Samfélagsmiðlar

Mikilvægt að efla þekkingu um mannauð íslenskrar ferðaþjónustu

Hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum störfuðu hátt í 11 þúsund erlendir ríkisborgarar í fyrra. Þó þeim hafi líklega fækkað töluvert í heimsfaraldrinum þá er mikilvægt að rannsaka betur stöðu þessa stóra hóps að mati skýrsluhöfunda nýrrar úttektar. Þar eru að finna ýmis dæmi um brot á réttindum starfsfólks en þau algengustu snúa að vangoldnum launum.

Fjöldi þeirra sem vann í ferðaþjónustu í aðalstarfi tvöfaldaðist í tengslum við hraðan vöxt ferðaþjónustu hér á landi. Þegar mest lét, árið 2018, voru starfsmenn greininni tæp 15 prósent af vinnumarkaðnum. Það var hærra hlutfall en þekktist í öðrum OECD ríkjunum. Á eftir Íslandi kom Spánn þar sem tæp 14 prósent á vinnumarkaði störfuðu í ferðaþjónustu.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu. Vægi erlendra starfsmanna er hátt í atvinnugreininni og hvergi meira en í gistigeiranum þar sem rúmur meirihluti starfsmanna eru erlendir ríkisborgarar. Samtals unnu hátt í ellefu þúsund útlendingar hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum í fyrra.

Úttekt Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála byggir á viðtölum við fulltrúa stéttarfélaga og erlent starfsfólk. Og meðal helstu niðurstaðna er að algengustu brotin á starfsmönnum snúa að vangreiddum launum. Þá aðallega í tengslum við álagsgreiðslur vegna vaktavinnu eða skiptingu launa í dagvinnu og eftirvinnu.

„Talað var um jafnaðarlaun og tvískiptar vaktir sem sérstakt vandamál í ferðaþjónustu, sem fæli í sér brot á kjarasamningum. Á tvískiptum vöktum er starfsfólk látið vinna á álagstímum að morgni eða í hádegi, fara síðan í nokkra tíma pásu án launa og mæta aftur til vinnu í kringum kvöldmat, þar sem það hentar starfseminni,“ segir í skýrslunni.

Fram kom í viðtölum við fulltrúa stéttarfélaga að þau væru undir miklu álagi við að sinna eftirliti og að ýmissa úrbóta væri þörf til að tryggja betur að erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verði ekki fyrir brotum á reglum sem hér gilda á vinnumarkaði. Í skýrslunni kemur þó fram að ekki virtist munur á aðstæðum íslenskra og erlendra starfsmanna þegar horft væri til launa og brota.

Fjöldi annarra vandamála eru rakin í skýrslunni. Til að mynda ólaunuð vinna sjálfboðaliða, skortur á almennri upplýsingagjöf, réttur til orlofs, tímabundnar ráðningar, húsnæðismál og fleira.

Í lokaorðum skýrsluhöfundar segir að mikilvægt sé að efla þekkingu um mannauð íslenskrar ferðaþjónustu. Því fátt bendi til annars en að áfram þurfi að leita eftir starfskröftum erlendis frá til að þjóna ferðamönnum á Íslandi þrátt fyrir þau miklu áhrif sem Covid-19 hefur haft á ferðaþjónustu í ár.

Nýtt efni

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …