Samfélagsmiðlar

Fólk bíður með að bóka þangað til öruggt er að það kemst af stað

„Á árunum 2016 til 2019 var verðþróunin í ferðaþjónustunni frekar brött í tengslum við aukna eftirspurn. Og að mínu mati þá stóðu gæðin ekki alltaf undir verðlaginu. Fyrir okkur sem þýska ferðaskrifstofu þá var þessi þróun áskorun þar sem markaðurinn okkar er mjög viðkvæmur fyrir verðbreytingum," segir Moritz Mohs, svæðisstjóri Wikinger Reisen.

Þýska ferðaskrifstofan Wikinger Reisen hefur í hálfa öld boðið upp á gönguferðir um Ísland og á þarsíðasta ári komu 2.250 ferðamenn á þeirra vegum hingað til lands. Moritz Mohs, svæðisstjóri Wikinger Reisen, bindur vonir við að það rætist úr sumrinu þegar á líður. Hann bendir þó á að með hverri vikunni sem líður þá minnki líkurnar á að það gangi eftir.

Hann segir fjölda ferðamanna á Íslandi síðustu ár ekki hafa verið stórt vandamál fyrir viðskiptavini Wikinger Reisen. Öðru máli gegnir um verðlag hér á landi og sveiflur á gengi krónunnar.

„Fyrri helmingur sumarsins er farinn nú þegar. Við gerum okkur þó vonir um töluverð umsvif eftir miðjan júlí. Hver vika sem líður án þess að við vitum hvenær fallið verði frá kröfu um 5 til 6 daga sóttkví, fyrir óbólusetta ferðamenn, dregur þó úr líkunum á að það gangi eftir. Fólk bíður með að bóka ferðir þar til að það er alveg öruggt með að komast af stað. Um leið og slakað verður á núverandi takmörkunum þá munum við sjá eftirspurnina aukast,“ útskýrir Mohs.

Mannmergðin ekki vandamál í gönguferðum

Þýski markaðurinn hefur lengi verið mjög mikilvægur fyrir íslenska ferðaþjónustu og sérstaklega yfir sumarmánuðina. Spurður hvort umræða um massatúrisma á Íslandi í þýskum fjölmiðlum hafi skemmt fyrir þá svarar Mohs því til að viðskiptavinir Wikinger Reisen hafi í sjálfu sér ekki fundið mikið fyrir mannmergð.

„Sumarið er og verður aðalferðatímabilið og mikill fjöldi ferðamanna á Íslandi á þeim tíma var aðeins í umræðunni í fjölmiðlum. Mögulegir viðskiptavinir spurðust því fyrir um stöðuna. En við höfum aðallega upplifað þetta sem vandamál á Reykjavíkursvæðinu, á suðvesturhorninu og við suðurströndina. Í öðrum landshlutum voru áhrifin ekki neikvæð. Ferðirnar okkar eru átta til fimmtán daga og í mörgum tilfellum fer fólk víða um eyjuna. Við stoppum auðvitað við þekktustu og vinsælustu áfangastaðina en fókusinn er á göngur í tvo til sjö klukkutíma. Mannmergð er því ekkert vandamál um leið og þú byrjar að ganga frá bílastæðinu þannig að við finnum ekki fyrir þessu.”

Gengi krónunnar veldur sveiflum í afkomu

Vinsældir Íslands meðal ferðamanna höfðu þó sín áhrif því verðlagið hér á landi varð til þess að ferðalög til Íslands urðu dýrari.

„Á árunum 2016 til 2019 var verðþróunin í ferðaþjónustunni frekar brött í tengslum við aukna eftirspurn og að mínu mati þá stóðu gæðin ekki alltaf undir verðlaginu. Fyrir okkur sem þýska ferðaskrifstofu þá var þessi þróun áskorun þar sem markaðurinn okkar er mjög viðkvæmur fyrir verðbreytingum. Mun meira en tilfellið er á stórum mörkuðum eins og þeim bandaríska og í Asíu,“ útskýrir Mohs.

