Samfélagsmiðlar

Erfiðar kjaraviðræður í miðjum lífróðri

Forstjóri Icelandair segir að lítill tími sé til stefnu til að ná samkomulagi við flugmenn og flugfreyjur félagsins. Á hluthafafundi sem haldinn verður 22. maí verði að liggja fyrir langtímasamkomulag við flugstéttir. Af samtölum Túrista við flugmenn hjá félaginu þá eru vonbrigði með skeyti forstjórans í þeirra röðum.

Það var í gærkvöld sem Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, sendi starfsfólki sínu bréf þar sem hann ítrekaði að semja verði við flugstéttir til nokkurra ára til að tryggja næga þátttöku í komandi hlutafjárútboði. Einingarkostnaður vegna launa hjá Icelandair megi ekki vera hærri en hjá alþjóðlegum flugfélögum sem Icelandair beri sig saman við.

„Hvort sem okkur líkar betur eða verr gera fjárfestar kröfur um nýja langtímasamninga við flugstéttir sem gera félagið samkeppnishæft á næstu árum,“ skrifar Bogi. Hann segir að gera verði breytingar á samningum sem auki samkeppnishæfni en tryggi um leið góð starfskjör og eftirsótt starfsumhverfi. Því þurfi að gera talsverðar breytingar á samningum. Bogi segir í bréfinu að viðræður gangi misjafnlega vel við stéttarfélögin og að viðræður við Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugfreyjufélag Íslands mættu vera á betri stað.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gagnrýnir Boga Nils harðlega í pistli á Facebook og fullyrðir að af samtölum sínum við stjórn­ar­menn í líf­eyr­is­sjóð­um þá hafi aldrei komið krafa um það að end­ur­semja þurfi við starfs­fólk félagsins líkt og fram kemur í frétt Kjarnans.

Íslenskir lífeyrissjóðir eiga í dag um helming af hlutafé Icelandair en stærsti hluthafinn er bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital Management.

Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir við RÚV að flugfreyjum sé brugðið við orðsendingu forstjóra Icelandair þar sem kemur fram að sjálft starfsfólkið sé helsta hindrunin í veginum þegar kemur að því að bjarga félaginu. Formaðurinn segir að flugfreyjur ætli ekki að taka á sig varanlega kjaraskerðingu.

Samkvæmt samtölum Túrista við flugmenn Icelandair þá telja þeir sig hafa nú þegar gefið töluvert eftir af sínum kjörum og því hafi bréf Boga Nils í gærkvöld valdið miklum vonbrigðum í þeirra röðum.

Þannig hafi flugmenn ítrekað lýst vilja sínum til að fjölga vinnutímum, gefa eftir frídaga á sumrin og auka vinnuskyldu um helgar. Með þessum aðgerðum og fleirum væri hægt að bæta nýtingu flugmanna um allt að fjórðung. Miklar árstíðasveiflur í sætaframboði hjá Icelandair takmarka aftur á móti nokkuð möguleikana að sögn viðmælenda Túrista. Þannig sé árstíðasveiflan minni hjá flugfélögum sem oft er horft til.

Nýtt efni

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðkiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …

Gistináttagjald upp á 400 krónur (2,7 evrur) verður lagt á í Færeyjum frá og með október á næsta ári. Um leið verða allir þeir sem koma til eyjanna með skemmtiferðaskipum að greiða 1.300 króna gjald (9 evrur). Allar tekjur af þessari nýju gjaldtöku renna í sérstakan náttúruverndarsjóð að því segir í tilkynningu. Sá sjóður verður …

Talning á brottfararfarþegum á Keflavíkurflugvelli gefur vísbendingu um að erlendum ferðamönnum hér á landi hafi fækkað um tvö prósent í nýliðnum maí í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var hins vegar mjög ólík á milli þjóðerna. Þannig jókst straumurinn hingað frá Kanada umtalsvert á milli ára á meðan ferðamönnum frá Ísrael og Rússlandi …

Það seldust 1.259 nýir Tesla bílar á Íslandi árið 2022 og í fyrra voru þeir nærri þrefalt fleiri eða 3.471. Veltan jókst ekki í takt við söluna því tekjur bandaríska rafbílaframleiðands af hverjum nýjum bíl hér á landi drógust saman um 17 prósent samkvæmt útrekningum FF7 sem byggja á ársreikningi Tesla Motors Iceland ehf. Þetta …

Það voru 155 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í maí en þessi talning er notuð til að meta ferðamannastrauminn hingað til lands. Í maí í fyrra voru erlendu brottfararfarþegarnir 158 þúsund og 165 þúsund í maí 2018 þegar þeir voru flestir. Það vantaði því sex prósent fleiri farþega til að jafna …