Samfélagsmiðlar

Halda því opnu að hefja flug til Íslands og jafnvel frá tveimur borgum

Sumaráætlun fluggeirans hefst formlega í lok mars og stendur yfir í sjö mánuði. Um þessar mundir eru flugfélög því að leggja lokahönd á skipulag komandi vertíðar. Jafnvel þó óvissan um hversu góð hún verður sé ennþá mikil.

Hluti af þeim undirbúningi er að tryggja sér hentuga lendingartíma á flugvöllum. Og eitt þeirra flugfélaga sem hefur tekið frá tíma á Keflavíkurflugvelli næsta sumar er kanadíska flugfélagið WestJet en það hefur hingað til ekki spreytt sig á Íslandsflugi.

Félagið var reyndar með frátekna lendingartíma á Keflavíkurflugvelli síðasta sumar fyrir flug hingað frá Toronto í Kanada. Stjórnendur WestJet tóku hins vegar ákvörðun löngu fyrir Covid-19 að hefja ekki flug til Íslands þá.

Fyrir komandi sumarvertíð hefur WestJet aftur tekið frá lendingartíma á Keflavíkuflugvelli, bæði fyrir flug frá Toronto en líka Calgary. Sú síðarnefnda er fjórða fjölmennasta borg Kanada og er í fylkinu Alberta. Í því fylki er líka borgin Edmonton sem þotur Icelandair hafa flogið til síðustu ár en flugfélagið geri þó ekki ráð fyrir að taka upp þráðinn þar í borg í sumar.

Aftur á móti flýgur Icelandair til Toronto, Montreal og Vancouver og Air Canada býður jafnframt upp á Íslandsflug frá þeim tveimur fyrrnefndu. Ef WestJet blandar sér í slaginn þá er útlit fyrir tíðar ferðir hingað frá Toronto næsta sumar.

Til viðbótar horfa forsvarsmenn Play líka til Kanada líkt og Túristi greindi frá í gær.

Talsmaður WestJet vill ekki segja af eða á hvort af flugi félagsins hingað verður næsta sumar. Í svari til Túrista segir að WestJet, líkt og svo mörg önnur flugfélög, sæki um afgreiðslutíma víða um heim til að öðlast skilning á því hvar lendingarleyfi eru á lausu en líka til að halda möguleikum opnum.

Nýtt efni

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …

Stjórn Volvo Cars ætlar að láta af því verða að minnka hlutinn í sænska rafbílaframleiðandanum Polestar en áformin voru fyrst kynnt í byrjun þessa mánaðar. Fjárfestar tóku tíðindunum vel því hlutabréfin í Volvo hækkuðu í kjölfarið um fjórðung. Endurteknar hlutafjáraukningar Polestar hafa nefnilega haft neikvæð áhrif á gengi Volvo í kauphöllinni í Stokkhólmi samkvæmt frétt …

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …

Gott símasamband í höfuðborg Bretlands byggði lengi á hinum 177 metra háa BT Tower sem kenndur var við eigandann, British Telecom. Turninn varð hæsta mannvirkið í London þegar hann var reistur af símafyrirtækinu árið 1964. Það var ekki fyrr en 16 árum síðar að annað mannvirki í London fór upp fyrir þetta símamastur sem einnig …