Samfélagsmiðlar

Endanlegt uppgjör milli Icelandair og ríkisins liggur ekki fyrir

Icelandair hefur nú í tvígang gert samkomulag við samgönguráðuneytið um flug til og frá landinu. Ekki er ljóst hversu hár reikningurinn verður.

Boston er ein þeirra þriggja borga sem Icelandair flýgur nú til á vegum samgönguráðuneytisins.

Stjórnvöld hafa nú í tvígang samið við Icelandair um flug til Evrópu og Bandaríkjanna en með þessu eru tryggðar lágmarks flugsamgöngur til og frá landinu vegna Covid-19 faraldursins. Um er að ræða flug til Boston annars vegar og London eða Stokkhólms hins vegar.

Núgildandi samningur rennur út þann fimmta maí og nær til samtals 32 flugleggja. Ríkið greiðir að hámarki 100 milljónir kr. vegna samningsins en mögulegar tekjur Icelandair af flugunum eiga að lækka greiðslur.

Hámarks upphæðin var sú sama í samkomulaginu sem gilti dagana 27.mars til 15.apríl en samkvæmt svari samgönguráðuneytisins þá liggur endanlegt uppgjör vegna þess tímabils ekki ennþá fyrir. Það er því ekki ljóst hversu miklar tekjur Icelandair hafði sjálft af flugferðunum til borganna þriggja þessa daga sem fyrri samningurinn var í gildi.

Sem fyrr segir þá fær Icelandair í mesta lagi 100 milljónir fyrir þær flugferðir sem félagið mun fljúga á vegum stjórnvalda næstu þrjár vikur eða svo. Miðað við flugtíma og ferðafjölda til borganna þriggja þá jafngildir það nærri 795 þúsund krónum á hvern klukkutíma sem þoturnar eru á flugi.

Í frétt á vef samgönguráðuneytisins segir að millilandaflug gegni afar mikilvægu öryggishlutverki fyrir íslenska þjóð og þessar flugtengingar eru meðal annars nauðsynlegar til að tryggja að íslenskir ríkisborgarar, sem staddir eru erlendis, geti fundið sér leið heim. Samningurinn byggir á heimild í lögum um opinber innkaup til samningskaupa án útboðs vegna neyðarástands af ófyrirsjáanlegum atburðum. „Við slíkar aðstæður væri ekki unnt að standa við fresti í útboðum,“ segir í fréttinni.

Ráðuneytið gerði aftur á móti verðkönnun áður en gengið var til samninga við Air Iceland Connect um flug til Ísafjarðar og Egilsstaða frá Reykjavík. Samningurinn gerir ráð fyrir að farnar verði þrjár til sex ferðir vikulega milli Reykjavíkur og Egilsstaða en þrjár ferðir á viku milli Reykjavíkur og Ísafjarðar.

„Innanlandsflug gegnir afar mikilvægu hlutverki fyrir íbúa landsbyggðarinnar og fá svæði verða fyrir meiri skaða af niðurfellingu flugs en norðanverðir Vestfirðir og Austurland. Á þessum svæðum er ekki val um almenningssamgöngur til og frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í tilkynningu.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …