Samfélagsmiðlar

Leita til hluthafa en ekki ríkisins

Icelandair Group stefnir á hlutafjárútboð samkvæmt tilkynningu sem félagið sendi frá sér í morgun. Þar segir þó ekkert um tímasetningar eða umfang. Stjórnendur þess segjast bara vera í „góðu sambandi við stjórnvöld."

Þær standa nú tómar þotur Icelandair á Keflavíkurflugvelli enda nánast enginn á ferðinni í dag.

Útbreiðsla kórónaveirunnar hefur lamað flugsamgöngur út um allan heim og flugáætlun Icelandair hefur dregist saman um meira en níutíu prósent. Tekjurnar eru því sáralitlar og þó ríkið hafi tekið yfir stóran hluta af launagreiðslum þá má gera ráð fyrir að félagið tapi á bilinu 100 til 200 milljónum króna á hverjum degi þessar vikurnar. Og í dag er mjög óljóst hvenær flugsamgöngur hefjist með almennum hætti á ný.

Það hefur því legið fyrir að Icelandair, eins og mörg önnur flugfélög, þyrfti á auknu fjármagni að halda. Í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í þarsíðustu viku sagði að unnið væri með þremur bönkum og stjórnvöldum að því að styrkja fjárhagsstöðuna. Nú í morgun kom svo ný tilkynning þar sem segir að Icelandair samsteypan vinni að því að styrkja bæði lausafjár- og eiginfjárstöðuna og ætlunin að hefja hlutafjárútboð á næstunni.

Ekki kemur fram í tilkynningunni hversu stórt hið mögulega hlutafjárútboð verður en samkvæmt svari frá Icelandair þá liggur hvorki tímarammi né stærð útboðsins fyrir á þessu stigi.

Þar með er áfram óljóst hversu mikið núverandi hlutafé minnkar. Í því samhengi má rifja upp að nú er rúmt ár liðið frá síðustu hlutafjáraukningu í Icelandair en þá keypti bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Management alla viðbótina, um 11,5 prósent hlut, fyrir 5,6 milljarða króna.

Í tilkynningunni sem send var út í morgun segir að í þessu ferli sem nú er í gangi sé Icelandair í góðu sambandi við stjórnvöld. Af því orðalagi að dæma þá er ennþá ekki unnið að því að hið opinbera styrki félagið fjárhagslega en sú leið hefur verið farin í mörgum löndum eftir að kórónuveirukrísan braust út.

Í vikunni gerðu þannig nokkur af stærstu flugfélög Bandaríkjanna samkomulag við hið opinbera um fjárhagsaðstoð sem felur meðal annars í sér að bandaríska ríkið fær allt að þriggja prósent hlut í félögunum sem veð fyrir lánum. Ríkisstjórnir allra hinna Norðurlandanna ætla að styðja við flugrekstur í sínum löndum með lánaábyrgðum og easyJet, stærsta lággjaldafugfélag Bretlands, hefur fengið vilyrði fyrir lánum frá breskum stjórnvöldum.

Á sama tíma eru viðræður í gangi um aðkoma þýskra stjórnvalda að Lufthansa samsteypunnar og Frakkar og Hollendingar ætla að styðja við AirFrance og KLM. Finnska ríkið ætlar að ábyrgjast lán upp á um 95 milljarða til Finnair en finnska ríkið fer reyndar með 56 prósent hlut í félaginu. Hið opinbera á einnig stóra hluti í SAS, AirFrance og KLM.

– Fréttin var uppfærð eftir að svar barst frá Icelandair um tímasetningu og stærð útboðsins. 


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðkiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …

Gistináttagjald upp á 400 krónur (2,7 evrur) verður lagt á í Færeyjum frá og með október á næsta ári. Um leið verða allir þeir sem koma til eyjanna með skemmtiferðaskipum að greiða 1.300 króna gjald (9 evrur). Allar tekjur af þessari nýju gjaldtöku renna í sérstakan náttúruverndarsjóð að því segir í tilkynningu. Sá sjóður verður …

Talning á brottfararfarþegum á Keflavíkurflugvelli gefur vísbendingu um að erlendum ferðamönnum hér á landi hafi fækkað um tvö prósent í nýliðnum maí í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var hins vegar mjög ólík á milli þjóðerna. Þannig jókst straumurinn hingað frá Kanada umtalsvert á milli ára á meðan ferðamönnum frá Ísrael og Rússlandi …

Það seldust 1.259 nýir Tesla bílar á Íslandi árið 2022 og í fyrra voru þeir nærri þrefalt fleiri eða 3.471. Veltan jókst ekki í takt við söluna því tekjur bandaríska rafbílaframleiðands af hverjum nýjum bíl hér á landi drógust saman um 17 prósent samkvæmt útrekningum FF7 sem byggja á ársreikningi Tesla Motors Iceland ehf. Þetta …

Það voru 155 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í maí en þessi talning er notuð til að meta ferðamannastrauminn hingað til lands. Í maí í fyrra voru erlendu brottfararfarþegarnir 158 þúsund og 165 þúsund í maí 2018 þegar þeir voru flestir. Það vantaði því sex prósent fleiri farþega til að jafna …