Spurður hvort sveiflur í gengi íslensku krónunnar komi sér illa þá viðurkennir Mohs að gengisþróunin geti verið erfið fyrir ferðaskrifstofur sem þurfi að gefa út verð eitt ár fram í tímann. Einnig leyfi þýsk lög ekki verðbreytingar eftir á nema að litlu leyti.

„Við höfum hins vegar verið með ferðir til Íslands í fimmtíu ár svo þetta er í lagi, sum árin töpum við smá en svo koma önnur þar sem er afgangur.“

Markaður fyrir vetrarferðir að aukast

Sem fyrr segir þá hafa Þjóðverjar aðallega sótt í Íslandsferðir yfir sumarmánuðina en þýskum ferðamönnum hér á landi hafði farið fjölgandi yfir vetrarmánuðina.

Sú þróun endurspeglaðist í tölum Wikinger Reisen segir Mohs. Hann nefnir sem dæmi að árið 2012 komu innan við tvö prósent af viðskiptavinum ferðaskrifstofunnar til Íslands yfir vetrarmánuðina. Árið 2019 var hlutfallið fimmtán prósent.

„Markaðurinn fyrir vetrarferðir til Íslands er því klárlega til staðar,“ segir Mohs að lokum.

Nýtt efni

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …

Gott símasamband í höfuðborg Bretlands byggði lengi á hinum 177 metra háa BT Tower sem kenndur var við eigandann, British Telecom. Turninn varð hæsta mannvirkið í London þegar hann var reistur af símafyrirtækinu árið 1964. Það var ekki fyrr en 16 árum síðar að annað mannvirki í London fór upp fyrir þetta símamastur sem einnig …

Velta í ferðaþjónustu í nóvember og desember í fyrra var nærri óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Ef veltan hefði verið í takt við verðbólgu og fjölgun gistinátta ferðamanna þá hefði hún verið um 13 milljörðum kr. hærri. Af undirgreinum ferðaþjónustunnar þá var veitingareksturinn sá eini sem hélt í …

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Bain Capital Credit varð langstærsti hluthafinn í Icelandair í júní 2021 og á nú 17,2 prósenta hlut. Sjóðurinn hefur fjárfest fyrir 10,4 milljarða króna í flugfélaginu en fengi rétt 7,5 milljarða fyrir hlutinn í dag. Mismunurinn nemur nærri 3 milljörðum króna en gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 18 prósent frá því …

Tölur sem Kóperníkus, lofthjúpsvöktunaþjónusta Evrópusambandsins, og ítölsku umhverfisverndarsamtökin Legambiente kynntu nýlega sýna að í Mílanó mælist svifryk og önnur loftmengun áfram hvað mest í allri Evrópu. Nú er loks rætt um það af yfirvöldum í Mílanó og nærliggjandi borgum og bæjum á Langabarðalandi að grípa einhverra aðgerða - eins og að takmarka notkun á mest …

Þátttaka hins opinbera í rafbílakaupum landsmanna er nú með breyttu sniði. Í stað skattaafsláttar upp á 1,3 milljónir króna, sem dreginn var frá söluverði nýrra rafbíla, þá verða kaupendur bílanna að greiða fullt verð í umboðinu og sækja svo um 900 þúsund króna styrk hjá Orkustofnun í framhaldinu. Þessi breyting var gerð um síðustu áramóti …

Sá sem kaupir ódýrasta fargjaldið hjá Icelandair, Economy Light, þarf að borga aukalega fyrir innritaðan farangur. Áður var töskugjaldið 5.280 krónur en nú þarf að borga allt að 6.600 krónur undir farangurinn aðra leið. Hækkunin nemur 25 prósentum og svo mikil eru hún líka ef innrita á skíði. Flutningur á þeim kostar núna allt að …