Samfélagsmiðlar

Ferðaskrifstofur bíða svara frá stjórnvöldum

Þær lausnir sem Danir og Norðmenn hafa kynnt til að koma til móts við ferðaskrifstofur í yfirstandandi krísu eru ekki í boði hér á landi. Stjórnarformaður Heimsferða segir að eina útspil stjórnvalda hafi verið bón til farþega að taka við inneignarbréfum. Hann telur þá lausn takmarkaða.

„Auk almennra aðgerða hér heima þá hafa aðeins komið tilmæli frá Neytendastofu þar sem viðskiptavinir ferðaskrifstofa eru hvattir til að þiggja inneignir hjá ferðaaðilum," segir Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður Heimsferða.

Íslenskar ferðaskrifstofur verða að endurgreiða ferðir, sem felldar eru niður vegna útbreiðslu kórónaveirunnar, innan tveggja vikna líkt og bæði Neytendastofa og Atvinnuvegaráðuneytið gáfu út í síðustu viku. Aftur á móti gengur það hægt fyrir ferðaskrifstofurnar sjálfar að fá flugmiða endurgreidda, þar á meðal frá Icelandair, líkt og Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn, fór yfir við Túrista í gær.

Að endurgreiða söluverð án þess að fá kostnaðinn tilbaka, þar á meðal farmiðaverðið, getur sett ferðaskrifstofur í erfiða stöðu. Og í nágrannalöndunum virðist ríkja meiri skilningur á því hjá stjórnvöldum að endurgreiðslukrafan geti reynst ferðaskrifstofum þung.

Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður Heimsferða, bendir þannig á að á hinum Norðurlöndunum og víða í Evrópu hafi stjórnvöld stigið mjög ákveðið inn í þessa stöðu og þannig muni tryggingarsjóðurinn í Danmörku taka að sér að greiða og tryggja greiðslur til viðskiptavina. „Norðmenn hafa líka tilkynnt um lausnir til að aðstoða aðila vegna sömu mála,“ bætir Jón Karl við.

Hann telur að með aðgerðunum verði komið í veg fyrir að ferðaskrifstofur í þessum löndum lendi í greiðsluvanda vegna endurgreiðslu þjónustu. Öfugt við það sem gæti gerst hér á landi og segir Jón Karl að forsvarsfólk ferðaskrifstofa hafi reynt að fá svör alla síðustu helgi um mögulega lausn, varðandi endurgreiðslur á þjónustu sem ekki er hægt að veita vegna ástandsins, en ekki fengið .

„Auk almennra aðgerða hér heima þá hafa aðeins komið tilmæli frá Neytendastofu þar sem viðskiptavinir ferðaskrifstofa eru hvattir til að þiggja inneignir hjá ferðaaðilum. Þetta mun hafa mun minni áhrif en vonast var til. Það væri einfaldast að fresta endurgreiðslum með reglugerð á meðan að þetta ástand varir. Jafnframt ber að benda á að tryggingar ferðaskrifstofa eigi að tryggja allar innistæður. Bæði þær sem koma til endurgreiðslu og einnig hinar sem verða í formi inneigna sem nota má til kaupa á ferðum þegar eftirspurn fer aftur í gang,“ segir Jón Karl að lokum.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …