Samfélagsmiðlar

Gleðjast yfir því að „gallaður skattur“ sé settur á ís

Í fjármálafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar er lagt til að framlengja niðurfellingu á gistináttaskattinum til loka árs 2023. Þessari gjaldtöku var tímabundið hætt þegar heimsfaraldurinn hófst í fyrra. Ríkisstjórnin hefur einnig boðað breytingar á skattinum.

Íslenski gistináttaskatturinn er ekki lagður á hvern gest heldur hvert og eitt gistirými.

Spurður um viðbrögð við áframhaldandi niðurfellingu gistináttagjaldsins þá segir Kristófer Oliversson, forstjóri Centerhótela og formaður Fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu (FHG), að hótelrekendur gleðjist yfir þessum skilaboðum.

„Þau sýna skilning ríkisstjórnarinnar á aðstæðum okkar enda er snjóhengjan ennþá óleyst og við erum enn í miðjum faraldri,“ bætir Kristófer við. Vísar hann þar til þess mörg ferðaþjónustufyrirtæki hafa síðustu misseri fengið frest á geriðslu opinberra gjalda og afborganum vegna þess hve illa heimsfaraldurinn hefur leikið atvinnugreinina.

Skynsamlegast að afleggja varanlega

Sem fyrr segir þá er endurskoðun á gistináttagjaldinu nefnd í nýjum stjórnarsáttmála. Þó með þeim hætti að sveitarfélög njóti góðs af gjaldtökunni eins og það er orðað. Samtök ferðaþjónustunnar hafa hins vegar talað fyrir afnámi skattsins.

„Gistináttaskatturinn var alvarlega gallaður skattur á margan hátt í þeirri mynd sem hann var, m.a. vegna þess hve skakka samkeppnisstöðu hann skapar. Það er augljóst að staða ferðaþjónustunnar í heimsfaraldrinum leyfir ekki aukna skattlagningu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.

Hann ítrekar afstöðu samtakanna um að skynsamlegast væri að afleggja gistináttaskattinn varanlega því aukin skattlagning hamli vexti greinarinnar, sérstaklega núna þegar viðspyrnuskeið er framundan.

Ekki allir gistikostir skattlagðir

Á það hefur verið bent að gistináttaskattur sé ólíklega innheimtur með reglulegum hætti í heimagistingu og annarri óskráðri gistingu. Gott dæmi um það er sú staðreynd að Airbnb rukkar ekki þess háttar gjöld hér á landi öfugt við það sem fyrirtækið gerir í Frakklandi.

„Það sjá það allir sem vilja að það gengur ekki að búa til nýja skatta á hótelstarfsemi á meðan ýmis önnur gistiþjónusta er meira og minna undanþegin öllum sköttum og skyldum. Ef það þarf að leggja sérstakan skatt á ferðaþjónustu þá verður það vera með annars konar gjaldtöku sem hefur ekki áhrif á samkeppni íslenskrar gistiþjónustu við erlenda keppinauta. Á undanförnum árum höfum við byggt upp mjög glæsilega hótelstarfsemi á Íslandi. Við treystum okkur til að keppa við hvern sem er svo fremi sem það er heilbrigðum forsendum,“ bætir Kristófer við að lokum.

Nýtt efni

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …

Icelandair sagði 82 starfsmönnum upp fyrir síðustu mánaðamót en þær uppsagnir náðu ekki til áhafna flugfélagsins. Nú er hins vegar komið að þeim hópi því fyrir helgi fengu 57 flugmenn uppsagnarbréf og eins voru 26 flugstjórar færðir í stöðu flugmanna. Við þá breytingu lækka laun viðkomandi um fimmtung samkvæmt því sem FF7 kemst næst.  Flugmönnum …