Samfélagsmiðlar

Ósátt við tregðu flugfélaga til að endurgreiða

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn, segist ekki fá skýr svör um hvenær flugfélög ætli að borga tilbaka ferðir sem felldar hafa verið niður. Hún kallar eftir því að dótturfélög Icelandair Group verði skilin frá samsteypunni ef ríkið grípur til séraðgerða til að styðja við flugreksturinn.

„Það yrði galið að ríkisstuðningur við Icelandair yrði nýttur til að styrkja dótturfélög flugfélagsins í samkeppni við fyrirtæki eins og okkar," segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn.

Nú þegar landamærum hefur víða verið lokað og yfirvöld beina þeim tilmælum til fólks að halda sig heima þá þurfa flugfélög og ferðaskrifstofur að endurgreiða viðskiptavinum sínum þær ferðir sem felldar eru niður vegna ástandsins. Jafnvel þó aðstæður séu óviðráðanlegar. Regluverkið varðandi endurgreiðslu á hefðbundnum pakkaferðum er sérstaklega skýrt og ber ferðaskrifstofum að endurgreiða ferðir innan tveggja vikna líkt og Neytendastofa og stjórnarráðið ítrekuðu í síðustu viku.

Flugfélög hafa aftur á móti mörg hver reynt að komast hjá endurgreiðslum og undan því kvarta neytendur og ferðaskrifstofur víða um heim. „Það gengur ekki að flugfélög fái að hunsa reglur um endurgreiðslur og bera þá fyrir sig óvenjulegar aðstæður á sama tíma og ferðaskrifstofur hafa aðeins fjórtán daga til að borga kúnnanum tilbaka,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn, aðspurð um stöðu þessara mála hér á landi.

Hún segist sérstaklega ósátt við að Icelandair hafi til að byrja með aðeins boðið inneignarbréf og ætlast til að hver og einn viðskiptavinur myndi ganga sjálfur frá breytingum á farmiðum inn á heimasíðu flugfélagins. Þrátt fyrir að viðskiptin hafi verið milli flugfélagsins og ferðaskrifstofanna. Hún segir að forsvarsfólk Icelandair hafi látið af þessari kröfu á föstudag síðasta en ennþá engu svarað um hvenær von sé á endurgreiðslum. „Við eigum að endurgreiða kúnnanum og þurfum því upplýsingar um hvenær við eigum von á endugreiðslunni frá Icelandair,“ segir Þórunn og er greinilega mjög ósátt við stöðu mála.

Hún bendir jafnframt á að Icelandair eigi í mikilli beinni samkeppni við íslenskar ferðaskrifstofur í gegnum eignarhlut sinni í Iceland Travel og Vita. Sú fyrri er mjög stórtæk í skipulagningu Íslandsferða fyrir útlendinga og sú síðarnefnda er ein stærsta ferðaskrifstofa landsins í sölu á utanlandsferðum.

„Ef það kemur til þess að íslenska ríkið muni styðja við Icelandair með séraðgerðum þá verður samdægurs að skilja flugreksturinn frá þessum ferðaskrifstofum og setja Icelandair miklar skorður í sölu á pakkaferðum. Það yrði galið að ríkisstuðningur við Icelandair yrði nýttur til að styrkja dótturfélög flugfélagsins í samkeppni við fyrirtæki eins og okkar. Sérstaklega núna þegar Icelandair situr orðið á svona stórum hluta af markaðnum og alveg óvíst með hversu mikið framboð verður á flugi til og frá Keflavíkurflugvelli næstu misseri,“ segir Þórunn.

Hún bætir því við að tengslin milli Icelandair og Vita séu það mikil að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, situr sem stjórnarformaður Vita og að Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair, eigi líka sæti í stjórninni.

Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru þá hefur atvinnuvegaráðuneytið og Neytendastofa beint þeim tilmælum til neytenda að taka frekar við inneignarbréfum frá ferðaskrifstofum í stað þess að krefjast endurgreiðslu. Þórunn segist þó heldur hafa kosið að fá að halda eftir smá þóknun vegna þeirrar vinnu sem hafi verið innt af hendi bæði við sölu á ferðunum og úrvinnslu við endurgreiðslur. Einnig hefði mátt veita lengri tími til að greiða söluverðið til baka líkt og flugfélögin hafi reyndar upp á sitt einsdæmi ákveðið að gera.

Úrval-Útsýn er ein af þremur stærstu ferðaskrifstofum landsins þegar kemur að sölu utanlandsferða. Hinar eru Heimsferðir sem Arion banki á og svo Vita sem tilheyrir Icelandair Group. Aðspurð um hvernig Úrval-Útsýn standi að vígi í samanburði við keppinautanna þá segir Þórunn að staðan sé ágæt. „Það er engu að síður ekkert eðlilegt við það að flugfélag og banki séu að reka hér ferðaskrifstofur. Við sitjum því ekki við sama borð og þessi fyrirtæki, það er nokkuð ljóst.“


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …