Samfélagsmiðlar

Kallar eftir að verkalýðshreyfingin komi líka til móts við fyrirtækin

Forstjóri Arctic Adventures segir að ekki einu sinni stöndug fyrirtæki lifa lengi án tekna. Hann bíður eftir tillögum ríkisstjórnarinnar en kallar líka eftir útspili frá stéttarfélögum og fjármálafyrirtækjum.

Við samruna Arctic Adventures og Into the Glacier í lok síðasta árs varð til stórfyrirtæki í ferðatengdri afþreyingu. Hjá fyrirtækinu starfa um fjögur hundruð manns og nær starfsemi þess til allra landshluta. 

„Við erum sennilega eina ferðaþjónstufyrirtækið á ykkar sviði sem er fjárhagslega vel stætt. Þar á ég við fyrirtæki sem hafa náð einhverri stærð. Það er hins vegar ljóst að ekkert félag lifir af sex til níu mánuði án tekna,” svarar Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures, aðspurður um stöðu félagsins í dag. En Arctic Adventures líkt og önnur ferðaþjónustufyrirtæki finna fyrir því að botninn er alveg dottin úr eftirspurn eftir ferðalögum vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Styrmir bendir á að þar sem ferðaþjónusta er mannfrek atvinnugrein þá kosti það fyrirtækin töluvert að fækka fólki eins og nú sé þörf á að gera. Þess háttar aðgerðir eru þar með sérstaklega erfiðar á sama tíma og tekjurnar eru engar. 

„Við teljum að það þurfi að koma mjög afgerandi áætlun frá ríkisstjórninni varðandi þau mál. Og það er ánægjulegt að sjá að von er á tillögum um hvernig ríkið getur tekið yfir hluta af launakostnaði fyrirtækja. Jafnvel 75 til 80 prósent miðað við ákveðið hámark og ég tel að það væri gott útspil þó það verði tímabundið. Við vitum auðvitað ekki í dag hversu lengi þessi krísa varir,” segir Styrmir.

Hann undirstrikar að aðgerðir ríkisstjórnarinnar dugi ekki einar og sér. Styrmir biðlar því líka til stéttarfélaga og fjármálafyrirtækja.

„Við höfum farið í gegnum gríðarlega mikla hagræðingu hjá fyrirtækinu en allt það sem sú vinna hefur skilað hefur í raun farið í launhækkanir og kjarabætur. Framundan er svo önnur há launahækkun líkt og samið var um í lífskjarasamningunum. Nú verður verkalýðshreyfingin hins vegar að koma til móts við greinina og hjálpa þeim fyrirtækjum, sem eru vel rekin, að komast í gegnum erfiðleikana. Ef ekki þá skilur forsvarsfólk launþega ekki hlutverk sitt sem er ekki síður að tryggja störf en að krefjast hærri launa.”

Og hvað fjármálafyrirtækin varðar þá er hann á því að þónokkur ferðaþjónustufyrirtæki hafi í raun verið gjaldþrota í töluverðan tíma. Þeim hafi aftur á móti verið haldið gangandi af bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum. 

„Mörg þessara fyrirtækja hafa staðið í undirboðum á markaðnum. Það hefur því ekki verið eðlileg samkeppni í gangi. Bankarnir áttu fyrir löngu að vera búnir að setja þessi fyrirtæki í þrot eða beita sér fyrir hagræðingu og sameingum. Sérstaklega eftir að ljóst var að það stefni í samdrátt. Aftur á móti skiptir þetta kannski ekki máli í dag. Núna er krísan svo djúpstæð að bankarnir geta ólíklega boðið upp á þennan blekkingaleik mikið lengur,” segir Styrmir. 

Hann bætir því við að hann telji að fyrirtækið komist í gegnum þetta tímabil en það verði krefjandi. „Ég hef fulla trú á að Ísland verði eftir sem áður áhugaverður áfangastaður.”


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar á virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Margir sem eru að basla í ferðaþjónustu fjarri höfuðborgarsvæðinu horfa öfundaraugum til Suðurlands, sem nýtur nálægðar við Keflavíkurflugvöll og Reykjavík - og státar af áfangastöðum sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja og hafa verið mjög vel kynntir síðustu áratugi.   Það er stöðugur straumur ferðamanna um Suðurland, meðfram „gullströndinni,“ sem hótelhaldarinn fyrir austan nefndi svo - …

Löngu áður en hið svokallaða „Bulletproof“ kaffi leit dagsins ljós settu Tíbetar smjörklípu út í morgunteið sitt til að byrja daginn á rjúkandi og næringarríkan hátt. Í köldu háfjallalofti Himalaja-fjallanna hefur þessi salti, rjómakenndi og hitaeiningaríki drykkur orðið að daglegri hefð sem er ómissandi í matarmenningu þjóðarinnar.Á máli heimamanna nefnist drykkurinn „po cha,“ sem einfaldlega …

Í nærri fimmtán hafa Icelandair og bandaríska flugfélagið Jetblue átt í samstarfi sem gerir viðskiptavinum þeirra kleift að kaupa tengiflug með hinu félaginu á einum miða og innrita farangur alla leið. Þannig getur farþegi sem ætlar héðan til Orlando í sumar keypt farið alla leið hjá Icelandair þó flogið sé með Jetblue seinni legginn, frá …

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …