Samfélagsmiðlar

Þegar ríkisbankarnir tóku Icelandair yfir

Hluthafar Icelandair Group koma saman seinnipartinn í dag og greiða atkvæði um að auka hlutafé félagsins. Meðal stærstu kröfuhafa eru ríkisbankarnir tveir en þeir leystu einmitt til sín meirihluta í félaginu fyrir ellefu árum síðan.

Það er viðbúið hluthafar Icelandair veiti heimild til að auka hlutafé í félaginu á hluthafafundi seinnipartinn í dag. Markmiðið er að afla samsteypunni um þrjátíu milljarða króna en kröfuhöfum býðst jafnframt að breyta skuldum í eigið fé.

Meðal stærstu kröfuhafa eru ríkisbankarnir tveir, Íslandsbanki og Landsbanki. Sá fyrrnefndi hefur lengi verið viðskiptabanki Icelandair Group og Landsbankinn lánaði fyrirtækinu 80 milljónir dollara (um 11,5 milljarða króna) í mars í fyrra gegn veði í tíu þotum.

Það voru einmitt þessir tveir bankar sem fengu Icelandair í fangið eftir hrun. Vorið 2009 leysti Íslandsbanki þannig til sín fjörutíu og tvö prósent hlutafjár í félaginu en eigendur bréfanna voru fjárfestingafélögin Máttur og Naust.

Helstu eigendur Máttar voru bræðurnir Kars og Steingrímur Wernersynir. Síðarnefnda félagið var í eigu Engeyjarættarinnar og fóru aðrir bræður, þeir Einar og Benedikt Sveinssynir, fyrir því. Þeir áttu einnig hlut í Mætti. Skuldir þessara tveggja félaga voru afskrifaðar að töluverðu leiti eins og rakið var í umfjöllun Stundarinnar um Glitnisskjölin.

Landsbankinn tók svo yfir fjórðunghlut Langflugs í Icelandair en það félag var að stærstum hluta í eigu Finn Ingólfssonar, fyrrum ráðherra Framsóknarflokksins. Langflug fór skömmu síðar í þrot og tapaði Landsbankinn þar um átta milljörðum og Íslandsbanki fimm.

Endurskipulagning á rekstri Icelandair hófst svo í kjölfar yfirtökunnar en þegar þarna var komið við sögu átti Icelandair meðal annars stóran hlut í flugfélögum í Tékklandi og Lettlandi. Einnig hafði fyrrum móðurfélag Icelandair, FL Group, skuldbundið félagið fyrir kaupum á Dreamliner þotum frá Boeing. Rétturinn á þeim var svo seldur til Norwegian sem nýtti þær þotur til að hefja flug yfir Norður-Atlantshafið í harðri samkeppni við Icelandair.

Í júní árið 2010, rúmu ári eftir að ríkisbankarnir tveir tóku yfir tvo þriðju hlutafjár í Icelandair, þá keypti Framtakssjóður Íslands, sem var í eigu lífeyrissjóðanna, 30 prósent hlut í Icelandair. Hálfu ári síðar var flugfélagið á ný skráð í íslensku kauphöllina.

Þá tóku við sjö ár í röð þar sem félagið skilaði góðri afkomu. Svo fór að halla undan fæti og tapaði Icelandair samsteypan samtals fjórtán milljörðum króna árin 2018 og 2019. Þau ár voru þó almennt góð í flugrekstri.

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …