Samfélagsmiðlar

Icelandair sýnir á spilin og sendir Play skýr skilaboð

Nú í sumar ætlar Icelandair að halda úti áætlunarflugi til tíu bandarískra flugvalla. Þeir verða þó að minnsta kosti ellefu næsta sumar.

Félagið hefur nefnilega hafið sölu á áætlunarflugi til Baltimore en sú borg var lengi eitt af höfuðvígum Icelandair vestanhafs. Félagið lagði hins vegar niður ferðirnar þangað árið 2008 en tók upp þráðinn að nýju áratug síðar.

Í millitíðinni hafði Wow Air aftur á móti komið sér vel fyrir í Baltimore og flaug þangað allt árið um kring. Afkoma Icelandair af sumarvertíðinni í borginni árið 2018 varð ekki nægjanlega góð líkt og Túristi greindi frá á sínum tíma.

Mjög lág sætanýting

Til marks um hversu illa gekk hjá Icelandair í Baltimore þá var sætanýtingin rétt 72 prósent í ferðunum til og frá borginni sumarið 2018. Það var verri nýting en á öllum öðrum flugleiðum Icelandair í Bandaríkjunum ef Dallas er frátalin.

Stjórnendur Icelandair létu því staðar numið eftir þetta eina sumar og einblíndu í staðinn á áætlunarflugið til Washington Dulles flugvallar. Sá er álíka langt frá bandarísku höfuðborginni og Baltimore-Washington flugvöllur.

Nú á hins vegar að gefa Baltimore annað tækifæri og samkvæmt bókunarvél Icelandair er gert ráð fyrir að MAX þotur félagsins fljúgi þrjár ferðir í viku til borgarinnar. Aftur á móti eru daglegar ferðir á dagskrá til Dulles.

Wow komst á gott flug í Baltimore

Baltimore er ein þeirra borga sem forsvarsmenn Play horfa til enda náði Wow Air að auka umsvif sín í borginni hratt eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan. Það byggir á upplýsingum frá bandarískum flugmálayfirvöldum en algjör leynd ríkir yfir sambærilegum tölum hér á landi.

Sem fyrr segir var sætanýtingin í flugi Icelandair til Baltimore mjög lág sumarið 2018 en hvergi í Bandaríkjunum náði Wow Air eins hárri sætanýtingu það ár en einmitt í Baltimore. Skýringin á því gæti legið í mjög lágum fargjöldum sem félagið hefur boðið til að hrekja Icelandair frá borginni á nýjan leik.

Það tókst vissulega en Wow Air varð gjaldþrota í lok mars 2019.

Nýtt efni

Um 90% af öllum úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði frá heimilum og rekstri, ratar í einhvers konar endurvinnslu eða endurnýtingu. Þetta sýna nýjar úrgangstölur frá Umhverfisstofnun, fyrir árið 2022.  Það er fróðlegt að rýna í þessar tölur og fá þar með yfirsýn yfir neyslu Íslendinga, en Íslendingar eru á meðal mestu neysluþjóða í heimi. Magn …

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …