Samfélagsmiðlar

19 erlend félög með Íslandsflug á dagskrá í sumar

Það má telja víst að áætlanir flugfélaga eigi eftir að halda áfram að breytast næstu mánuði. Óvissan er nefnilega ennþá mjög mikil um það hvenær fólk getur ferðast á milli landa og heimsálfa á ný. En eins og staðan er í dag munu erlend flugfélög standa fyrir nærri 18 ferðum á dag til Keflavíkurflugvallar í júní nk. Það er samdráttur um fimmtung frá sama mánuði 2019.

Nærri ein af hverjum fjórum ferðum erlendra flugfélaga frá Keflavíkurflugvelli í sumarbyrjun verður á vegum Wizz Air.

Framboð á flugi til og frá landinu er það sem skiptir mestu máli í rekstri íslenskra ferðaþjónustufyrirtæka í ár. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar meðal forsvarsfólks fyrirtækjanna sem kynnt var á fundi SAF og Íslenska ferðaklasans í gær.

Og það er skiljanlegt að í landi þar sem nærri allir ferðamenn koma fljúgandi að þessi þáttur vegi þungt í huga stjórnenda ferðaþjónustufyrirtækja.

Túristi hefur rýnt í flugáætlanir flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli fyrir komandi sumar og hér er fyrsta samantekt af nokkrum sem birtast mun í vikunni um framboð á flug til og frá landinu næstu mánuði.

Við byrjum á erlendu flugfélögunum á Keflavíkurflugvelli í maí og júní og berum saman við sama tímabili árið 2019.

Í heildina eru 979 áætlunarferðir hingað til lands á dagskrá sem jafngildir samdrætti upp á fjórtán prósent. Í maí er hann en ennþá aðeins þrír af hundraði en um fimmtungur í júní.

Wizz Air stendur undir um fjórðungi af framboðinu en það félag stefnir á reglulegar ferðir hingað frá tíu evrópskum borgum. Fimm pólskum en líka frá Mílanó, Dortmund, Búdapest, Riga, Vínarborg og London. Framboð félagsins af Íslandsflugi, eins og staðan er í dag, mun þá aukast um 5 prósent miðað við maí og júní árið 2019.

Skandinavíska flugfélagið SAS verður næst umsvifamesta erlenda flugfélagið miðað við núverandi áætlun. Þotur félagsins eiga að koma hingað daglega frá bæði Ósló og Kaupmannahöfn og í lok júní byrjar flug frá Stokkhólmi. Samdrátturinn hjá SAS frá sumrinu 2019 nemur 6 próentum.

Niðurskurðurinn í útgerð easyJet hér á landi er hlutfallslega mun meiri eða 35 prósent. Þrátt fyrir það er 91 ferð til Keflavíkurflugallar á dagskrá hjá félaginu í maí og júni.

Annað lággjaldaflugfélag, Transavia, er í fjórða sæti en stjórnendur þess juku áhersluna á Íslandsflug eftir fall WOW air og munu þotur félagsins koma hingað frá París og Amsterdam í sumar.

Lufthansa, Delta og Finnair eru í sætunum þar á eftir þegar horft er til fjölda áætlunarferða eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Þess ber að geta að frestur flugfélaga til að segja upp lendingarleyfum í sumar rennur formlega út þann 31. janúar. Það er líka viðbúið að flugfélag sem byggja töluvert á tengifarþegum muni skera áætlanir sínar niður.

Sem dæmi má nefna Finnair sem áformar að fljúga hingað daglega í sumar en stór hluti farþeganna í Íslandsflugi Finnair eru Asíubúar. Ef flugsamgöngur milli Evrópu og Asíu verða áfram takmarkaðar þá er viðbúið að gerðar verði breytingar á áætlun finnska flugfélagsins.

Nýtt efni

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …