Samfélagsmiðlar

Ekki nægjanlega tryggt að Gray Line versli áfram við Allrahanda Gray Line

airportexpress

Greiðsluskjóli ferðaþjónustufyrirtækisins Allrahanda Gray Line lauk í lok júní og þá lögðu forsvarsmenn fyrirtækisins fram frumvarp að nauðasamningi. Í dag hafnaði héraðsdómur að staðfesta þennan nauðasamning. Í úrskurði er meðal annars vísað til þess að færsla vörumerkis Gray Line, yfir í félagið GL Iceland, rýri eignir fyrirtækisins og geti valdið kröfuhöfum tjóni.

Er vísað til þess að ekki sé öruggt að GL Iceland geti ekki breytt fyrirliggjandi samningum um að kaupa alla akstursþjónustu af móðurfélaginu Allrahanda GL. Sama eigi við um samkomulag um að greiða allt að 98 prósent af hagnaði GL Iceland til móðurfélagsins fram til ársins 2024.

Forsvarsmenn Allrahanda Gray Line gáfu þær skýringar á stofnun systurfélagsins GL Iceland að alþjóðlegi rétthafi Gray Line vörumerkisins hafi ætlað að rifta samningi um notkun merkisins vegna fjárhagserfiðleika Allrahanda GL. En í stað þess að fara þá leið hafi rétthafinn fallist á að gera samning við hið nýja systurfélag sem eru í eigu sömu aðila.

Í dómi héraðsdóms segir hins vegar að ekkert liggi fyrir um þessi samskipti milli Gray Line International og Allrahanda GL.

Í viðtali við Vísi fyrr í dag þá segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Allrahanda GL, að niðurstaða héraðsdóms væri vonbrigði og dómnum yrði áfrýjað. Þórir bætti því hins vegar við að hann væri sammála dómaranum um að bæta þyrfti samninginn milli Allrahanda GL og GL Iceland.

Nýtt efni

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …