Samfélagsmiðlar

Segir Air Iceland Connect ekki nógu fjárhagslega sterkt til að vera „hjálparhella“

Air Iceland Connect hefði ekki átt að vera gjaldgengt sem undirverktaki í útboði á innanlandsflugi til Vestfjarða nema leggja fram tryggingu. Þetta er mat framkvæmdastjóra Ernis sem segir eiginfjárstöðu dótturfélags Icelandair Group hafa verið neikvæða um mörg hundruð milljónir króna síðustu ár.

flugvel innanlands isavia

Flugfélagið Norlandair hefur tekið við áætlunarflugi frá Reykjavík til Gjögurs og Bíldudals. Flugfélagið Ernir sinnti ferðunum þangað um árabil og stjórnendur þess telja að flugkostur Norlandair uppfylli ekki þau skilyrði sem sett voru fram í útboði Vegagerðarinnar í sumar. Ástæðan er sú að flugvélin sem Norlandair ætlar að nota er skráð sjö sæta hjá Samgöngustofu og geti því ekki flutt níu farþega eins og fullyrt hafi verið í tilboði Norlandair.

Aðspurður um þetta atriði þá fullyrðir Friðrik Adólfsson, framkvæmdastjóri Norlandair, að umrædd flugvél sé níu sæta og Samgöngustofa hafi verið beðin um að breyta skráningunni á heimasíðu sinni.

Friðrik segir ástæðuna fyrir því að flugvélin er skráð sjö sæta sé sú að hún hafi komið til landsins í sérstakri VIP-útgáfu með sjö sætum. „Við keyptum níu sæti sem sett voru í vélina árið 2015 og höfum notað hana í báðum útgáfum síðan,“ bætir Friðrik við.

Lögðu fram tryggingu í ljósi neikvæðrar eiginfjárstöðu

Það er þó ekki aðeins deilt um flugvélakost Norlandair í tengslum við útboð Vegagerðarinnar heldur líka fjárhagsstöðu bjóðenda. Í tilkynningu sem Norlandair sendi frá sér í lok síðustu viku segir að Ríkiskaup hafi gengið til samninga við félagið á grundvelli þess að Ernir hafi ekki uppfyllt fjárhagsskilyrði útboðsins.

Þessu mótmæli Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ernis, í svari til Túrista og segir þetta skröksögu. Hann bendir á að í útboðinu hafi verið gerð krafa um jákvæða eiginfjárstöðu eða bankatryggingu. Ernir hafi því lagt fram tryggingu í ljósi þess að eiginfjárstaðan var neikvæð árið 2018.

Mörg hundruð milljónir í mínus hjá Air Iceland Connect

Hörður telur jafnframt eðlilegt að Air Iceland Connect hefði gert hið sama því það félag komi að útboðinu sem undirverktaki hjá Norlandair eða hjálparhella eins og Hörður kemst að orði.

„Ekki hafa verið lögð fram nein gögn varðandi aðkomu Air Iceland Connect í samræmi við útboðsskilmála enda hefur það félag verið með neikvæða eiginfjárstöðu uppá mörg hundruð milljónir króna mörg undanfarin ár. Þar af leiðandi hefði Air Iceland Connect ekki átt að vera gjaldgengt nema þá að leggja fram reikninga sína ásamt tryggingum eins og Ernir gerði,“ bætir Hörður við.

Birtu verðupplýsingar frá Erni í útboðsferlinu

Og hann hefur meira við útboðið að athuga. Sérstaklega verðkannanir sem Vegagerðin efndi til í aðdraganda útboðsins í sumar og bauð Erni, Air Iceland Connect og Norlandair að taka þátt. Aðeins Ernir sendi inn svar að sögn Harðar og það gerði Norlandair kleift að bjóða aðeins lægra verð í allar leiðir.

„Þegar kom að útboðinu var tekið við spurningum á útboðsvefnum og þar spurðu norðanmenn [Norlandair innsk. blm] hvað væri borgað fyrir samninginn í dag. Innkaupastofnun ríkisins birti þá verðkönnunartilboð okkar öðrum til upplýsinga um hvað Ernir væri að taka fyrir flugið á þeim tíma, rétt fyrir útboðið. Þar með fékk Norlandair á silfurfati allar okkar upplýsingar um verð og hagaði tilboði sínu með hliðsjón af því. Passaði sig þó á því að bjóða lægra í Vestfjarðasvæðið en Ernir. Aftur á móti bauð Norlandair miklu hærra verð í Hornafjörð.“

Telur réttara að bjóða út flugið til Hornafjarðar með Vestfjörðum

Í útboði Vegagerðarinnar var flugið til Hafnar í Hornafirði einnig boðið út en þó skilið frá fluginu til Gjögurs og Bíldudals sem Hörður segir nýmæli.

„Þessum leiðum hefur aldrei verið skipt áður upp milli félaga og bauð Ernir í flugin á heilstæðan hátt þannig að flugtímaverð er sambærilegt milli allra staðanna þegar tekið tillit til tekna af farmiðum og vöruflutningum. Með uppskiptingu leiðanna nást ekki samlegðaráhrif allra flugleiðanna þannig að flugvélar og mannskapur nýtist eðlilega,“ útskýrir Hörður.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …