Samfélagsmiðlar

Taka út viðbótarálagningu á farmiðum sem gilda aðra leiðina

Með nýjum fargjaldareglum Finnair þá verður ódýrara að kaupa sér farmiða aðra leiðina til Helsinki frá Keflavíkurflugvelli.

helsinki yfir

Frá Helsinki.

Sú var tíðin að hefðbundin flugfélög buðu ekki upp á farmiða aðra leiðina. Viðskiptavinirnir urðu að kaupa farmiða báðar leiðir. Þannig var því til að mynda farið hjá Icelandair löngu eftir að Iceland Express kom inn á markaðinn með þess háttar fargjöld.

Síðar breytti Icelandair reglunum líkt og svo mörg önnur flugfélög enda höfðu þau engan annan kost vegna harðnandi samkeppni frá lágfargjaldaflugfélögum.

Aftur á móti hafa hefðbundnu flugfélögin haldið áfram að vera með töluverða álagningu á farmiða sem gilda aðra leiðina. Frá og með deginum í dag ætlar finnska flugfélagið Finnair hins vegar að láta af þeim starfsháttum. Þar með verður miklu ódýrara að fljúga aðra leiðina frá Keflavík til Helsinki með Finnair en Icelandair eins og þessi dæmi sýna.

Farþegi sem bókar farmiða frá Íslandi til höfuðborgar Finnlands, dagana 9. til 15. apríl, borgar þannig 32.415 krónur hjá Icelandair fyrir far báðar leiðir. Miðinn hjá Finnair kostar 35.650 kr.

Ef farþeginn vill hins vegar aðeins bóka farið út til Helsinki þann 9. apríl þá rukkar Icelandair 35.275 kr. en Finnair aðeins 17.767 kr. Munurinn er tvöfaldur.

Svipaða sögu er segja ef ferðinni er heitið til Helsinki þann 12. júlí. Þá kostar farmiði, aðra leið, með Icelandair 32.415 en 18.846 kr. hjá Finnair. Ef keyptur er farmiði báðar leiðir og heimferðin er viku síðar þá kostar öll ferðin 49.235 kr. hjá Icelandair en 38.320 kr. hjá Finnair.

„Við viljum bjóða viðskiptavinum okkar fleiri valkosti og auka sveigjanleikan. Og með því að taka út flækjurnar sem fylgja farmiðum sem gilda báðar leiðir þá gerum við kaupferlið einfaldara og gegnsætt,“ segir framkvæmdastjóri sölusviðs Finnair í tilkynningu. Hann bætir því við að þessi breyting sé eitthvað sem viðskiptavinir flugfélagsins hafi óskað eftir.

Þá er spurning hvort Icelandair fylgi fordæmi Finnanna.

Nýtt efni

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Bláa lónið í Svartsengi hefur rýmt öll sín athafnarsvæði vegna jarðhræringa við Sundhnúkagígaröðina nú í morgun. Rýmingin gekk vel að því segir í tilkynningu og er gestum þakkaður góður skilningur á stöðunni, starfsmönnum fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum gott samstarf. Bláa lónið er einn allra vinsælasti viðkomustaður ferðamanna hér á landi en vegna jarðhræringa á Reykjanesi …

Icelandair hefur gripið til hópuppsagna í dag og munu þær ná til ólíkra deilda innan fyrirtækisins að því segir í frétt Vísis. Þar er haft eftir Ásdísi Ýr Pétursdóttur, talskonu Icelandair, að dagurinn í dag sé erfiður en hún geti ekki tjáð sig nánar um stöðuna af virðingu við starfsfólkið. Heimildir FF7 herma að uppsagnirnar …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …