Samfélagsmiðlar

Áætlanir PLAY tekið töluverðum breytingum vegna aðstæðna

Þó flugumferð hafi aukist þá eru vísbendingar um að þoturnar séu oft hálftómar og afkoma af flugrekstri því ólíklega góð í dag. Forstjóri PLAY segir að félagið geti ekki aðeins farið fyrr af stað ef færi gefst heldur líka beðið lengur ef þörf er á.

Arnar Már Magnússon, forstjóri PLAY.

Forstjóri Ryanair, stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu, sagði það ómögulegt að reka flugfélag ef krafa yrði gerð um að halda miðjusætinu tómu vegna smithættu. Ástæðan er sú að ekki er nóg að hafa aðeins tekjur af tveimur af hverjum þremur sætum um borð.

Arðbær lággjaldaflugfélög eru vanalega með mjög háa sætanýtingu eða nokkuð yfir níutíu prósent. Sú viðskiptaáætlun sem forsvarsmenn PLAY kynntu fjárfestum sl. vetur gerði til að mynda ráð fyrir að nýtingin yrði um níutíu prósent fyrsta rekstrarárið.

Í dag er staðan í fluginu allt önnur og þannig var um annað hvert sæti í þotum ungverska lággjaldafélagsins Wizz Air skipað farþegum í júní.

Spurður hvort PLAY gæti haldið úti arbærum flugrekstri í núverandi umhverfi þá segir Arnar Már Magnússon, forstjóri félagsins, að viðskiptaáætlun þess hafi þróast og breyst töluvert sem rekja megi til Covid-19 heimsfaraldursins.

„Við höfum þurft að aðlaga viðskiptaáætlunina að breyttum aðstæðum en teljum að eftirspurn eftir flugi fari vaxandi þegar líður á árið 2021. Við ætlum því að nota tímann vel fram að næsta sumri til þess að koma okkur fyrir á markaðnum, byggja upp PLAY og vera þannig tilbúin þegar að eftirspurnin eykst. Við höfum séð það í fyrri krísum að eftirspurn eftir flugi kemur tilbaka,“ segir Arnar Már.

Hversu há þarf sætanýtingin hjá PLAY að vera til að reksturinn sé á núlli?

„Miðað við aðstæður á markaði í dag er erfitt að segja eina nákvæma tölu um nýtingu sem þarf til að félagið sé á núlli. Það eru utanaðkomandi áhrif sem hafa mikið vægi í lokaniðurstöðunni eins og til að mynda eldsneytisverð sem hefur verið lægra undanfarin misseri miðað við árin á undan. Í okkar áætlunum þá reiknum við með töluvert hærra eldsneytisverði en markaðsverð er í dag. Rík áhersla hefur verið lögð á kostnaðarstrúktúr félagsins í undirbúningi og rekstri en við sjáum það á tímum sem þessum að þau félög sem hafa staðið öðrum framar eru þau sem hafa fyrir verið með lágan kostnað og haldið uppi aga í þeim efnum,“ svarar Arnar Már.

Í umræðunni um þunga stöðu Icelandair hafið þið gefið til kynna að félagið geti farið fyrr af stað ef þörf krefur. Væri það ekki mjög kostnaðarsamt að hefja starfsemi nú í sumar eða í haust, miðað við umhverfið. Er skynsamlegra að bíða til næsta vors?

„Eins og við setjum upp okkar áætlun þá munum við koma rólega inn á markaðinn í haust og byggja okkur upp yfir vetrartímabilið til að vera tilbúin fyrir sumarið 2021 þegar að eftirspurn fer að taka við sér. Við teljum að eftirspurnin muni aukist jafn og þétt fram á og yfir næsta ár,“ segir Arnar Már.

Hann er þess fullviss að staða PLAY sé einstök og félagið geti þannig farið fyrr af stað en áætlað er en líka beðið lengur. „Þetta er einstök staða að vera í. Við höfum horft til haustsins vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru í heiminum og við sjáum fram á vaxandi eftirspurn eftir flugum í gegnum veturinn og inn í sumarið 2021. Sú vinna sem hefur átt sér stað hjá okkur undanfarnar vikur miðar að því.“

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …