Samfélagsmiðlar

Segir Air Iceland Connect ekki nógu fjárhagslega sterkt til að vera „hjálparhella“

Air Iceland Connect hefði ekki átt að vera gjaldgengt sem undirverktaki í útboði á innanlandsflugi til Vestfjarða nema leggja fram tryggingu. Þetta er mat framkvæmdastjóra Ernis sem segir eiginfjárstöðu dótturfélags Icelandair Group hafa verið neikvæða um mörg hundruð milljónir króna síðustu ár.

flugvel innanlands isavia

Flugfélagið Norlandair hefur tekið við áætlunarflugi frá Reykjavík til Gjögurs og Bíldudals. Flugfélagið Ernir sinnti ferðunum þangað um árabil og stjórnendur þess telja að flugkostur Norlandair uppfylli ekki þau skilyrði sem sett voru fram í útboði Vegagerðarinnar í sumar. Ástæðan er sú að flugvélin sem Norlandair ætlar að nota er skráð sjö sæta hjá Samgöngustofu og geti því ekki flutt níu farþega eins og fullyrt hafi verið í tilboði Norlandair.

Aðspurður um þetta atriði þá fullyrðir Friðrik Adólfsson, framkvæmdastjóri Norlandair, að umrædd flugvél sé níu sæta og Samgöngustofa hafi verið beðin um að breyta skráningunni á heimasíðu sinni.

Friðrik segir ástæðuna fyrir því að flugvélin er skráð sjö sæta sé sú að hún hafi komið til landsins í sérstakri VIP-útgáfu með sjö sætum. „Við keyptum níu sæti sem sett voru í vélina árið 2015 og höfum notað hana í báðum útgáfum síðan,“ bætir Friðrik við.

Lögðu fram tryggingu í ljósi neikvæðrar eiginfjárstöðu

Það er þó ekki aðeins deilt um flugvélakost Norlandair í tengslum við útboð Vegagerðarinnar heldur líka fjárhagsstöðu bjóðenda. Í tilkynningu sem Norlandair sendi frá sér í lok síðustu viku segir að Ríkiskaup hafi gengið til samninga við félagið á grundvelli þess að Ernir hafi ekki uppfyllt fjárhagsskilyrði útboðsins.

Þessu mótmæli Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ernis, í svari til Túrista og segir þetta skröksögu. Hann bendir á að í útboðinu hafi verið gerð krafa um jákvæða eiginfjárstöðu eða bankatryggingu. Ernir hafi því lagt fram tryggingu í ljósi þess að eiginfjárstaðan var neikvæð árið 2018.

Mörg hundruð milljónir í mínus hjá Air Iceland Connect

Hörður telur jafnframt eðlilegt að Air Iceland Connect hefði gert hið sama því það félag komi að útboðinu sem undirverktaki hjá Norlandair eða hjálparhella eins og Hörður kemst að orði.

„Ekki hafa verið lögð fram nein gögn varðandi aðkomu Air Iceland Connect í samræmi við útboðsskilmála enda hefur það félag verið með neikvæða eiginfjárstöðu uppá mörg hundruð milljónir króna mörg undanfarin ár. Þar af leiðandi hefði Air Iceland Connect ekki átt að vera gjaldgengt nema þá að leggja fram reikninga sína ásamt tryggingum eins og Ernir gerði,“ bætir Hörður við.

Birtu verðupplýsingar frá Erni í útboðsferlinu

Og hann hefur meira við útboðið að athuga. Sérstaklega verðkannanir sem Vegagerðin efndi til í aðdraganda útboðsins í sumar og bauð Erni, Air Iceland Connect og Norlandair að taka þátt. Aðeins Ernir sendi inn svar að sögn Harðar og það gerði Norlandair kleift að bjóða aðeins lægra verð í allar leiðir.

„Þegar kom að útboðinu var tekið við spurningum á útboðsvefnum og þar spurðu norðanmenn [Norlandair innsk. blm] hvað væri borgað fyrir samninginn í dag. Innkaupastofnun ríkisins birti þá verðkönnunartilboð okkar öðrum til upplýsinga um hvað Ernir væri að taka fyrir flugið á þeim tíma, rétt fyrir útboðið. Þar með fékk Norlandair á silfurfati allar okkar upplýsingar um verð og hagaði tilboði sínu með hliðsjón af því. Passaði sig þó á því að bjóða lægra í Vestfjarðasvæðið en Ernir. Aftur á móti bauð Norlandair miklu hærra verð í Hornafjörð.“

Telur réttara að bjóða út flugið til Hornafjarðar með Vestfjörðum

Í útboði Vegagerðarinnar var flugið til Hafnar í Hornafirði einnig boðið út en þó skilið frá fluginu til Gjögurs og Bíldudals sem Hörður segir nýmæli.

„Þessum leiðum hefur aldrei verið skipt áður upp milli félaga og bauð Ernir í flugin á heilstæðan hátt þannig að flugtímaverð er sambærilegt milli allra staðanna þegar tekið tillit til tekna af farmiðum og vöruflutningum. Með uppskiptingu leiðanna nást ekki samlegðaráhrif allra flugleiðanna þannig að flugvélar og mannskapur nýtist eðlilega,“ útskýrir Hörður.

Nýtt efni

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …