Samfélagsmiðlar

Niðursveiflan meiri hjá Icelandair en hinum norrænu flugfélögunum

Icelandair hefur dregið verulega úr flugi síðustu vikur og framboðið í september var 96 prósent minna en á sama tíma í fyrra. Hjá hinum norrænu alþjóðaflugfélögunum var samdrátturinn í september minni en hjá Icelandair.

Í takt við aukinn fjölda Covid-19 smita í Evrópu þá þurfa flestir þeir sem koma til Finnlands eða Noregs að fara í sóttkví. Í Finnlandi í þrjá daga en tíu daga í Noregi. Danir hafa líka hert reglurnar hjá sér. Hér á landi þurfa allir í sóttkví í fimm daga og skiptir þá engu hvaðan þeir koma.

Skiljanlega hefur þetta takmarkaða ferðafrelsi áhrif á flugrekstur í þessum löndum eins og sjá má í farþegatölum norrænu alþjóðaflugfélaganna fyrir september.

Samdrátturinn var þó mestur hjá Icelandair eða 97 prósent þegar horft er til fjölda farþega. Þar á eftir kom Finnair með 91 prósent færri farþega og hann var litlu minni hjá Norwegian. Minnst var niðursveiflan hjá SAS eða rétt um 79 prósent.

Skýringin á því liggur væntanlega í öllu innanlandsfluginu sem SAS stundar í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Stór hluti af umsvifum Norwegian í dag takmarkst einnig við flug milli norskra flugvalla.

Í ágúst vakti athygli að sætanýtingin hjá Icelandair var mjög há miðað við aðstæður eða sjötíu prósent. Það var álíka og lágfargjaldaflugfélög eins og Ryanair og Wizz Air ná þessa dagana. Nú í september fór nýtingin þó niður í 45,5 prósent hjá Icelandair. Áfram er hún þó hærri en hjá SAS og Finnair eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Nýtt efni

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …