Samfélagsmiðlar

Ennþá langt í 2019 tölurnar

Að jafnaði voru um sex af hverjum tíu sætum skipuð farþegum í flugi Icelandair í september.

Yfir 212 þúsund farþegar flugu með Icelandair í september síðastliðnum samanborið við tæplega 25 þúsund í sama mánuði í fyrra. Í september 2019 voru þeir hins vegar 447 þúsund talsins eða ríflega tvöfalt fleiri en að þessu sinni.

Það hefur komið fyrir nú í heimsfaraldrinum að farþegar Icelandair í innanlandsflugi hafa verið fleiri en í millilandafluginu. Svo er þó ekki lengur. Í september voru farþegarnir í alþjóðafluginu 191 þúsund en tæplega 22 þúsund nýttu sér ferðir Icelandair milli íslenskra flugvalla.

Sætanýting í millilandaflugi var 62 prósent og í tilkynningu frá Icelandair segir að óvissa vegna Delta afbrigðis kórónuveirunnar hafi haft neikvæð áhrif á nýtinguna. Að auki hefur Icelandair nýtt breiðþotur í stað smærri flugvéla á mörgum flugleiðum vegna mikillar eftirspurnar eftir fraktrými. 

Félagið flutti til að mynda 11 þúsund tonn í september 2019 en þau voru um 13 þúsund í síðasta mánuði.

„Flugstarfsemin hefur jafnt og þétt færst nær því sem hún var fyrir heimsfaraldur og vetraráætlunin okkar er um það bil tveir þriðju hlutar af áætlun ársins 2019. Við höfum lagt áherslu á að nýta sveigjanleika félagsins til að auka jafnt og þétt við starfsemina á liðnum mánuðum og mætt þeirri eftirspurn sem hefur skapast samhliða því sem rýmkað er á ferðatakmörkunum. Nú hafa bandarísk stjórnvöld tilkynnt um fyrirhugaða opnun landamæra sinna fyrir evrópska ferðamenn og lagt jákvæðara mat á stöðu faraldursins á Íslandi. Þetta eru mjög jákvæðar fréttir og verður þá á ný opið fyrir bólusetta farþega á milli allra okkar markaðssvæða í fyrsta sinn síðan ferðatakmarkanir hófust. Það ásamt minnkandi óvissu hefur nú þegar haft jákvæð áhrif á bókunarstöðu og vænta sætanýtingu næstu mánaða,“ skrifar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair samteypunnar, í tilkynningu.


Þú getur prófað áskrift að Túrista í 30 daga fyrir aðeins 300 kr. með því að nota afsláttarkóðann „300″. Fullt verð (2.659 kr.) eftir það en alltaf hægt að segja upp. SMELLTU HÉR

Nýtt efni

„Við erum á lokametrunum í undirbúningi og opnum vonandi í september," segir Inga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Flóra hotels, um nýtt íbúðahótel á vegum Reykjavik Residence við Vatnsstíg. Á nýja hótelinu verða 26 íbúðir í nýuppgerðum fasteignum milli Laugavegs og Hverfisgötu en Reykjavik Residence rekur íbúðahótel á nokkrum stöðum í miðborginni. Flóra hotels, móðurfélag Reykjavík Residence, rekur …

Níunda fjórðunginn í röð lækkar verð á notuðum lúxus úrum og verðlækkun ársins nemur 1,2 prósentum, samkvæmt fjárfestingabankanum Morgan Stanley sem vel fylgist með verðþróuninni. Dýrustu úrin hafa lækkað ennþá meira og þannig hefur verðið á notuðu Rolex farið niður um 7,2 prósent síðastliðna 12 mánuði. Morgan Stanley gerir ráð fyrir að þessi verðþróun verði …

Rekstrarafkoma Play var neikvæð um 2,9 milljarða króna í fyrra og svo bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir að rekstrarafkoman yrði í kringum núllið en nú hefur staðan versnað og reiknað er með neikvæðri afkomu. Þetta kemur fram í …

Verð á hlutabréfum í þýska rafhlöðuframleiðandanum Varta hrundi við opnun markaðar í Frankfurt í dag, eða um nærri 80%, eftir að fréttir bárust af tillögum um endurskipulagningu fyrirtækisins. Þær myndu leiða til þess að hlutabréf núverandi eigenda yrðu nánast verðlaus.  Meðal þess sem að rætt er um er að núverandi meirihlutaeigandi, austurríski milljarðamæringurinn Nichael Tojner, …

Meðal þess sem kom í ljós eftir Covid-19-faraldurinn var að starfsfólk skorti í vaxandi ferðaþjónustu víða um heim. Faraldurinn truflaði gangverk vinnumarkaðar margra landa og sér ekki fyrir endann á því. Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti í greininni. Ætli megi ekki segja að fólk vilji fremur ferðast en þjóna öðrum? Vandræði eru á mörgum …

Íslandssjóðir eru ekki lengur meðal 20 stærstu hluthafa Icelandair en sjóðastýringafyrirtækið, sem er í eigu Íslandsbanka, varð stærsti hluthafinn í Play eftir hlutafjáraukningu í apríl sl. Íslandssjóðir hafa síðustu mánuði dregið töluvert úr fjárfestingu sinni í Icelandair og eru ekki lengur meðal tuttugu stærstu hluthafanna. Nú eru aftur á móti tvö eignarhaldsfélög á vegum Högna …

Ekkert félag flýgur fleirum innan Evrópu en lágfargjaldaflugfélagið Ryanair gerir og síðustu mánuði hafa farþegar félagsins að jafnaði borgað minnað fyrir sætin en þeir sem voru á ferðinni í fyrra. Tekjur félagsins lækkuðu þannig á milli ára samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í morgun fyrir fjórðunginn apríl til júní. Sá er fyrsti fjórðungur reikningsársins hjá …

BYD

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í ársbyrjun þegar dregið var úr opinberum stuðningi við kaup á nýjum rafbílum. Þar með gat Vatt, sem er með umboð fyrir BYD hér á landi, boðið ódýrustu tegundina á lægra verði en í fyrra að því gefnu að kaupandinn fái hinn nýja rafbílastyrk …