Samfélagsmiðlar

Nú þarf tekjuspá Icelandair að ganga eftir

Í ársbyrjun 2018 gerðu stjórnendur Icelandair Group sér vonir um að meðalfargjöldin myndu hækka. Það gekk ekki eftir og félagið kom út í mínus í fyrsta sinn í mörg ár. Viðspyrna félagsins eftir Covid-19 byggir á hækkandi einingatekjum en þá þurfa fargjöldin að mjakast upp á við.

Tekjur Icelandair á hvern floginn kílómetra (RASK) hafa farið lækkandi síðustu ár. Þær voru til að mynda ellefu prósent lægri árið 2018 í samanburði 2015. Nú gerir spá sérfræðinga Icelandair aftur á móti ráð fyrir hækkun á þessum lið. Þannig verða þessar einingatekjur sautján prósentum hærri árið 2024 en þær voru á síðasta ári samkvæmt nýrri fjárfestakynningu félagsins.

„Við teljum líklegt að flest flugfélög muni einbeita sér að því að styrkja „hub starfsemi“ sína næstu árin. Þetta mun valda færri beinum flugum á N-Atlantshafsmarkaðnum sem mun gera „1-stop“ vöru okkar, í gegnum Ísland, mjög álitlega og þar með hækka RASK,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, þegar hann er beðinn um nánari útlistingu á spá félagsins um hækkun einingatekna. 

Bogi bendir á fleiri atriði sem styðji við hækkandi einingatekjur. Til að mynda hafi fjárfesting í mannafla og hugbúnaði á sviði tekjustýringar verið byrjuð að skila skýrum bata fyrir heimsfaraldurinn og gert sé ráð fyrir að áframhaldandi þar á. Einnig er ætlunin að fá inn meiri þóknanir fyrir sölu á þjónustu þriðja aðila. Til að mynda af bókunum á hótelherbergjum og ferðaþjónustu. Segir Bogi að áfram verði fjárfest í stafrænum lausnum til að ná þessu marki.

Forstjórinn undirstrikar að með betri stýringu leiðarkerfisins þá náist fram bæting í bæði einingakostnaði og -tekjum. „Fjarlægð hefur áhrif á þessar stærðir og þannig kom flugið til San Francisco illa út þar sem fargjöldin voru of lág miðað við flugtíma.“ 

Ekki sannfærður um að hærri fargjöld skili sér til Icelandair

Norski fluggreinandinn Hans Jørgen Elnæs, sem rýnir reglulega í rekstur flugfélaga í skandinavísku viðskiptapressunni, segir að almennt skýri hærri fargjöld og auknar hliðartekjur hækkun á einingatekjum flugfélaga. Og hann telur að farmiðaverð muni hækka á næstunni sem rekja megi til hækkandi fargjalda eftir Covid-19. Framboð muni nefnilega dragast saman og eins þurfi flugfélögin hærri tekjur til að standa undir afborgunum á þeim lánum sem þau hafa tekið vegna heimsfaraldursins. 

Elnæs er þó ekki sannfærður um að Icelandair njóti þessara verðhækkana þegar kemur að flugi yfir Norður-Atlantshafið. Samkeppni í flugi milli Evrópu og Norður-Ameríku verður áfram hörð að hans mati.

„Þar með yrði pressa sett á tengiflug Icelandair og fargjöld félagsins gætu þá þróast á neikvæðan hátt því flug með millilendingu á Íslandi verður að vera samkeppnishæft í verði við beina flugið sem keppinautarnir bjóða,“ útskýrir Norðmaðurinn. 

Samanburður á fargjöldum milli Evrópu og Norður-Ameríku hefur líka gefið til kynna að farþegar sem leggja á sig millilendingu borga vanalega fimmtungi til fjórðungi lægra verð en þeir sem fljúga beint. 

Elnæs sér þó sóknarfæri í auknum hliðartekjum hjá Icelandair og bendir til að mynda á að stór hluti heildartekna lággjaldaflugfélagsins Wizz Air komi vegna sölu á alls kyns aukaþjónustu. Norski sérfræðingurinn undirstrikar að einingakostnaðurinn (CASK) skipti meginmáli í flugrekstri. 

Tekjuspáin 2018 gekk ekki eftir og Björgólfur hætti

Líkt og fram kom hér að ofan þá hafa einingatekjur Icelandair farið lækkandi síðustu ár og þar hefur fargjaldaþróun mikil áhrif. Í ársbyrjun 2018 gerðu stjórnendur félagsins aftur á móti ráð fyrir að meðalfargjöldin færu upp á við.

Afkomuspá Icelandair fyrir 2018 gerði þar með ráð fyrir hagnaði þrátt fyrir hækkandi rekstrarkostnað sem rekja mátti til hærra olíuverðs og nýrra kjarasamninga. Gengisþróun var heldur ekki hagfelld og WOW varð sífellt harðari keppinautur þrátt fyrir mikinn taprekstur og vanskil á Keflavíkurflugvelli.

Sumarið 2018 varð forsvarsmönnum Icelandair það þó ljóst að horfurnar í rekstrinum voru lakari en þeir höfðu reiknað með.

„Sú þróun meðalverða sem við gerðum ráð fyrir á síðari hluta ársins virðist ekki vera að ganga eftir og því lækkum við tekjuspá félagsins,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, þáverandi forstjóri Icelandair, í tilkynningu til kauphallar í byrjun júlí 2018.

Björgólfur sagði svo starfi sínu lausu tæpum tveimur mánuðum síðar og vísaði þá til þess að spáin um auknar tekjur hefði ekki gengið eftir. Í hinni nýju fjárfestakynningu Icelandair Group sést að einingakostnaðurinn (CASK) rauk upp árið 2018 eða um 9,5 prósent frá fyrra ári. Einingatekjurnar lækkuðu á sama tíma en hlutfallslega mun minna eða um 1,6 prósent.

Nú gera sérfræðingar Icelandair aftur á móti ráð fyrir að einingakostnaðurinn á árunum 2022 til 2024 lækki verulega og verði álíka og á árunum 2015 til 2017.

Þar vega nýgerðir kjarasamningar við flugstéttir félagsins þungt. Í kynningunni er nefnt sem dæmi að þeir samningar hefðu bætt afkomu félagsins um fjóra milljarða króna í dag. Þar er líklega vísað til flugáætlunar Icelandair fyrir Covid-19. Svo mikil verða umsvifin þó ekki á ný fyrr en eftir nokkur ár.

Nýtt efni

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …

Kínversku bílaframleiðendurnir BYD og SAIC, sem er eigandi framleiðslufyrirtækis MG-rafbílana vinsælu, hafa ekki ákveðið enn hvort verð á rafbílum sem seldir verða í Evrópu eftir 4. júlí hækka í verði. Þá tekur gildi umtalsverð hækkun tolla á kínversku rafbílana. Samkvæmt heimildum Reuters verður engin verðbreyting ákveðin fyrir þann tíma. Evrópusambandið ákvað að tollur á MG-bílum …

Gengi hlutabréfa í Norwegian féll í gærdag eftir að greinendur norska bankans DNB færðu niður verðmat sitt á félaginu úr 19 norskum krónum á hlut niður í 17 kr. Hið nýja verðmat var engu að síður 30 prósent yfir markaðsgenginu, 14 norskar kr., en engu að síður féll gengið um tíu prósent í gær og …