausn takmarkaða.

„Auk almennra aðgerða hér heima þá hafa aðeins komið tilmæli frá Neytendastofu þar sem viðskiptavinir ferðaskrifstofa eru hvattir til að þiggja inneignir hjá ferðaaðilum," segir Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður Heimsferða.

Íslenskar ferðaskrifstofur verða að endurgreiða ferðir, sem felldar eru niður vegna útbreiðslu kórónaveirunnar, innan tveggja vikna líkt og bæði Neytendastofa og Atvinnuvegaráðuneytið gáfu út í síðustu viku. Aftur á móti gengur það hægt fyrir ferðaskrifstofurnar sjálfar að fá flugmiða endurgreidda, þar á meðal frá Icelandair, líkt og Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn, fór yfir við Túrista í gær.

Að endurgreiða söluverð án þess að fá kostnaðinn tilbaka, þar á meðal farmiðaverðið, getur sett ferðaskrifstofur í erfiða stöðu. Og í nágrannalöndunum virðist ríkja meiri skilningur á því hjá stjórnvöldum að endurgreiðslukrafan geti reynst ferðaskrifstofum þung.

Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður Heimsferða, bendir þannig á að á hinum Norðurlöndunum og víða í Evrópu hafi stjórnvöld stigið mjög ákveðið inn í þessa stöðu og þannig muni tryggingarsjóðurinn í Danmörku taka að sér að greiða og tryggja greiðslur til viðskiptavina. „Norðmenn hafa líka tilkynnt um lausnir til að aðstoða aðila vegna sömu mála,“ bætir Jón Karl við.

Hann telur að með aðgerðunum verði komið í veg fyrir að ferðaskrifstofur í þessum löndum lendi í greiðsluvanda vegna endurgreiðslu þjónustu. Öfugt við það sem gæti gerst hér á landi og segir Jón Karl að forsvarsfólk ferðaskrifstofa hafi reynt að fá svör alla síðustu helgi um mögulega lausn, varðandi endurgreiðslur á þjónustu sem ekki er hægt að veita vegna ástandsins, en ekki fengið .

„Auk almennra aðgerða hér heima þá hafa aðeins komið tilmæli frá Neytendastofu þar sem viðskiptavinir ferðaskrifstofa eru hvattir til að þiggja inneignir hjá ferðaaðilum. Þetta mun hafa mun minni áhrif en vonast var til. Það væri einfaldast að fresta endurgreiðslum með reglugerð á meðan að þetta ástand varir. Jafnframt ber að benda á að tryggingar ferðaskrifstofa eigi að tryggja allar innistæður. Bæði þær sem koma til endurgreiðslu og einnig hinar sem verða í formi inneigna sem nota má til kaupa á ferðum þegar eftirspurn fer aftur í gang,“ segir Jón Karl að lokum.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …