Samfélagsmiðlar

Delta dregur úr Íslandsflugi næsta sumar

Í sumar hafa þotur Delta flogið hingað daglega frá þremur bandarískum borgum. Svo mikil verða umsvifin ekki næsta sumar. Síðasta áætlunarferð Delta til Íslands í ár verður farin í lok þessa mánaðar.

Bandarísk flugfélög hafa verið óvenju umsvifamikil á Keflavíkurflugvelli síðustu mánuði enda var Ísland eitt fárra Evrópurlanda sem bólusettir Bandaríkjamenn fengu að heimsækja nú í sumarbyrjun. Strax í maí voru þotur Delta farnar að fljúga hingað daglega frá Boston, Minneapolis og New York.

Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem bandarískt flugfélag býður upp á áætlunarferðir til Íslands frá Boston. Delta mun þó ekki taka upp þráðinn á þeirri flugleið næsta sumar samkvæmt svari bandaríska félagsins.

Evrópuflug félagsins frá Boston á næsta ári mun takmarkast við ferðir til Lissabon, London, Parísar, Dublin, Edinborgar og Aþenu. Sú síðastnefnda er eina viðbótin frá nýliðnu sumri.

Blaðafulltrúi Delta ítrekar hins vegar í svari sínu til Túrista að Ísland verði áfram lykilmarkaður fyrir flugfélagið og ætlunin sé að sinna honum vel. Endanleg áætlun fyrir næsta sumar liggi þó ekki fyrir.

Það var sumarið 2011 sem Delta hóf að fljúga til Íslands frá New York og nokkrum árum síðar bættist við áætlunarflug frá Minneapolis. Á tímabili flaug Delta hingað allt árið um kring frá JFK flugvelli í New York.

Á heimasíðu bandríska flugfélagsins er í dag hægt að bóka Íslandsflug næsta sumar en þó bara frá New York.

Nýtt efni
helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …