Samfélagsmiðlar

Hafa uppfyllt kröfur um ríkisaðstoð

Nú þegar búið er að stytta skuldahalann og auka eigið fé félagsins á fær Norwegian loks nærri fjörutíu milljarða króna frá norska ríkinu.

Fyrir tveimur mánuðum síðan gaf norska ríkisstjórnin út vilyrði til að lána Norwegian allt þrjá milljarða norskra króna vegna þeirra búsifja sem útbreiðsla kórónaveirunnar hafði valdið. Upphæðin jafngildir um 43 milljörðum íslenskra króna en Norwegian fékk aðeins tíund af summunni í fyrstu atrennu. Skilyrðið sem norsk stjórnvöld settu fyrir bróðurparti lánsins var að flugfélagið myndi semja við kröfuhafa og auka eigið fé.

Strax í framhaldinu tóku við samningaviðræður við eigendur skuldabréfa og flugvélaleigur um að breyta skuldum í eigið fé. Þótti mörgum greinendum í Noregi það óhugsandi að flugvélaeigendur myndu sættast á þess háttar enda óþekkt að svoleiðis fyrirtæki eigi hlut í flugfélagi.

Þetta tókst engu að síður og sátu eldri hluthafar uppi með aðeins 5,2 prósent hlut í Norwegian. Í dag er því flugvélaleigan Aercap Holdings orðinn stærsti hluthafinn í norska flugfélaginu með 15,9 prósent hlut.

Nýju hlutafjárútboði lauk svo í byrjun vikunnar og þar var umframeftirspurnin margföld. Þrátt fyrir að fyrir lægi að þriðjungur af upphæðinni færi í greiðslu á þóknun til banka og verðbréfafyrirtækja vegna nauðasamninganna við kröfuhafa.

Og nú í morgun tilkynntu stjórnendur Norwegian að félagið væri búið að uppfylla þær kröfur sem settar voru fyrir lánveitingunni um miðjan mars. En á fundi með blaðamönnum fyrr í þessum mánuði viðurkenndi fjármálastjóri Norwegian að skilyrði stjórnvalda á sínum tíma hafi verið kveikjan að neyðarsamningunum við kröfuhafa og flugvélaleigur.

Norwegian hefur verið mjög stórtækt í Spánarflugi frá Keflavíkurflugvelli en búast má við að félagið geri hlé á útgerð sinni frá Spáni fram á næsta vor. Stjórnendur þess hafa nefnilega boðað að Norwegian muni aðeins halda úti flugi með sjö flugvélum í Noregi það sem eftir lifir árs og fram til loka mars á næsta ári. Ennþá býður Norwegian þó til sölu flugmiða héðan til bæði Alicante og Barcelona.

Nýtt efni

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …