Samfélagsmiðlar

Spá því að Íslendingar streymi út í heim en ferðamönnum fækki hratt

Fyrstu átta mánuði ársins fóru 336 þúsund erlendir farþegar í gegnum vopnaleitina í Leifsstöð. Þetta er sú talning sem notuð er til að meta fjölda erlendra ferðamanna hér á landi. Gera má ráð fyrir að hópurinn hafi stækkað um að minnsta kosti eitt hundrað þúsund manns nú í september. Ný spá Isavia gerir þó ráð fyrir mun hægari vexti næstu mánuði.

Spáin hljóðar nefnilega upp á 553 til 660 þúsund ferðamenn allt árið í ár. Miðað við neðri mörkin þá munu rétt um 120 þúsund túristar koma hingað á síðasta fjórðungi ársins eða um 40 þúsund á mánuði. Þeir gætu þó orðið um eitt hundrað þúsund fleiri ef efri mörkin nást og þá um 75 þúsund á mánuði að jafnaði.

Fjöldi íslenskra farþega í Leifssstöð verður þá álíka mikill því Isavia spáir að samtals muni 242 til 349 þúsund Íslendingar fljúga frá landinu í ár. Fyrstu átta mánuði ársins voru íslensku farþegarnir aðeins 84 þúsund talsins og því þarf hópurinn að telja 40 til 66 þúsund farþega á mánuði, frá september til desember, eigi spáin að rætast.

Ef fjöldinn verður í kringum 40 þúsund á mánuði þá þýðir það að utanferðir Íslendinga á þessu tímabili verði á pari við það sem var september til desember árið 2015. Ef íslensku farþegarnir verða aftur á móti að jafnaði 66 þúsund á mánuði út árið þá yrði það nýtt met í fjölda íslenskra farþega. Metárið 2018 flugu til að mynda 223 þúsund Íslendingar út í heim frá Keflavíkurflugvelli frá september og til áramót eða um 56 þúsund á mánuði.

Nýtt efni

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …