Samfélagsmiðlar

Kippur í bókunum á ferðum út í heim

„Það er ljóst í okkar huga að Íslendingar eru staðráðnir í að halda áfram að lifa lífinu og ferðast eins og áður, þrátt fyrir tilraunir yfirvalda að letja til ferðalaga," segir Jóhann Pétur Guðjónsson, framkvæmdastjóri GB-ferða. Þar á bæ og víðar hefur salan aukist eftir nýjustu breytingar á sóttvarnarreglum.

Eftirspurn eftir ferðum út í heim hefur aukist og margir sem horfa til ferða á spænskar sólarstrendur í haust og vetur.

Undir lok júlí sl. var sú regla sett að allir þeir sem ætluðu til Íslands urðu að framvísa nýju og neikvæðu Covid-19 prófi fyrir flugferðina. Flugfélögin áttu þá að neita fólki um far sem ekki var með þess háttar próf. Þar með áttu Íslendingar, sem höfðu nýlega sýkst af Covid-19, á hættu á að komast ekki heim þar niðurstöður úr Covid prófum eru jákvæðar í töluverðan tíma eftir sýkingu.

Reglunni var þó breytt nú í lok ágúst á þann veg að nú er það ekki lengur flugfélaganna að hafa eftirlit með Covid-19 prófum farþeganna. Allir þurfa þó að framvísa neikvæðum niðurstöðum við heimkomu. Og þessi breyting hafði jákvæð áhrif á eftirspurn Íslendinga eftir ferðalögum út í heim.

„Við fundum fyrir kipp í sölu þegar við þessar nýju fréttir. Það er ljóst í okkar huga að Íslendingar eru staðráðnir í að halda áfram að lifa lífinu og ferðast eins og áður, þrátt fyrir tilraunir yfirvalda að letja til ferðalaga,“ segir Jóhann Pétur Guðjónsson, framkvæmdastjóri GB-ferða.

Hann bætir því við að það gleymist í umræðunni að aldrei hafi verið lagaheimild fyrir reglugerð samgönguráðherra á sínum tíma. „Ráðherra viðurkenndi þá staðreynd 12. ágúst en það tók engu að síður nokkrar vikur fyrir lögfræðinga samgöngu- og heilbrigðisráðuneytanna að leiðrétta þetta,“ útskýrir Jóhann Pétur.

Bæta við ferðum til Alicante

Hjá ferðaskrifstofunni Vita kom líka kippur í bókanir og sérstaklega á ferðum til Tenerife og Alicante að sögn Þráins Vigfússonar, framkvæmdastjóra.

„Við ákváðum í framhaldi af því að bæta í flugin til Alicante og fljúga allt árið. Við vorum búin að fá mikið af fyrirspurnum um vetrarflug til Alicante, sérstaklega frá stórfjölskyldum fyrir jól og áramót og svo golfurum sem vilja komast þangað allan veturinn. Veðrið á þessu svæði í desember og janúar er yfirleitt eins og bestu sumardagar á Reykjavíkursvæðinu,“ bætir Þráinn við.

Lítið um afbókanir

Það er ekki bara vísbendingar um auknar bókanir hjá ferðaskrifstofum síðustu daga því eftirspurn eftir áætlunarflugi hefur einnig glæðst.

„Salan hefur verið að aukast jafn og þétt síðustu vikur og það hefur verið lítið um afbókanir vegna COVID-19 skilmála, svo það er alveg greinilegt að fólk er að láta drauminn um að ferðast rætast. Það er þó erfitt að segja til um það nákvæmlega hvort salan hafi aukist vegna þess að reglunum var breytt varðandi neikvæðu prófin en við teljum þó mjög líklegt að það sé að hafa góð áhrif,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play.

Líkt og Túristi hefur nýverið fjallað um þá eru ekki lengur gerðar kröfur á hinum Norðurlöndunum um að fólk framvísi neikvæðu prófi við landamæri. Þar með eru ferðalög ennþá flóknari og dýrari fyrir Íslendinga en frændþjóðirnar.

Nýtt efni

„Við erum á lokametrunum í undirbúningi og opnum vonandi í september," segir Inga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Flóra hotels, um nýtt íbúðahótel á vegum Reykjavik Residence við Vatnsstíg. Á nýja hótelinu verða 26 íbúðir í nýuppgerðum fasteignum milli Laugavegs og Hverfisgötu en Reykjavik Residence rekur íbúðahótel á nokkrum stöðum í miðborginni. Flóra hotels, móðurfélag Reykjavík Residence, rekur …

Níunda fjórðunginn í röð lækkar verð á notuðum lúxus úrum og verðlækkun ársins nemur 1,2 prósentum, samkvæmt fjárfestingabankanum Morgan Stanley sem vel fylgist með verðþróuninni. Dýrustu úrin hafa lækkað ennþá meira og þannig hefur verðið á notuðu Rolex farið niður um 7,2 prósent síðastliðna 12 mánuði. Morgan Stanley gerir ráð fyrir að þessi verðþróun verði …

Rekstrarafkoma Play var neikvæð um 2,9 milljarða króna í fyrra og svo bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir að rekstrarafkoman yrði í kringum núllið en nú hefur staðan versnað og reiknað er með neikvæðri afkomu. Þetta kemur fram í …

Verð á hlutabréfum í þýska rafhlöðuframleiðandanum Varta hrundi við opnun markaðar í Frankfurt í dag, eða um nærri 80%, eftir að fréttir bárust af tillögum um endurskipulagningu fyrirtækisins. Þær myndu leiða til þess að hlutabréf núverandi eigenda yrðu nánast verðlaus.  Meðal þess sem að rætt er um er að núverandi meirihlutaeigandi, austurríski milljarðamæringurinn Nichael Tojner, …

Meðal þess sem kom í ljós eftir Covid-19-faraldurinn var að starfsfólk skorti í vaxandi ferðaþjónustu víða um heim. Faraldurinn truflaði gangverk vinnumarkaðar margra landa og sér ekki fyrir endann á því. Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti í greininni. Ætli megi ekki segja að fólk vilji fremur ferðast en þjóna öðrum? Vandræði eru á mörgum …

Íslandssjóðir eru ekki lengur meðal 20 stærstu hluthafa Icelandair en sjóðastýringafyrirtækið, sem er í eigu Íslandsbanka, varð stærsti hluthafinn í Play eftir hlutafjáraukningu í apríl sl. Íslandssjóðir hafa síðustu mánuði dregið töluvert úr fjárfestingu sinni í Icelandair og eru ekki lengur meðal tuttugu stærstu hluthafanna. Nú eru aftur á móti tvö eignarhaldsfélög á vegum Högna …

Ekkert félag flýgur fleirum innan Evrópu en lágfargjaldaflugfélagið Ryanair gerir og síðustu mánuði hafa farþegar félagsins að jafnaði borgað minnað fyrir sætin en þeir sem voru á ferðinni í fyrra. Tekjur félagsins lækkuðu þannig á milli ára samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í morgun fyrir fjórðunginn apríl til júní. Sá er fyrsti fjórðungur reikningsársins hjá …

BYD

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í ársbyrjun þegar dregið var úr opinberum stuðningi við kaup á nýjum rafbílum. Þar með gat Vatt, sem er með umboð fyrir BYD hér á landi, boðið ódýrustu tegundina á lægra verði en í fyrra að því gefnu að kaupandinn fái hinn nýja rafbílastyrk …