Samfélagsmiðlar

Let it out markaðsherferðin tilnefnd til verðlauna í Bandaríkjunum

Úr Let it out herferðinni.

Markaðsherferðin Let It Out sem keyrð var undir merkjum Inspired by Iceland síðastliðið sumar hefur verið tilnefnd til tvennra Digiday verðlauna. Tilnefningarnar eru í flokki almannatengsla annars vegar, og í flokknum besta auglýsingin hins vegar. Bandaríski fagmiðillinn Digiday verðlaunar árlega markaðsstarf fyrirtækja fyrir bæði hugmyndaauðgi og árangur og eru verðlaunin eftirsótt meðal fagfólks í markaðsgeiranum að því segir í tilkynningu.

Myndbandið sem hvatti fólk til þátttöku í Let it Out herferðinni er tilnefnt í flokknum besta auglýsingin. Það voru M&C Saatchi og Peel auglýsingastofa sem unnu handrit og hugmyndavinnu að myndbandinu, en framleiðslufyrirtækið Skot sá um upptökur og framleiðslu. Leikstjórn var í höndum þeirra Samúels Bjarka Péturssonar og Gunnars Páls Ólafssonar, en Úlfur Eldjárn samdi tónlistina.

„Það er okkur mikil ánægja að herferðin skuli vera tilnefnd til þessara eftirsóttu verðlauna,“ sagði Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. „Ekki síst fyrir það hve góður vitnisburður þetta er um það vandaða starf sem íslenskt fagfólk hefur unnið í tengslum við þessa herferð.“

Auk tilnefninga til Digiday verðlaunanna hefur herferðin verið valin sem ein af 25 bestu herferðum ársins hjá fagmiðlinum Contagious sem fjallar um markaðsmál í víðu samhengi. Ísland er eini áfangastaðurinn sem kemst á þann virta lista, og er Inspired by Iceland þar á meðal margra þekktustu vörumerkja heims.

Annar áfangi í markaðsverkefninu Ísland – saman í sókn hófst í vikunni þegar frumsýnt var nýtt myndband þar sem fólk er hvatt til þess að skruna sér til ánægju á nýjum vef sem finna má á slóðinni www.joyscroll.com. Þar hefur verið komið fyrir 22,7 metrum af gleðigefandi efni frá Íslandi, sem hugsað er sem mótvægi gegn stanslausum straumi neikvæðra frétta undanfarið, en doomscroll (dómsdagsskrun) hefur verið valið orð ársins hjá mörgum enskumælandi miðlum. Merkingin nær yfir þá hegðun að fólk er í símum að skoða samfélagsmiðla og festist í að skruna endalaust niður skjáinn að skoða neikvæðar fréttir

Nýtt efni

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðkiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …

Gistináttagjald upp á 400 krónur (2,7 evrur) verður lagt á í Færeyjum frá og með október á næsta ári. Um leið verða allir þeir sem koma til eyjanna með skemmtiferðaskipum að greiða 1.300 króna gjald (9 evrur). Allar tekjur af þessari nýju gjaldtöku renna í sérstakan náttúruverndarsjóð að því segir í tilkynningu. Sá sjóður verður …

Talning á brottfararfarþegum á Keflavíkurflugvelli gefur vísbendingu um að erlendum ferðamönnum hér á landi hafi fækkað um tvö prósent í nýliðnum maí í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var hins vegar mjög ólík á milli þjóðerna. Þannig jókst straumurinn hingað frá Kanada umtalsvert á milli ára á meðan ferðamönnum frá Ísrael og Rússlandi …

Það seldust 1.259 nýir Tesla bílar á Íslandi árið 2022 og í fyrra voru þeir nærri þrefalt fleiri eða 3.471. Veltan jókst ekki í takt við söluna því tekjur bandaríska rafbílaframleiðands af hverjum nýjum bíl hér á landi drógust saman um 17 prósent samkvæmt útrekningum FF7 sem byggja á ársreikningi Tesla Motors Iceland ehf. Þetta …

Það voru 155 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í maí en þessi talning er notuð til að meta ferðamannastrauminn hingað til lands. Í maí í fyrra voru erlendu brottfararfarþegarnir 158 þúsund og 165 þúsund í maí 2018 þegar þeir voru flestir. Það vantaði því sex prósent fleiri farþega til að jafna …