Samfélagsmiðlar

Hafa 73 daga til að taka fyrstu þotuna á leigu

Play setur ekki aðeins stefnuna á flug til Evrópu á næst ári. Félagið hefur einnig sótt um lendingarleyfi vestanhafs.

Hið verðandi flugfélag Play hefur fengið lendingarleyfi á tveimur flugvöllum í London og einnig í Dublin. Þetta kom fram í frétt Mbl.is í dag. Írska borgin var ekki einn þeirra áfangastaða sem félagið setti upphaflega stefnuna á þegar hulunni var svipt af áformum félagsins fyrir ári síðan.

Play getur aðeins haldið þessum lendingarleyfum til 31. janúar nk. nema vera komið með flugrekstrarleyfi fyrir þann tíma. Og til að fá flugrekstrarleyfi verður Play að hafa fest sér sína fyrstu þotu fyrir þennan tíma.

Heimildir Túrista herma einnig að Play hafi sótt um lendingarleyfi, eða svokölluð slott, í átta Evrópulöndum og líka í Bandaríkjunum og Kanada. Í öllum tilvikum sækir félagið til sömu borga og eru hluti af leiðakerfi Icelandair í dag.

„Við höfum sótt um slott á völlum víðsvegar um Evrópu og Norður-Ameríku. Það er rétt. Teljum það klárlega vera raunhæft að fljúga til Bandaríkjanna þegar lausn er komin á Covid faraldurinn,“ segir Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, í svari til Túrista.

Hann bætir því við að Norður-Ameríka sé hluti af viðskiptamódeli Play og því fyrr sem félagið geti hafið flug þangað þeim mun betra. Arnar Már ítrekar að horft sé til þess að hefja fyrst flug til Bandaríkjanna þegar heimsfaraldurinn er yfirstaðinn.

Arnar Már segir að Play sé núna að klára lokastig umsóknar sinnar um flugrekstrarleyfi og af þeim sökum hafi verð sótt um þessi lendingarleyfi.

Aðspurður um hvenær dagsins þotur Play muni fljúga til og frá landinu þá segir Arnar Már að um sé að ræða tíma sem henti vel fyrir rekstur Play. Sérstaklega þegar kemur að flugi vestur um haf. Um sé að ræða svipaða tíma og WOW air hafði en þó ekki alveg þá sömu.

Nýtt efni

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Bláa lónið í Svartsengi hefur rýmt öll sín athafnarsvæði vegna jarðhræringa við Sundhnúkagígaröðina nú í morgun. Rýmingin gekk vel að því segir í tilkynningu og er gestum þakkaður góður skilningur á stöðunni, starfsmönnum fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum gott samstarf. Bláa lónið er einn allra vinsælasti viðkomustaður ferðamanna hér á landi en vegna jarðhræringa á Reykjanesi …

Icelandair hefur gripið til hópuppsagna í dag og munu þær ná til ólíkra deilda innan fyrirtækisins að því segir í frétt Vísis. Þar er haft eftir Ásdísi Ýr Pétursdóttur, talskonu Icelandair, að dagurinn í dag sé erfiður en hún geti ekki tjáð sig nánar um stöðuna af virðingu við starfsfólkið. Heimildir FF7 herma að uppsagnirnar …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …