Samfélagsmiðlar

Landsbankinn, Isavia, N1 og helstu keppinautar mótmæltu nauðasamningnum

airportexpress

Forráðamenn Allrahanda Gray Line hafa staðið í málaferlum við Isavia og segja þau mál vera ástæðu þess að stjórnendur Isavia mótmæli neyðasamningum ferðaþjónustufyrirtækisins.

Greiðsluskjóli ferðaþjónustufyrirtækisins Allrahanda Gray Line lauk í lok júní og þá lögðu forsvarsmenn fyrirtækisins fram frumvarp að nauðasamningi. Nokkrir kröfuhafar mótmæltu þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi þann 8. júlí og gaf dómari þeim frest fram í miðjan ágúst til að skila greinargerðum máli sínu til stuðnings. 

Í bréfi sem meirihlutaeigendur Allrahanda Gray Line, þeir Þórir Garðarsson og Sigurdór Sigurðsson, sendu kröfuhöfum í gær leggja þeir mat á afstöðu þessara kröfuhafa til neyðasamninganna.

„Átta þeirra tengjast Kynnisferðum og Hópbílum, helstu keppinautum Allrahanda GL. Sjálfsagt þykir þeim fyrirtækjunum einhvers virði að tapa kröfum til að losna við keppinaut. Ríkisfyrirtækið Isavia mótmælti einnig  samþykkt nauðasamningsins. Þau mótmæli verður að skoða í ljósi þess að Allrahanda GL hefur staðið í harðri baráttu og málaferlum við Isavia vegna meintra brota á lögum um opinber útboð og um sanngjarna gjaldtöku fyrir aðstöðu á fjarstæðum á Keflavíkurflugvelli. Ríkisfyrirtækinu virðist, líkt og  keppinautunum, einhverjum milljónum fórnandi til að losna við óþægindin,“ segir í bréfinu til kröfuhafa.

Neikvæð afstaða Landsbankans, lánveitanda Allrahanda GL og viðskiptabanka, til neyðarsamninganna kemur þeim Þóri og Sigurdóri ekki á óvart þar sem bankinn hafi viljað að fyrirtækið seldi fasteign sína að Klettagörðum 4 sem fyrst.

Annar stór kröfuhafi, N1, mótmælti einnig nauðasamningnum fyrir héraðsdómi,

„Af einhverjum  ástæðum, sem N1 hefur ekki tilgreint sérstaklega, þá hefur fyrirtækið sótt það stíft að fá Allrahanda GL úrskurðað gjaldþrota. Fyrst mótmælti N1 því fyrir héraðsdómi að greiðsluskjól Allrahanda GL yrði  framlengt í fyrsta skiptið. Héraðsdómur féllst ekki á þá kröfu og þá áfrýjaði N1 til Landsréttar. Málsástæðan sem N1 tilgreindi var að Allrahanda GL hafi ekki verið gjaldfært áður en heimsfaraldurinn setti ferðaþjónustuna á hliðina. Landsréttur féllst ekki á það og dæmdi Allrahanda GL í vil. Niðurstaða Landsréttar var afar skýr, að Allrahanda GL hafi verið á mjög svo jákvæðri siglingu fyrir heimsfaraldurinn og greiðsluskjól væri rétta úrræðið til að hjálpa fyrirtækinu yfir hjallann,“ segja þeir Þórir og Sigurdór.

Þeir bæta við að þrátt fyrir að málaferlin við N1 hafi verið kostnaðarsöm þá hafi þau verið gagnleg því þau hafi tekið af allan vafa um að Allrahanda GL hafi verið lífvænlegt fyrirtæki áður en heimsfaraldurinn skall á.

Í bréfinu til kröfuhafa Allrahanda Gray Line kemur líka fram það mat Þóris og Sigurdórs að ef héraðsdómur samþykkir ekki nauðasamninginn þá séu litlar líkur á heimtum fyrir almenna óveðtryggða kröfuhafa. Þar með fari Allrahanda Gray Line mögulega í þrot.

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …