Samfélagsmiðlar

Hótelherbergin á Austurlandi betur nýtt en þegar ferðamenn voru flestir

Herbergi á Fosshótel Austfjörðum Fáskrúðsfirði.

Heimamarkaðurinn vegur í dag mun þyngra hjá íslenskum hótelum en fyrir heimsfaraldur. Sú staða og ekki síður blíðviðrið fyrir norðan og austan í sumar endurspeglast gistináttatölum Hagstofunnar fyrir júlí.

Nýtingin á hótelherbergjum á Austurlandi var nefnilega 82 prósent sem er hærra hlutfall en í júlí 2018 þegar fjöldi erlendra ferðamanna hér á landi var mestur. Og þess ber að geta að tölur Hagstofunnar byggja gögnum frá jafn mörgum hótelum úr fjórðungnum. Hærri nýting skrifast því ekki á minna framboð.

Skiptingin á milli íslenskra og erlendra gesta breyttist hins vegar umtalsvert. Í júlí fyrir þremur árum síðan keyptu Íslendingar aðeins um tvö þúsund hótelnætur á Austurlandi en núna voru þær ríflega sex sinnum fleiri. Erlendar gistinætur fór á sama tíma úr 17 þúsund niður í 8 þúsund.

Á Norðurlandi var herbergjanýtingin er líka betri en metárið 2018. Fyrir norðan skrifast betri niðurstaða einnig á miklu fleiri íslenska gesti en áður.

Í höfuðborginni er staðan önnur. Þar voru um fimmtungi færri hótel opin í júlí en á sama tíma í hittifyrra. Og þrátt fyrir þann samdrátt í framboði þá var nýtingin umtalsvert frá því sem var fyrir heimsfaraldur eins og sjá má hér fyrir neðan.

Framboðið á Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi og Vestfjörðum var líka nærri það sama og fyrr en samt féll herbergjanýtingin töluvert.

Þess ber að geta að verðlag á hótelum kemur ekki fram í tölum Hagstofunnar en tilboð frá hótelum hafa verið mun tíðari nú en var hér áður fyrr. Það má því búast við að tekjur á hvert herbergi hafi verið lægri núna en áður.

Nýtt efni

„Við erum á lokametrunum í undirbúningi og opnum vonandi í september," segir Inga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Flóra hotels, um nýtt íbúðahótel á vegum Reykjavik Residence við Vatnsstíg. Á nýja hótelinu verða 26 íbúðir í nýuppgerðum fasteignum milli Laugavegs og Hverfisgötu en Reykjavik Residence rekur íbúðahótel á nokkrum stöðum í miðborginni. Flóra hotels, móðurfélag Reykjavík Residence, rekur …

Níunda fjórðunginn í röð lækkar verð á notuðum lúxus úrum og verðlækkun ársins nemur 1,2 prósentum, samkvæmt fjárfestingabankanum Morgan Stanley sem vel fylgist með verðþróuninni. Dýrustu úrin hafa lækkað ennþá meira og þannig hefur verðið á notuðu Rolex farið niður um 7,2 prósent síðastliðna 12 mánuði. Morgan Stanley gerir ráð fyrir að þessi verðþróun verði …

Rekstrarafkoma Play var neikvæð um 2,9 milljarða króna í fyrra og svo bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir að rekstrarafkoman yrði í kringum núllið en nú hefur staðan versnað og reiknað er með neikvæðri afkomu. Þetta kemur fram í …

Verð á hlutabréfum í þýska rafhlöðuframleiðandanum Varta hrundi við opnun markaðar í Frankfurt í dag, eða um nærri 80%, eftir að fréttir bárust af tillögum um endurskipulagningu fyrirtækisins. Þær myndu leiða til þess að hlutabréf núverandi eigenda yrðu nánast verðlaus.  Meðal þess sem að rætt er um er að núverandi meirihlutaeigandi, austurríski milljarðamæringurinn Nichael Tojner, …

Meðal þess sem kom í ljós eftir Covid-19-faraldurinn var að starfsfólk skorti í vaxandi ferðaþjónustu víða um heim. Faraldurinn truflaði gangverk vinnumarkaðar margra landa og sér ekki fyrir endann á því. Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti í greininni. Ætli megi ekki segja að fólk vilji fremur ferðast en þjóna öðrum? Vandræði eru á mörgum …

Íslandssjóðir eru ekki lengur meðal 20 stærstu hluthafa Icelandair en sjóðastýringafyrirtækið, sem er í eigu Íslandsbanka, varð stærsti hluthafinn í Play eftir hlutafjáraukningu í apríl sl. Íslandssjóðir hafa síðustu mánuði dregið töluvert úr fjárfestingu sinni í Icelandair og eru ekki lengur meðal tuttugu stærstu hluthafanna. Nú eru aftur á móti tvö eignarhaldsfélög á vegum Högna …

Ekkert félag flýgur fleirum innan Evrópu en lágfargjaldaflugfélagið Ryanair gerir og síðustu mánuði hafa farþegar félagsins að jafnaði borgað minnað fyrir sætin en þeir sem voru á ferðinni í fyrra. Tekjur félagsins lækkuðu þannig á milli ára samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í morgun fyrir fjórðunginn apríl til júní. Sá er fyrsti fjórðungur reikningsársins hjá …

BYD

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í ársbyrjun þegar dregið var úr opinberum stuðningi við kaup á nýjum rafbílum. Þar með gat Vatt, sem er með umboð fyrir BYD hér á landi, boðið ódýrustu tegundina á lægra verði en í fyrra að því gefnu að kaupandinn fái hinn nýja rafbílastyrk …